Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 202128
Ein af bókunum sem gefnar hafa
verið út í haust er Guðni á ferð og
flugi. Í bókinni sem Bjartur gefur
út fer Guðni Ágústsson fyrrverandi
ráðherra með lesandann í ferðalag
um hinar dreifðu byggðir Íslands
og heimsækir fólk. Fyrir utan að
vera skemmtilegir og forvitnileg-
ir viðmælendur fást gestgjafar við
spennandi og oft á tíðum nýstár-
leg viðfangsefni sem styrkja lífið í
sveitunum. Í þessum heimsóknum
er Guðni yfir og allt um kring og
hin landskunna „guðníska“ skýt-
ur hvað eftir annað upp kollinum.
Guðjón Ragnar Jónasson fylgdi
Guðna á þessum ferðum og hef-
ur skrásett á aðgengilegan og gríp-
andi hátt það sem á daga þeirra
dreif. Hér birtum við stuttan kafla
úr bókinni þar sem Guðni spjallar
við Grindvíkinga á veitingahúsinu
Bryggjunni.
Kjöthvarfið mikla
Þá komum við að kjarna máls-
ins: Markmið heimsóknarinnar á
Bryggjuna var meðal annars að ræða
eitt frægasta óupplýsta lögreglu-
mál bæjarins, kjöthvarfið mikla árið
1991, þegar lögreglan innsiglaði
125 kjötskrokka í frystigámi sem
slátrað hafði verið í snyrtilegu at-
vinnuhúsnæði.
Guðni kvaðst hafa vitað að
Íslendingar hefðu slátrað sínu sauð-
fé í þúsund ár „nánast í fjárhúsun-
um eða í hlaðvarpanum eins og við
gerðum á Brúnastöðum, blóðugir
til axla. Þið ákváðuð að grípa til
þess sem nú er talað um að bænd-
ur eigi að gera. Þið ákváðuð að taka
hér iðnaðarhús og setja upp svona
bara flott sláturhús.“
Nú tók Hermann Ólafsson frá
Stað til máls: „Málið var þannig að
við í Stakkavík kaupum iðnaðarhús
hérna upp frá, flísalagt og flott, og
við ákveðum að fara með slöktun-
ina þangað. Svo koma þarna menn
– og við erum með vambirnar í kör-
um fyrir utan – og segja að það væri
réttast að kæra okkur. Daginn eftir
er búið að innsigla húsið að kröfu
heilbrigðiseftirlitsins.“
Hugsunin var sú að flytja slátr-
unina í gott og vel útbúið húsnæði
í stað þess að vera að bauka við
slátrun á moldargólfinu í fjárhús-
inu. Húsnæði þetta var þó ekki lög-
legt sláturhús en samkvæmt lög-
um mega bændur á lögbýlum nú
slátra heima til eigin neyslu. Hér
voru Grindvíkingar á gráu svæði
en töldu að nýja húsið væri mikið
framfaraskref.
Í framhaldinu kvað Heilbrigð-
isnefnd Suðurnesja upp sinn dóm:
Kjötið skyldi afhent eigendunum.
En yfirdýralæknir var ekki á sama
máli og kærði ákvörðun nefndar-
innar til heilbrigðisráðuneytisins.
Sighvatur Björgvinsson var þá heil-
brigðisráðherra og leitaði ráðu-
neytið úrskurðar Hollustuverndar
sem sagði að farga skyldi kjötinu og
eftir því áliti fór Sighvatur. Dráttur
varð á förgun kjötsins og þann tíma
nýttu Grindvíkingar og réðu ráðum
sínum. Þeir voru sko ekki á því að
láta vestfirskan krata segja sér fyr-
ir verkum. Lífsbjörg útvegsbænd-
anna hafði verið gullið sem þeir
sóttu í greipar Ægis og kjötið sem
þeir fengu af ánum sem þeir beittu
í fjörurnar í kringum Grindavíkina
og á heiðarnar fyrir ofan bæinn.
