Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 202134 Pennagrein Pennagrein Snorrastofa býður upp á upplestur og umræður um nýútkomnar bæk- ur í bókhlöðu stofnunarinnar í Reykholti þriðjudagskvöldið 14. desember 2021 kl. 20.00. Ingólfur Eiríksson mun kynna bókina „Stóra bókin um sjálfsvor- kunn.“ Eftir sambandsslit hrökkl- ast Hallgrímur heim úr leiklistar- námi í erlendri stórborg til að fara á geðdeild. Heimurinn hefur snúist á hvolf og gömul fjölskylduleyndar- mál elta hann hvert fótmál. Þá mun Ingólfur einnig kynna ljóðabók sína „Klón – eftirmyndasaga“, sem er bráðfyndin og nístandi ljóðsaga um ábyrgð mannsins gagnvart lífi á jörðinni, um dauða og endur- fæðingu. Guðrún Steinþórsdóttir mun kynna bókina „Raunveruleiki hug- ans er ævintýri,“ sem fjallar um valdar sögur Vigdísar Grímsdóttur, einkenni þeirra og viðtökur í ljósi hugrænnar bókmenntafræði. Haukur Ingvarsson mun kynna bækurnar: „Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu“. Hér er fjallað um bandarísku bylgjuna í íslensku menningarlífi um miðbik 20. aldar. Þá kynnir Haukur nýút- komna ljóðabók sína „Menn sem elska menn“, sem hefur að geyma einlæg og margræð, fyndin og átak- anleg ljóð um karlmennsku og tilf- inningar. Að lokum kynnir Guðrún Ing- ólfsdóttir „Skáldkona gengur laus“. Hér er fjórum skáldkonum frá 19. öld sleppt lausum úr handrita- geymslu Þjóðarbókhlöðunnar. Í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfs- mynd og merkilega afstöðu til nátt- úrunnar og ímyndunarafls. Bókin er afrakstur margra ára rannsókna Guðrúnar. Í kjölfar kynninganna og upp- lestursins verða umræður, sem Bergur Þorgeirsson, forstöðumað- ur Snorrastofu, mun stjórna. Að- gangur er ókeypis og eru allir vel- komnir. Uppbyggingarsjóður Vest- urlands styrkir viðburðinn. -fréttatilkynning Bókakynning Snorrastofu framundan Með því að taka strax það stóra og nauðsynlega skref að sameina allt Snæfellsnes tökum við alla mála- flokka þar undir og skoðum þá sem eina heild. Hvað skólamál varðar er áhuga- vert að líta á þann málaflokk í heild sinni. Hér á Snæfellsnesi er rekinn Fjölbrautaskóli Snæfellinga sem sveitarfélögin koma að. Sveitafé- lögin á Snæfellsnesi reka sameigin- lega skóla- og félagsþjónustu. Við erum komin langleiðina með sam- eiginlega sýn á verkefni í þessum málaflokki. Að klára skrefið og taka grunnskólana, tónlistarskólana og leikskólana í sameiningarferlinu á öllu Snæfellsnesi er einboðið með heildarsameiningu. Skoðum aðeins hvað gerst hefur í skólamálum á landsvísu; í Vestur- Húnavatnssýslu er rekinn einn skóli á Hvamms- tanga og er börnum ekið norðan úr Strandasýslu um 80 km veg til að komast í stærra og öflugra skólaum- hverfi, engum þar um slóðir dettur í hug að stofna aftur fámenna skóla. Í eystri hluta Rangárvallarsýslu eru börnin keyrð á Hvolsvöll, þau sem lengst fara koma austan frá Skóg- um undir Eyjafjöllum. Í uppsveit- um Árnessýslu (Bláskógabyggð) eru reknir skólar á Laugarvatni og Reykholti en mikið samstarf er þar á milli og hefur vilja barnanna þar verið framfylgt að nokkru leyti með það samstarf. Í Borgarbyggð eru reknir 3 skólar í uppsveitum og einn í Borgarnesi, þar eru börn að fara ofan úr sveitum niður í Borg- arnes í skóla til að komast í öfl- ugra félagsumhverfi (tómstund- ir og íþróttir) og jafnframt eru börn að fara úr Borgarnesi í skól- ana upp í sveitum á móti. Því er ljóst að mikilvægt er að taka skóla- mál heildstætt yfir Snæfellsnes því þarfir fjölskyldna og barna/ung- linga eru mismunandi. Sumir kjósa fámennið en aðrir vilja fjölmennið til að eiga möguleika á því að vaxa og dafna félagslega, í íþróttum og tómstundastarfi. Skólaumhverfi er ekki bara að læra að lesa, skrifa og reikna. Þar þroskast börn/ung- lingar líka félagslega og eru að læra það öll árin í leik- og grunnskóla. Sumir þurfa mikla örvun á þeim þætti og stuðning út í lífið. Öll vilj- um við að börnin okkar verði fær félagslega þegar þau hleypa heim- draganum. Í þessu ljósi er áhugavert að skoða hvað gerst hefur í Eyja- og Miklaholtshreppi undanfarin ár. Þó nokkur fjöldi barna hafa horfið til stærri skólasamfélaga þar sem þeim stendur til boða meiri sérfræði- þjónusta, sé þess þörf, félagslegi þátturinn er öflugri, stærri bekkj- arárgangar, fjölbreytt tónlistarnám og blómlegt íþróttastarf. Allt að 14 börn á umliðnum átta árum hafa sótt í stærra skólumhverfi og hef- ur straumurinn legið að mestu leyti inn í Stykkishólm. Öflugt skóla- samfélag verður ekki með 20-30 barna skóla til að bjóða upp á alla þessa þætti svo vel sé. Við skulum taka umræðu um skólamál á heild- stæðan hátt fyrir allt Snæfellsnes. Grunndvallaratriði er að gera fólki kleift að velja skólasamfélag sem það telur henta sínum börnum. Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson Stakkhamri, Eyja- og Miklaholts- hreppi, 342 Stykkishólmi Hugum strax að sameiningu alls Snæfellsness Á fyrsta sunnudegi í aðventu leit ný ríkisstjórn dagsins ljós. Niðurstöð- ur kosninganna voru skýrar en rúm 54% atkvæða skiluðu sér til fyrr- um stjórnarflokkanna. Ríkisstjórn- in fékk endurnýjað umboð frá kjósendum til þess að vinna áfram saman. Undanfarin misseri hafa boð- ið upp á fjölbreyttan veruleika og verk efni sem þarf að taka á með festu. Ríkisstjórn Íslands þarf að vera tilbúin að taka ólík sjónar- mið inn í komandi verkefni og með samvinnu stýra þjóðarskút- unni á réttan kúrs. Það er verk okk- ar stjórnarflokkanna og ekki síður minnihlutaflokkanna að sýna að við stöndum undir þeirri ábyrgð sem okkur var afhent af þjóðinni. Samvinnusáttmáli Sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar slær nýjan tón, í honum felast mörg tækifæri fyrir landið allt. Veruleik- inn sem blasir við nú í upphafi þessa kjörtímabils er allt annar en við stóðum frammi fyrir árið 2017. Við ritun stjórnarsáttmálans var tek- inn góður tími til að fara yfir liðið tímabil og skilar það sér í metnað- arfullum sáttmála þar sem finna má leiðarstef um efnahagslegar og fé- lagslegar framfarir, vernd umhverf- is, kraftmikla verðmætasköpun, jafnrétti kynjanna og síðast en ekki síst jafnvægi byggða og kynslóða. Í sáttmálanum má finna margar megináherslur Framsóknarmanna. Grænar fjárfestingar, jöfnun tæki- færa um allt land og áhersla verð- ur lögð á jafnvægi efnahagslegra samfélagslegra og umhverfislegra þátta. En umfram allt má finna að í sáttmálanum ríkir bjartsýni til komandi ára. Uppbygging byggða Tryggja má jafnvægi byggða með öflugum samgöngum, þjónustu og atvinnu ásamt því að byggja upp innviði um allt land. Það var gert á síðasta kjörtímabili, en þá var lyft grettistaki í samgöngumálum í NV- kjördæmi. Í augsýn er nútímavegur allan hringveg nr. 60 ásamt því að unnið er að endurbótum á mörgum köflum á Vestfjörðum og einbreið- um brúm fækkað. Hafin er breikk- un Vesturlandsvegar, lagt hefur verið aukið fé í tengivegi og samið hefur verið um byggingu stærri samgöngumannvirkja víða um land í gegnum fjárfestingarverkefni. Áfram skal halda, við Fram- sóknarmenn göngum ekki frá borði í miðju verki. Við verðum áfram með öflugan ráðherra málaflokks- ins þar sem Sigurður Ingi situr í nýju innviðaráðuneyti sem tekur fleiri mikilvæga þætti inn til sín. Skapa á meiri festu um gerð jarð- ganga og að því tilefni er áætlað að móta jarðgangaáætlun þar sem horft er til framtíðar en ekki geð- þóttaákvarðana og valdamisræmi milli landsvæða. Undirbúningi Sundabrautar verður framhaldið með það að markmiði að hún opni fyrir umferð innan áratugs. Biðin er senn á enda. Í nýja sáttmálanum má finna sterkan vilja til að styðja við byggða- þróun og valfrelsi í búsetu. Meðal annars er horft til að störf hjá ríkinu verði í auknum mæli án staðsetn- ingar og sett verði markmið um hlutfall opinberra starfa á lands- byggðinni. Í því samhengi verður stutt við starfsaðstöðu og klasasam- starfs hins opinbera og einkaaðila á landsbyggðinni. Stefna Framsókn- ar hefur lengi verið að beita þurfi hagrænna hvata í byggðaþróun m.a. í gegnum Menntasjóð náms- manna. Fjárfesta í fólki Áherslan næstu ár er á fólkinu í landi og nýta auð íslensks samfé- lags hvar á landinu sem fólk býr. Hvert samfélag og hver einstak- lingur skiptir máli. Öflugt vel- ferðarkerfi er undirstaða jöfnuðar. Vinna að kerfisbreytingum í þágu barna í samræmi við lög um sam- þættingu þjónustu í þágu farsæld- ar barna heldur áfram. Nýta skal sömu hugmyndafræði til að sam- þætta þjónustu annarra hópa eins og eldra fólks, það mun skila okk- ur betri lýðheilsu og meiri virkni út lífið. Þjóðin er að eldast og því þarf sérstaklega að huga að þessum þátt- um til að virkni eldra fólks í sam- félaginu sé virtur. Það þarf að auð- velda fólki að búa lengur heima. Samþætting þjónustu er nauðsyn- leg til að ná fram virkni og aukinni þátttöku eldra fólks í lifandi samfé- lagi. Næstu vikur verða aðventa nýs þings. Það var gott að fá öflugan stuðning við áframhaldandi upp- byggingarvinnu og mikilvæg verk- efni sem bíða. Nú höldum við áfram næstu fjögur ár við að byggja betra samfélag. Halla Signý Kristjánsdóttir. Höf. er 7. þingmaður NV kjördæmis Aðventa komandi kjörtímabils Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.