Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 202132 Vísnahorn Allar líkur eru á að aðdragandi jól- anna verði ekki með þeim hætti sem til skamms tíma var kallaður „hefð- bundinn“ og gæti það hugsanlega minnt okkur á forgengileik allra hluta. Þó eru engar líkur á öðru en sól hækki á lofti upp úr jólum. Það er allavega hefðbundið ferli og við skulum að minnsta kosti vona að svo haldi áfram. Jólin og aðdragandi þeirra hafa lengi verið mikilvægur þáttur í lífsbaráttu íslenskra kaup- manna og ekki síst lítilla sérversl- ana sem því miður hafa margar látið undan síga í viðureigninni við stóru verslanakeðjurnar. Á kvöldgöngu um Akureyri einhvern tímann á að- ventunni kvað Bjarni frá Gröf: Kvöldin lengjast, hverfur sólin, kalt er í skugganum. Þá birtast okkur blessuð jólin í búðarglugganum. Og á líkar nótur leikur Sigmund- ur Benediktsson: Í Mammonsveldi kærleiks hug- sjón kól, það knýr á fast að lýður glysið borgi. Þó meistarinn gæfi máttug friðarjól, maðurinn gerði þau að sölutorgi. Þegar jólahátíðin nálgast verð- ur okkur ljóst hvers við höfum far- ið á mis og raunar óskiljanlegt að við höfum getað lifað þó þessi ár án þess að eignast hina aðskilj- anlegustu gæðagripi sem eiga sér það sameiginlegt að verð þeirra er hækkað að heilu þúsundi svo aðeins munar einni eða tveimur krónum. Hallmundur Kristinsson orti ein- hvern tímann á aðventunni: Gerir mýkra geðið mitt og göngu dagsins létta. Jóla þetta og jóla hitt, jóla hitt og þetta. Það er margþekkt bragð aug- lýsenda að finna ný og grípandi nöfn á sína vöru til aðgreiningar frá annarri vöru sambærilegri en þó að sjálfsögðu um flest ómerk- ari að áliti auglýsandans. Stundum tekst þetta vel en stundum miður. Grétari Jónssyni varð að orði þegar hann heyrði auglýsta nýja tegund af hangiketi: Flestan mat ég feginn ét, forðast tel þó beri ,,Heiðursmannahangiket“, - hvað ég jafnan geri. Jólaæðið var á tímabili næsta brjál- æðislegt svo hefði jafnvel slopp- ið með minna. Á einhverjum tíma- punkti meðan það stóð sem hæst orti einn ágætur fjölskyldufaðir: Frúin var á kafi í kökum og komið fram yfir miðnættið. Þá greip hana heljartökum hreingerningarbrjálæðið. Jólin eru hátíð barnanna var oft sagt og ég vona að fólk slái nú ekki slöku við svo þjóðin eigi alltaf nóg af börnum til að gleðja á jólunum: Meðan drjólar seimasól í sínum bólum hýsa, á forlaga hjóli fer á ról ferskeytt jólavísa. Pétur Stefánsson orti hins vegar á aðventunni: Á aðventu er segin saga sem mig ávallt pirrar mjög, í eyrum glymja alla daga óþolandi jólalög. Í desember ég fer á fætur fjörlítill sem síld í dós. Eyðir svefni allar nætur óþolandi jólaljós. Út og suður allir hlaupa. Ærið marga þjakar stress. Eiginkonur ýmsar kaupa óþolandi jóladress. Í ótal magni æ má heyra auglýsingar fyrir jól. Losar merginn oft úr eyra óþolandi barnagól. Húsmæðurnar hreinsa og sópa, húsið skreyta og strauja dúk. Íslensk þjóð er upp til hópa óþolandi kaupasjúk. Fennir úti, frostið stígur, faðmar að sér dautt og kvikt. Upp í nasir einnig smýgur óþolandi skötulykt. Margir finna fyrir streitu og fá að launum hjartaslag. Yfirbuguð er af þreytu íslensk þjóð á jóladag. Fyrir tíma fjölmiðlanna stytti fólk sér gjarnan stundir við að geta gátur og ekki síst á hátíðum sem voru of heilagar til nokkurrar vinnu nema brýnustu málaverka og kemur hér ein sem mun þó yngri að árum og að ég held eftir Svein Bergsveins- son: Hvað er líkt með hrút og presti heims á mörgu bólunum? Og svarið er náttúrulega: Annatíminn allra mesti er hjá þeim á jólunum. Það er nefnilega einmitt á jólun- um