Í stuttu máli sagt var innsigli
gámsins rofið meðan Sighvatur
beið eftir áliti Hollustuverndar og
skrokkarnir hurfu. Við tók æsileg
atburðarás sem jafnaðist alveg á
við hina bestu bandarísku spennu-
mynd. Afdrif kjötskrokkanna eru
þó enn á huldu þó svo margir viti
sannleik málsins. Málið var við-
kvæmt á sínum tíma og þegjandi
samkomulag allra í millum að hafa
það ekki í hámæli. Leyndarmálið
þjappaði fjáreigendum saman en
Grindvíkingar eru þekktir fyrir
glaðværð og samstöðu. Það var ekki
þeirra háttur að láta beygja sig.
Hér upplýstist það sem reynd-
ar var á flestra vitorði, að nokkrir
fjáreigendur stálu kjötinu. Hverj-
ir það voru látum við liggja á
milli hluta. Þeir fóru að kvöldi til
á stórum Econoline inn í húsnæði
Stakkavíkur, þar sem kjötgámurinn
var geymdur innsiglaður, rufu inn-
Jóladagatal Akurnesinga, Skaginn
syngur inn jólin, hefur farið vel
af stað og enn og aftur sannast að
Skagamenn eiga frábært tónlist-
arfólk. Upptökur fóru fram í Bíó-
höllinni á Akranesi í nóvember.
Auk kynnanna, Óla Palla og Hlé-
dísar, kom vaskur hópur að verk-
efninu, alls 12 manns. Húsbandið
samanstendur af Birgi Þóris-
syni, hljómsveitarstjóra og hljóm-
borðsleikara, Birgi Baldurssyni,
trommara, Reyni Snæ Magnús-
syni á gítar og Sigurþóri Þorgils-
syni á bassa. Kvikmyndataka var
í höndum Arnars Óðins Arnþórs-
sonar og Snorra Kristleifsson-
ar. Tæknistjóri var Ingimar Elf-
ar Ágústsson og um hljóðupp-
töku og hljóðvinnslu sá Sigurður
Ingvar Þorvaldsson. Heiðar Mar
Björnsson stýrði kvikmyndatöku
og sá um samsetningu. Þá má
ekki gleyma Sigrúnu Ríkharðs-
dóttur sem tók á móti flytjendum
í Bíóhöllinni af miklum myndar-
skap.
Fjölbreytileikinn og breiddin
hefur birst ágætlega í þeim glugg-
um sem opnaðir hafa verið. Fyrst
í röðinni var hin tíu ára gamla
Aðalheiður Ísold Pálmadóttir
sem flutti lagið um Jólaköttinn.
Næstur í röðinni var Sigursteinn
Hákonarson, Steini í Dúmbó,
sem söng Jólaljósin ljóma. Berg-
ur Líndal opnaði þriðja glugg-
ann með laginu I‘ll be home for
Christmas. Fjórða gluggann opn-
aði Geir Harðarson með frum-
samda laginu Jólasögu. Tuttugu
og tveir, sjö ára nemendur í for-
skóla Tónlistarskólans á Akranesi
opnuðu fimmta gluggann með
laginu Jólin alls staðar. Gunnar
Már Ármannsson opnaði sjötta
gluggann með laginu Happy
Xmas (War Is Over) og í gær
opnaði Inga María Hjartardótt-
ir sjöunda gluggann þar sem hún
söng lagið Jólin eru að koma.
Gluggarnir verða síðan opnað-
ir hver af öðrum, sá síðasti á að-
fangadag. Óli Palli og Hlédís vilja
koma á framfæri kærum þökkum
til allra þeirra sem komu að verk-
efninu og studdu það á alla lund.
Myndbönd með flutningnum má
finna á Facebook síðunni Skaginn
syngur inn jólin. frg
Skaginn syngur inn jólin fer vel af stað
Aðstandendur Skaginn syngur inn jólin í Bíóhöllinni. Ljósm. aðsend.
Guðni á ferð og flugi - ræddi meðal annars
um kjöthvarfið stóra í Grindavík
siglið, fylltu bílinn af kjötskrokk-
um og fluttu kjötið inn í Garð.
Síðan lokuðu þeir kjötgámnum
og límdu aftur innsiglið. Þeir fóru
Reykjanesleiðina út í Garð með
drekkhlaðinn bílinn en um miðja
nótt komu þeir til baka í gegnum
Keflavík og minnist Hermann þess
að þar hafi lögreglan ekið á eft-
ir þeim í reglubundnu eftirliti um
miðja nótt. Sem betur fer stoppaði
hún ekki bílinn, beygði af inn á plan
lögreglustöðvarinnar og varð þeim
félögum þá mjög létt. Ef þeir hefðu
verið stoppaðir hefðu þeir skilið
eftir sig spor sem lögreglan hefði
síðar getað rakið.
