Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 23 Pólsk sögustund Biblioteka czyta dzieciom Fimmtudaginn 9. desember kl. 17:00 Serdecznie zapraszamy wszystkich rodzicow ze swoimi dziecmi na godzine czytania dzieciom w bibliotece w Akranes. Czyta: Marta Baurska Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranessofn.is SK ES SU H O R N 2 02 1 Jólamarkaður á Akratorgi Jólamarkaður á Akratorgi verður haldinn helgarnar 11. – 12. des. og 18. – 19. des. Opið verður frá kl. 14:00 – 20:00 Kíktu við á Akratorg og upplifðu jólagleðina á aðventunni. Ný reglugerð hefur tekið gildi sem ætlað er að straumlínulaga leyfis- veitingaferlið við húsbyggingar. Reglugerðin kveður á um upptöku nýs kerfis við flokkun mannvirkja, sem hafa mun bein áhrif á eftirlit sveitarfélaga, meðferð umsókna og útgáfu leyfa vegna allrar mann- virkjagerðar. Nýja flokkunarkerfið þýðir að bygging einfaldari mann- virkja, svo sem frístundahúsa og bíl- skúra, mun ekki lengur vera háð út- gáfu byggingarleyfis, heldur nægir að hafa svokallaða byggingarheim- ild sem mun draga verulega úr flækjustigi í slíkum framkvæmdum. Breytingin er í takti við áform um einföldun stjórnsýslu byggingamála sem fram koma í nýjum stjórnar- sáttmála. Í tilkynningu frá Hús- næðis- og mannvirkjastofnun kem- ur fram að framundan er frekari endurskoðun m.a. með hliðsjón af tillögum OECD sem gagnrýndi fyrra kerfi leyfisveitinga í mann- virkjagerð í samkeppnismati sínu á íslenskum byggingariðnaði á síð- asta ári. Ákvæði sem varða palla, girðingar, skjólveggi og heita potta verða einfölduð. „Markmið með setningu reglugerðarinnar er að draga úr kostnaði við framkvæmd- ir og gera eftirlit með mannvirkja- gerð skilvirkara og einfaldara með því að flokka mannvirki, m.a. eftir stærð, flækjustigi hönnunar og sam- félagslegu mikilvægi. Þannig verð- ur umsóknarferli byggingarleyfis og eftirlit með mannvirkjagerð sniðið að hverjum flokki fyrir sig á þann hátt að umfangslítil mannvirkja- gerð verður mun einfaldari í fram- kvæmd sem ætti að leiða til lægri byggingarkostnaðar.“ Helstu breytingar sem verða samfara gildistöku reglugerðarinnar eru eftirfarandi: Nr. 1. Mannvirki verða flokkuð eft- ir umfangi, eðli og samfélagslegu mikilvægi í þrjá umfangsflokka: a. Í umfangsflokk 1 fellur ein- föld mannvirkjagerð, s.s. bílskúr- ar og frístundahús, sem undanþeg- in verður byggingarleyfi en háð byggingarheimild, sem er nýtt hug- tak í byggingarreglugerð. Í þessum Frístundahús og bílskúrar ekki lengur háð útgáfu byggingarleyfis flokki verður t.a.m. hvorki skylt að skila séruppdráttum við umsókn né er gerð krafa um ábyrgðaryfirlýs- ingu iðnmeistara. b. Í umfangsflokk 2 fellur mann- virkjagerð sem felur í sér flestar almennar framkvæmdir, s.s. ein- býlishús, fjölbýlishús og atvinnu- húsnæði og verður áfram háð byggingarleyfi. c. Í umfangsflokk 3 falla mjög flóknar eða umfangsmiklar fram- kvæmdir, sem hafa jafnvel mik- ið samfélagslegt mikilvægi, s.s. sjúkrahús, skólar og verslunarmið- stöðvar. Þessi mannvirkjagerð verð- ur háð byggingarleyfi og er fyrir- hugað að gera ítarlegri kröfur um eftirlit með hönnun þeirra en áður hefur verið. Nr. 2. Gerður verður skýr greinarmunur á tilkynningaskyldri mannvirkjagerð og mannvirkja- gerð sem undanþegin er byggingar- leyfi, en áður hafði verið fjallað um hvoru tveggja í sama ákvæði. Þá eru ákvæði sem varða palla, girðingar og skjólveggi einfölduð auk þess sem heitir pottar verða nú einung- is tilkynningarskyldir, en voru áður byggingarleyfisskyldir. mm Frístundabyggð í Borgarfirði. kirkjunni einnig altaristöfluna. Það var finnskur listamaður, Lennart Segerstraale, sem málaði altaristöfl- una sem er svokölluð freska. Hún var unnin með þeim sérstaka hætti að hún var öll máluð í blautan múr. Þegar listamaðurinn var að vinna að verkinu var hann alltaf með múrara með sér. Hann múraði alltaf smá blett sem hann ætlaði að mála þann daginn og þannig unnu þeir þetta skref fyrir skref. Þeir voru heilt sumar á kostnað Hvals en Loft- ur var stofnandi Hvals og á með- an honum entist aldur til stjórn- aði hann fyrirtækinu. Systkinin eru tvö, Kristján og Birna og hafa bæði í raun og veru tekið við af foreldr- um sínum og verið ákaflega miklir velunnarar kirkjunnar. Þá hafa fyr- irtækin Hvalur og Venus í Hafnarf- irði áratugum