Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 202116 Til sölu heimagert handverk Jólatré og Jólaskraut Eplahaldari fyrir fugla Kornpallar Fuglahús Hafið samband í síma 868-4410 fyrir frekari upplýsingar Erling Markús, Ægisbraut 11, Akranes Sími 868-4410 TRÉHÚSIÐ HANDVERK Það hefur komið mörgum gamal- grónum Skagamönnum og fleir- um í opna skjöldu hversu mikil- vægt Faxatorg á Akranesi er í sam- göngukerfi bæjarins. Eins og kunn- ugt er standa nú yfir framkvæmd- ir við torgið og hefur það verið lokað frá því um miðjan nóvem- ber. Margir hafa lent í hálfgerðum vandræðum því fara þarf fáfarn- ar hliðargötur til að komast leið- ar sinnar. Þá hafa framkvæmdirn- ar einnig haft áhrif á stoppistöðv- ar strætó. Við upphaf lokunarinnar sást oft til bíla sem einhvern veginn höfðu ratað inn í annars lokað torgið. Var stundum grátbroslegt að fylgj- ast með vandræðum ökumanna en að sjálfsögðu hló enginn að slíku á ritstjórn Skessuhorns en skrif- stofur blaðsins eru einmitt við téð Faxatorg. Þá má oft sjá ökumenn stoppa við hringtorgið og klóra sér í hausnum yfir því hvaða hjáleið sé nú best að fara. Í leiðbeiningum sem Akra- neskaupstaður gaf út við upp- haf lokunarinnar voru tilgreindar hjáleiðir sem nota skyldi. Jaðars- braut, Dalbraut, Esjubraut og fleiri götur voru ætlaðar sem hjáleiðir. Bílstjórar stytta sér hins vegar oft leið yfir nálægt bílastæði við torgið og jafnvel verið dæmi um að menn hafi ekið eftir gangbrautum sem að sjálfsögðu er galið. Slíkt getur haft hættu í för með sér því gang- andi vegfarendur á leið að eða frá bílum sínum geta verið óviðbún- ir þessari auknu og oft á tíðum hröðu viðbótarumferð. Áætlað er að framkvæmdum við torgið ljúki um miðjan desember en veður get- ur haft áhrif á framkvæmdirnar og því nokkur óvissa um hve lengi lok- unin muni vara. frg Miðvikudaginn 1. desember var stór bólusetning í íþróttahúsi Grundarfjarðar. Níutíu skammtar af bóluefni voru blandaðir snemma um morguninn á Akranesi áður en lagt var af stað til Grundarfjarðar. Þegar þessir níutíu skammtar klár- uðust voru starfsmenn Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands iðnir við að blanda meira en alls voru tæp- lega tvö hundruð manns bólusett- ir þennan morgun í Grundarfirði. Eftir hádegi var svo sami háttur hafður á í Ólafsvík en bólusett var í Klifi og var sömuleiðis góð mæting þar. tfk Bílstjórar stytta sér leið um bílastæði Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri þiggur hér örvunarskammt af þaulvönum starfs- manni HVE. Stór bólusetning í Grundarfirði Starfsmenn HVE gera sprauturnar tilbúnar og setja upp aðstöðu til að blanda meira. Bólusetningin gekk mjög hratt og vel fyrir sig en allir þurftu að bíða í fimmtán mínútur áður en þeir héldu á brott. Þór Oddsson lyfjafræðingur og Þórný Alda Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur blönduðu bóluefni þegar tilbúnu skammtarnir kláruðust.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.