Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 29
Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur
í Reykholti
Sími 433 8000
www.snorrastofa.is
snorrastofa@snorrastofa.is
Þriðjudagur 14. desember 2021
kl. 20 í Bókhlöðu Snorrastofu
Upplestur og umræður
um nýútkomnar bækur
Snorrastofa í Reykholti
Bókakynning Snorrastofu
Dagskrá
· Ingólfur Eiríksson kynnir:
Stóra bókin um sjálfsvorkunn og
ljóðabókina Klón – eftirmyndasaga
· Guðrún Steinþórsdóttir kynnir:
Raunveruleiki hugans er ævintýri
· Haukur Ingvarsson kynnir:
Fulltrúi þess besta í bandarískri
menningu og ljóðabókina
Menn sem elska menn
· Guðrún Ingólfsdóttir kynnir:
Skáldkona gengur laus
Aðgangur ókeypis Verið velkomin
Bókaútgáfan Hólar • holabok.is • holar@holabok.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
1
TVÆR FRÁBÆRAR
JÓLABÆKUR!
FUGLADAGBÓKIN 2022
Glæsileg dagbók, prýdd einni
fuglamynd, ásamt fróðleik,
fyrir hverja viku.
Algjör gersemi!
SPÆJARAHUNDURINN
Skemmtileg og spennandi
bók fyrir alla krakka!
Í síðustu viku ritaði Ingi Hans Jóns-
son í Grundarfirði á FB síðu sína
nokkuð hvassyrta færsla og send-
ir drápu til nágranna sinna nokkru
austar um meinta ofnotkun á Eyr-
byggju nafninu. Þar skrifar Ingi
m.a.: „Eitt er það að stela harð-
fiski og karamellum eða einhverju
stærra, en það er kallað glæpur.
En það er bara smáglæpur miðað
við það að stela persónu, einkenn-
um eða orðspori. Nú virðist Firma-
skrá hafa samþykkt að í Helgafells-
sveit megi vera til félag sem heit-
ir Eyrbyggja sögufélag. Þrátt fyrir
að í Grundarfirði hefur verið starf-
andi skráð félag undir nafninu Eyr-
byggja Sögumiðstöð.“ Hann skrifar
að vel megi vera að opinberir starfs-
menn Skattsins skynji augljósan
mun á félögum þessum, stofnskrám
og verkefnum. „En heimamenn í
Helgafellssveit hljóta að hafa tek-
ið eftir þeirri athygli [sem] það fé-
lag hefur fengið og margvísleg-
um viðurkenningum sem það hef-
ur hlotið. Félag þeirra Helgfellinga
er því bara tilraun til að njóta orð-
sporsins,“ skrifar Ingi Hans.
Þegar flett er upp í Firmaskrá
kemur í ljós að síðastliðið sum-
ar var stofnað og skráð félag með
heitinu Eyrbyggjasögufélag, rit-
að í einu orði. Forráðamaður þess
er Jóhannes E Ragnarsson stjórn-
arformaður, bóndi á Hraunhálsi.
Blaðamaður Skessuhorns heyrði
hljóðið í Jóhannesi daginn eft-
ir að Ingi Hans birti færslu sína.
Kvaðst Jóhannes afar leiður yfir
þessum skrifum og þau hafi kom-
ið honum í opna skjöldu. „Ég var
ofboðslega sár þegar ég heyrði af
þessu og þeim tóni sem þarna kveð-
ur við. Við sóttum um og fengum
úthlutað nafni í Firmaskrá síðasta
sumar. Svo veit ég ekki meir og
taldi hreint ekkert vesen hafa fylgt
skráningu þessa nýja félags okkar
hér í Helgafellssveitinni. Enginn
hefur haft samband við mig út af
því og því var það ekki fyrr en ég
les færsluna að ég sé að nafn okkar
er nærri þessu félagi sem skráð er í
Grundarfirði en ég hef einfaldlega
ekki heyrt um,“ segir Jóhannes.
Hann segir að Eyrbyggjasögufélag
undirbúi nú sýningu um Eyrbyggja
sögu sem sett verður upp í félags-
heimilinu Skildi. Verkefnisstjóri er
Anna Melsted hjá Anok margmið-
lun. „Eins og gefur að skilja þurft-
um við að stofna félag til þess með-
al annars að geta sótt um styrki
vegna væntanlegrar sýningar. Það
var alla tíð nokkuð augljóst að þetta
yrði nafnið sem það félag fengi. Við
héldum kynningarfund um málið 1.
mars á þessu ári og þar kom meðal
annars Ingi Hans. Hann lét þau orð
falla á fundinum að sögusýning um
Eyrbyggju ætti hvergi betur heima
en í Helgafellssveit. Þannig að nú
kem ég af fjöllum,“ segir Jóhannes
E Ragnarsson.
mm
Skeljungur hf hefur hætt rekstri
Kvikk on the go á Akranesi og sagt
upp öllum tólf starfsmönnum versl-
unarinnar. Fjórir hafa verið í fullu
starfi og átta í hlutastarfi. Skeljung-
ur hf hefur ákveðið að leigja stöð-
ina til fyrirtækisins Sbarro. Að sögn
Steingríms Bjarnasonar, eiganda
Sbarro á Íslandi, verður boðið upp
á ferskan og alvöru ítalskan mat
í opnu eldhúsi auk þess að vera
með sjoppu á staðnum. Þá segir
Steingrímur að ætlunin sé að vera
með glæsilegan ísbúðarrekstur og
annars konar heitan mat eins og
samlokur, pylsur og hamborgara.
Einnig verður alltaf rjúkandi heitt
kaffi á könnunni og segir Stein-
grímur að þau hlakki gríðarlega til
að opna nýjan stað á Akranesi en
Bensínstöðin Orkan verður áfram á
svæðinu. Stefnan er að opna strax
eftir áramót.
vaks
Nafn Eyrbyggju kemur við sögu
Í dulúðugu Berserkjahrauni í
Helgafellssveit. Nafnið Berserkjahraun
kemur úr Eyrbyggjasögu en þar segir
frá að bóndi einn í Bjarnarhöfn hafi
flutt tvo sænska berserki til landsins.
Hann bað síðar bróður sinn, Víga-Styr,
að taka við berserkjunum en hann
bjó hinum megin við hraunið. Annar
berserkinn varð ástfanginn af dóttur
Víga-Styrs og vildi giftast henni. Víga-
-Styr gerði samning við berserkjann
og sagði að hann yrði að leysa nokkrar
þrautir áður en hann gæti gifst dóttur
sinni. Meðal annars þurftu berserkirn-
ir að ryðja götu í gegnum hraunið til
Bjarnarhafnar. Taldi hann að þetta
gæti aldrei gengið upp. En það rann
á þá berserksgangur og kláruðu þeir
götuna til Bjarnarhafnar á skömmum
tíma. Í stað þess að standa við gefið
loforð drap Víga-Styr berserkina og
gróf þá nærri götunni sem þeir höfðu
lagt. Ljósm. mm.
Sbarro tekur við af Kvikk á Akranesi