Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 202112 Jólagjöfina færðu í Model Þjóðbraut 1 - Akranesi - sími 431 3333 Gleðjum með gæðum Sænguverasett www.gjafahus.isLemus earsound Holmegaard Kaj Bojesen Api Dutcdelux trébretti Glerups inniskór Á næsta ári munu eiga sér stað mikl- ar breytingar á skipulagi útibúanets Olíuverslunar Íslands, Olís, en starfsmönnum var tilkynnt um þetta fyrir síðustu mánaðamót. Úti- búin sem um ræðir eru á Akranesi, Ólafsvík, Bolungarvík, Grindavík, Reykjanesbæ, Selfossi, Vestmanna- eyjum og Þorlákshöfn. Þá verða jafnframt gerðar breytingar á starf- semi verslunarinnar Rekstrarlands, sem rekin er í Reykjavík. Skessuhorn tók púlsinn á Frosta Ólafssyni, sem er fram- kvæmdastjóri Olís, og spurði hann út í þessar breytingar og í hverju þær fælust? Frosti segir að megin- breytingin felist í því að umbreyta verslunum í afgreiðslulagera og söluskrifstofur. Þannig verði úti- búin rekin á aðeins öðru formi en hefur verið gert hingað til: „Þessi breyting á við um allt land, við höfum rekið nokkur af okkar úti- búum með þessum hætti hingað til, til dæmis á Akureyri, Húsavík og Reyðarfirði og það hefur gef- ið góða raun. Þetta er í raun liður í stærri skipulagsbreytingu sem er að eiga sér stað á stór notendasölu innan samstæðunnar Haga. Þannig er stefnt að því að setja upp nýja einingu innan Haga, en hún hefur starfsemi næsta vor þannig að þetta er ekki að gerast alveg strax. Þessi nýja eining kemur til með að taka yfir ákveðna vöruflokka sem hafa verið á forræði Olís hingað til, þ.e. hreinlætis, rekstrar- og heilbrigð- isvörur. Við erum í raun að hefja undirbúning fyrir þessa breytingu með þessum aðgerðum sem þú nefnir og þær koma til með að eiga sér stað í skrefum. Fyrsta skref- ið er umbreyting á verslunum í af- greiðslulagera og söluskrifstofur, en sú aðgerð kemur til með að eiga sér stað í byrjun febr- úar. Við munum síðan nota næstu mánuði á eftir til að undirbúa flutn- ing á umræddum vöruflokkum og það er gert ráð fyrir að þessi nýja eining hefji starfsemi í vor. Við munum nýta tímann sem að við höfum fram að vori til þess að vinna með okkar viðskiptavinum að því að þessi breyting geti gengið sem allra best fyrir sig. Horft til lengri tíma þá sjáum við tækifæri til þess að efla okkur á báðum vígstöðvum með skýrari fókus og þjónustuskipulagi sem stenst tímans tönn. Þannig sjáum fram á að þessi breyting geri okkur kleift að viðhalda þessu sterka þjónustuneti sem við höfum haft úti á landi til lengri tíma. Með það í huga þá horfum við á þetta sem skipulagsbreytingu sem stend- ur vörð um þá stefnu Olís að veita þjónustu um allt land og styðja við okkar viðskiptavini.“ Ákveðin sóknarfæri Frosti segir einnig að það verði vafalítið einhver blæbrigðamun- ur á milli útibúa í tengslum við megináherslur í vöruúrvali, en reynt sé að samræma þetta að því marki sem unnt er. „Markmiðið er í raun að samræma þetta skipulag um allt land, þ.e. að við séum með afgreiðslulagera og söluskrifstof- ur til að þjónusta viðskiptavini okkar. Við sjáum ákveðin sóknar- færi fólgin í því að auka sveigjan- leika okkar starfsfólks til þess að sækja viðskiptavininn meira heim og veita þjónustuna á þann veginn. Við komum til með að endurskoða vöruúrvalið að einhverju marki og sú vinna er í gangi. Að sama skapi verður lögð aukin áhersla á vefsölu, en við erum að fjárfesta umtals- vert í þeirri breytingu. Auðvitað er markmiðið hjá okkur að þetta þjón- ustuskipulag standist tímans tönn sem allra lengst og með þessari breytingu þá erum við að mæta þeim framtíðaráskorunum sem eru í farvatninu hvað varðar orku- skiptin og minnkandi umfang elds- neytissölu á næstu áratugum. Hug- myndin er að sníða þetta skipulag þannig að við höfum styrkleika og sveigjanleika til að mæta breytt- um tímum og þannig að við get- um viðhaldið þessari mikilvægu nærþjónustu. Verslunarrekstur- inn sem slíkur dregur talsvert úr sveigjanleika þjónustuskipulagsins, en við ætlum að útfæra þetta eft- ir þörfum hvers svæðis fyrir sig. Við vonum því að þessi breyting, horft til lengri tíma, viðhaldi þjón- ustu gagnvart viðskiptavinum í því formi sem hentar best á hverju svæði.“ Frosti segir að þessum breyting- um fylgi óumflýjanlega einhverj- ar uppsagnir. Breytingarnar verða misjafnar eftir einingum en hluti af starfsfólkinu færist yfir í þessa nýju einingu innan Haga þegar tilfærslan eigi sér stað. En eru þetta ekki kaldar kveðjur til starfs- manna í miðjum faraldri sem hafa margir mjög langan starfsferil að baki og mikla tryggð við fyrirtæk- ið? „Það er aldrei auðvelt að fara í breytingar sem fela í sér uppsagnir. Olís kann ótvírætt að meta tryggð og frammistöðu starfsfólks sem að starfar hjá okkur þannig að það er ekki léttbært af okkar hálfu að missa gott starfsfólk í tengslum við þessar breytingu. En við vonum auðvitað að þetta sé til þess fallið að efla fé- lagið til lengri tíma á þeirri vegferð að halda uppi sterki og góðri þjón- ustu við nærsvæðin úti á landi.“ segir Frosti að lokum. vaks Uppsagnir og breytingar gerðar á útibúaneti Olís Olís og Rekstrarland í Ólafsvík. Ljósm. af.Útibú Olís við Suðurgötu 10 á Akranesi. Ljósm. vaks. Frosti Ólafsson fram- kvæmdastjóri Olís.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.