Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 27 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Dagur í lífi... Nafn: Rebekka Sóley G. Hjaltalín Fjölskylduhagir/búseta: Gift Kristjáni Lár og saman eigum við tvær stelpur, Ásu Valdísi og Kristrúnu Bjarn- eyju. Búsett í Stykkishólmi. Starfsheiti/fyrirtæki: Versl- unarstjóri Kram í Stykkis- hólmi. Áhugamál: Crossfit, útivera, innanhússhönnun og samvera með uppáhalds fólkinu mínu. Dagurinn: Föstudagurinn 3. desember 2021. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vakna yfirleitt um 7:30, klæði mig og fer á Crossfit æfingu með elsku bestu Hildi vinkonu minni klukkan 8. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Ég borða yfirleitt ekki neitt á morgnana en ef ég geri það er það eitthvað létt t.d. ávextir eða jógúrt. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég mæti alla virka daga klukkan 12 og er til klukkan 18. Misjafnt hvort ég fari á bíl eða labbandi. Fyrstu verk í vinnunni? Fyrstu verk eru yfirleitt að svara tölvupósti og ganga frá pöntunum sem hafa borist í gegnum vefverslun. Hvað varstu að gera klukk- an 10? Klukkan 10 er ég yfir- leitt að koma heim af morgun- æfingu, fer í sturtu og græja mig fyrir daginn. Hvað gerðirðu í hádeg- inu? Í hádeginu reyni ég að fá mér eitthvað hollt og gott að borða og mæti svo í vinnu klukkan 12. Hvað varstu að gera klukk- an 14? Afgreiða í búðinni. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Við lokum klukkan 18 og ger- um upp. Síðan reynum við að fylla á það sem hefur selst, þrífa og fleira tilfallandi. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Eftir vinnu fór ég heim og bakaði föstudagspizzu með fjölskyldunni. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Pizza og við hjálp- uðumst öll að. Hvernig var kvöldið? Kvöldið var mjög notalegt, popp, nammi og góð jóla- mynd með fjölskyldunni. Hvenær fórstu að sofa? Klukkan 23. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Ég tók úr þvottavél- inni og burstaði tennurnar. Hvað stendur upp úr eft- ir daginn? Samvera með fjöl- skyldunni og góður vinnudag- ur. Eitthvað að lokum? Sendi öllum vinum og ættingjum kærar kveðjur um gleðileg jól og þakka árið sem er að líða. Verslunarstjóra Kram í Stykkishólmi Nýverið urðu stjórnarskipti í hesta- mannafélaginu Dreyra sem á starfs- svæði sitt á Akranesi og í Hval- fjarðarsveit. Nýr formaður er Ása Hólmarsdóttir en hún tekur við af Fjólu Lind Guðnadóttur. Varafor- maður stjórnar er Sigurður Arnar Sigurðsson og aðrir stjórnarmenn Óttar Ellingsen, Þorsteinn Hörð- ur Benónýsson og Ásta Marý Stef- ánsdóttir. Varamenn í stjórn eru Hjálmar Þór Ingibergsson og Vikt- oría Gunnarsdóttir. Fyrr á þessu ári lauk reisingu og frágangi nýrrar reiðhallar Dreyra á Æðarodda. Félagsmenn hafa undanfarna daga unnið við ýmsan frágang innanhúss og þess vænst að höllin verði formlega vígð á næst- unni. Nýja reiðhöllin mun gjör- breyta aðstöðu hestamanna til þjálfunar og keppnishalds. Sjálft húsið er límtréshús, 1.250 fer- metrar að grunnfleti; 25 metra breitt og 50 metra langt. Það er Fasteignafélag Akraneskaupstaðar sem er formlegur eigandi hússins en gerður var langtímasamningur um reksturinn við Dreyra. Það er sambærilegt rekstrarform og milli Akraneskaupstaðar og Golfklúbbs- ins Leynis um Frístundamiðstöðina við Garðavöll. mm Ný stjórn Dreyra og brátt ný reiðhöll Reiðhöllin á Æðarodda. Höllin er 1250 fermetrar að flatarmáli. Nú er unnið að lokafrágangi innanhúss. Ljósm. Dreyri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.