sem annríkið er hvað mest hjá hrútum landsins þó sumir bænd- ur létti aðeins undir erfiði þeirra með sæðingum. Ærnar eru hins- vegar sjaldnast spurðar út í sína hlið á málunum enda orti fjárbóndinn Magnús Halldórsson um eina af sínum afbragðs ám: Hún gerði á granirnar stút og geiflaði munnvikin út. Í raunum oft mædd, þessi rolla var sædd. En vildi þó heldur fá hrút. Georg Jón Jónsson sendi mér þessa jólakveðju fyrir nokkrum árum og ætli það sé ekki rétt að áframsenda hana til lesenda minna eða „forwardera“ eins og það heitir víst nú orðið: Jólanna hátíð heillar á ný með hangiketi og skötunni. Farið er varlega um fjárhúsin því frelsarinn liggur í jötunni. Þetta er nú afmælishátíðin hans en hún er að drukkna í glaumn- um og verslunaræði hvers vinnandi manns er viljugur berst með straumnum. En fögnuður ríkir og friðarins spor fetum við án þess að hræðast. Biðjum um gæsku og gróandi vor þegar guðslömbin eiga að fæðast. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Farið er varlega um fjárhúsin því - frelsarinn liggur í jötunni Síðastliðinn sunnudag var boðið upp á notalega stemningu í Rjóma- búinu á Erpsstöðum í Dölum. Auk heimafólks voru nokkrir aðilar með sölubása. Tilboð var á ýmsum vör- um; úrval af jólatrévöru frá Ástu Ósk og Skyrgámur mætti á svæðið og heilsaði upp á gesti. „Minnum á að í vetur er opið eftir samkomu- lagi, úrval af ostum, ís og ýmissi gjafavöru,“ segir í tilkynningu. mm Dagur reykskynjarans var síðastliðinn miðvikudag, 1. desember. Þessi litlu og ódýru tæki geta gert kraftaverk en það þarf að hlúa að þeim. Góð regla er að nota aðventuna til að yfirfara reyk- skynjara á heimilinu. Það þarf að skipta um rafhlöðu, endurnýja bilaða reyk- skynjara og fjölga þeim ef þarf. Reyk- skynjara skal hafa í öllum svefnher- bergjum, miðrými, þvottahúsi og bíl- geymslu. Svo er góð regla að prófa reykskynjara að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. Reykskynjarinn er ódýrt öryggistæki, en aðeins ef hugsað er um að hann sé í lagi. mm Út er komin bókin „Tónar á ferð“ – Söngbók eftir tónlistarkonuna Valgerði Jónsdóttur, Bæjarlista- mann Akraness 2021. Í bókinni er að finna nótur að lögum sem Val- gerður hefur samið á undanförnum árum og útsett fyrir barna- og ung- mennakóra. Valgerður er einnig höfundur flestra af ljóðunum við lögin en einnig eru ljóð eftir Brynju Einarsdóttur, Guðmund Kristjáns- son, Hannes Hafstein og fleiri í bókinni. Valgerður starfar sem kór- stjóri Karlakórsins Svana og Skóla- kórs Grundaskóla á Akranesi. Hún hefur nýtt mörg laganna í kennslu og kórastarfi í gegnum árin. Í bók- inni eru einnig níu lög sem henta vel í tónlistarvinnu með leikskóla- börnum og yngstu nemendum grunnskóla, með hugmyndum að leikjum og hljóðfæraleik. Upptökur að mörgum laganna er að finna á tónlistarsíðum Valgerð- ar á Spotify, YouTube og facebook síðunni Music a la Vala. Hægt er að panta bókina hjá Valgerði gegn- um netfangið valgerdur76@gma- il.com. Einnig verður hún fáanleg í nokkrum af verslunum Pennans Eymundsson m.a. á Akranesi og Tónastöðinni í Reykjavík. Föstudaginn 10. desember milli klukkan 17 og 17.30 ætla Valgerð- ur og Sylvía dóttir hennar að flytja lög úr bókinni í verslun Pennans Eymundsson á Akranesi. Allir eru hjartanlega velkomnir að kíkja við. -fréttatilkynning Nú er rétti tíminn til að yfirfara reykskynjarana Jólastemning á Erpsstöðum Forsíða bókarinnar Tónar á ferð. Tónar á ferð – ný söngbók eftir Valgerði Jónsdóttur Valgerður Jónsdóttir. Ljósm. Sigtryggur Ari Jóhannsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.