Mánuði síðar settu þeir félagarn-
ir síðan ránið á svið. Ákveðið var
að einn úr þeirra hópi myndi fara
í Hveragerði, hringja þaðan úr tí-
kallasíma og tilkynna að kjötið væri
horfið úr gámnum. Sem hann og
gerði og lagði síðan tólið snarlega
á. Um líkt leyti hafði félagi hans
rofið innsiglið í Stakkavíkinni.
Lögreglan mætti í framhaldinu
á svæðið og greip í tómt. Í kjölfar-
ið upphófst síðan mikil rannsókn
og voru ýmsir yfirheyrðir en allir
neituðu sök. Ránið var sviðsett og
allir höfðu sína fjarvistarsönnun.
Hermann á Stað, sem sagði okk-
ur söguna, var til að mynda í brúð-
kaupi bróður síns þegar ránið
var „framið“ og hafði því trygga
fjarvistarsönnun. Hér er þó ekki
tekin nein afstaða til þess hvort
Hermann hafi nokkurn tíma kom-
ið nálægt sjálfu kjöthnuplinu. En
hann kunni söguna og sennilegast
sannast aldrei hverjir voru þarna að
verki.
Í framhaldi af ráninu krafðist
Sighvatur ráðherra þess að farið
yrði í allar frystigeymslur í Grinda-
vík. Dómsmálaráðherra sem þá
var Þorsteinn Pálsson stoppaði
það hins vegar af því hann taldi að
málið yrði þá miklu stærra. Þegar
Guðni heyrði af því varð honum
að orði: „Þetta er sennilega stærsta
pólitíska afrek sem Þorsteinn hef-
ur unnið því Sighvati var nú ekki
auðveldlega haggað.“ Var honum
greinilega mjög skemmt yfir sög-
unni.
Ætlun okkar með heimsókn-
inni á Bryggjuna hafði verið að
komast til botns í þessu máli og fá
Grindjána til að tala – sem ætti nú
að vera óhætt, þegar allir ræða um
heimavinnslu og heimaslátrun virð-
ist komin aftur í tísku. Við fengum
söguna beint í æð frá Hermanni
útvegsbónda á Stað, en frábáðum
okkur að vita frekar hverjir hin-
ir seku væru. Þeim töldum við rétt
að sleppa. Stundin á Bryggjunni var
ljúf og kaffið og pönnukökurnar
runnu líka ljúflega niður.
Þegar við vorum á leið út af
Bryggjunni meltum við söguna
frekar. Þar var haft á orði að erfitt
hlyti að hafa verið að finna þýfið
þar sem um kjöt var að ræða; það
hefði sennilegast lent í potti Grind-
víkinga sem gerði sönnunarbyrðina
erfiðari en ella. Samstaða fjár-
eigendanna hefði þó skipt öllu. Um
málið var upphaflega talað í þröng-
um hópi og kannski hafa yfirvöld
bara verið sátt við niðurstöðuna.
Guðni slær málum upp í grín og
segir að þótt Sighvatur Björgvins-
son hafi verið með vígfimari mönn-
um í pólitíkinni og boðið læknama-
fíunni birginn, þá hefði hann ekki
lagt til atlögu við grindvíska út-
vegsbændur; þeir væru fastir fyr-
ir og Sighvatur nógu kænn stjórn-
málamaður til að sjá að sú barátta
myndi tapast. Enda – þegar öllu var
á botninn hvolft – ólíklegt að heil-
brigði þeirra Grindjána hlyti skaða
af þó svo heilbrigðisstimpill hefði
ekki ratað á kjöt þeirra.
Hermann Ólafsson í fjárhúsunum.
Ljósm. úr safni Hermanns Ólafssonar.
Forsíða bókarinnar.
Guðni ræðir við forystukindina Eldingu. Ljósm. Aðalsteinn Árni Baldursson.
Guðni rifjar upp hringinguna á Brúna-
stöðum sem var löng, stutt, stutt, löng.
Ljósm. Ágúst Guðjónsson.