saman lagt kirkjunni til ákveðið framlag á hverju einasta ári. Jón segir að það sem hafi verið gert núna til að bjarga gluggunum sé ómetanlegt. „Tvö síðastliðin ár vorum við að vinna í því að endur- nýja og búa betur um hlífðarglerið. Þeir unnu það fyrir okkur Akurs- menn og gerðu það alveg einstak- lega vel enda voru Þjóðverjarn- ir alveg tilbúnir að gútera það og sögðu að þetta væri mjög vel gert og svona hefðum við þetta áfram. Þess vegna fengum við þá aftur til að taka glerið frá sem að þeir settu upp, þeir bjuggu nýtt utan um fyr- ir glerið allt saman sem þeir gerðu einstaklega vel og unnu með Þjóð- verjunum og gengu svo frá öllu á eftir.“ Ein af höfuðkirkjum landsins Fjórar kirkjur á svæðinu tilheyra Garða- og Saurbæjarprestakalli en það eru Saurbæjarsókn, Leirár- og Melasókn, Innra-Hólmssókn og Garðasókn á Akranesi. Þetta eru fjórar sóknir en eru með sömu prestana og öll prestsstörf eru sam- eiginleg. Saurbæjarkirkja er ein af höfuðkirkjum landsins og er í hópi með Skálholtskirkju, Hólakirkju og fleiri þekktum kirkjum. Ómetanlegur stuðningur Jón segir að þetta sé mikill og stór áfangi í því að halda Hallgríms- kirkju við. „Þetta er lítill söfnuður sem telur um 100 manns og okk- ur er fært það í fangið að halda við þessari kirkju. Við höfum átt mjög erfitt með það en höfum feng- ið framlög til þess undanfarin ár. Þrjú síðastliðin ár höfum við ver- ið að laga kirkjuna að utan. Fyrsta árið var gert við sprunguskemmdir í múrnum og tvö síðastliðin sumur hefur kirkjan verið máluð að utan og lokið var við að mála turninn í sumar. Kirkjan er komin í ágætlega gott stand og þetta er mikill mun- ur frá því hvernig þetta var en fyr- ir þremur til fjórum árum var okk- ur í raun og veru algjörlega að fall- ast hendur yfir að geta ekki komið þessu eitthvað áfram. Sóknarnefnd- irnar fjármagna hverja kirkju fyrir sig en geta sótt um peninga í sjóði hjá Biskupsstofu úr svokölluðum Jöfnunarsjóði kirkna og þar, fyrst og fremst, hefur okkur tekist að fá peninga í sambandi við viðhaldið utanhúss á kirkjunni. Við fengum peninga í 2-3 ár til að vinna í því viðhaldi og hefðum ekki ráðið við þetta annars og það hjálpaði okkur feikilega mikið. Það er gott að eiga góða að og er alltaf þannig og fyrir okkur hér og þessa kirkju er ómet- anlegur stuðningur alls þessa fólks. Það má í raun segja að það hafi ver- ið þannig frá upphafi þegar kirkjan er byggð að þá eru mjög margir vel- unnarar kirkjunnar sem gáfu marga hluti sem eru enn hérna í kirkjunni og sem kirkjan býr alltaf að.“ Vilja fá meira líf í kirkjuna Jón segir að verið sé að reyna að halda þessu í horfinu eins og hægt er: „Það eru allir sammála um það að þetta er merkileg kirkja, kennd við séra Hallgrím Pétursson, og byggð til þess að minnast hans. Hún er nokkurs konar minnisvarði um Hallgrím og okkar hlutverk er að reyna að halda þessu í horfinu og betrumbæta. Þetta er stórt og mikilsvert verk og mikils virði fyr- ir okkur að vera komin í þá stöðu að þetta er allt að komast í lag og liggi ekki undir skemmdum en það var fyrirséð að það væri ekki langt í það. Það var vissulega áfall fyr- ir okkur að þurfa að fara í viðgerð á gluggunum en þetta tókst allt mjög vel. Þá erum við að reyna að efla kirkjuna þannig að það sé alltaf eitthvað um að vera; að reyna að byggja upp gott og fjölbreytt starf hér í kirkjunni. Ég get sagt þér sem dæmi að það kom áhugafólk hing- að til okkar fyrir þremur árum og skipulagði hér sumartónleika. Sumartónleikar hafa síðan verið hér í kirkjunni síðastliðin sumur og tókust til að mynda afar vel í sumar. Við höfum selt inn á þessa tónleika í fjáröflun fyrir kirkjuna og núna í vor var sett upp hljóðkerfi í kirkj- una sem ekki var áður og það var algjörlega kostað með innkomunni af tónleikahaldinu. Samstarfið hef- ur haldið áfram og síðasta sunnu- dag voru aðventutónleikar í kirkj- unni með Diddú og drengjunum. Kirkjur hafa verið nýttar í seinni tíð fyrir tónleika og því tengt. Við eigum að koma svona viðburðum inn í kirkjurnar og nota þessi hús. Við erum öll sammála um þetta og prestarnir eru á sömu skoðun. Við viljum að sem flestir komi inn til að fá meira líf í kirkjuna og hafa þetta á alla vegu sem fjölbreyttast.“ segir Jón að lokum. vaks Hallgrímskirkja í Saurbæ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.