Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 20212 Ný styttist í jólin og allsstaðar er maður minntur á að þau séu vænt- anleg. Hvort sem það er í formi auglýsinga um hvað sé nú best í jólamatinn, hvaða bók eigi að lesa yfir hátíðarnar eða hvaða spariföt henti í boðin sem manni er boðið í um og yfir jól og áramót. Jólahátíð- in er þó fyrst og fremst hátíð fjöl- skyldunnar þar sem fjölskyldur koma saman og eiga gleðistundir saman, borða yfir sig af allskyns góð- gæti, taka létt spil sem er kannski ekki gott fyrir þessa tapsáru eða gleyma sér yfir góðum þáttum eða bíómyndum. Njótum á alla vegu því jólin eru aðeins einu sinni ári, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Á fimmtudag verður austan og suð- austan 8-15 m/sek og rigning eða snjókoma með köflum en úrkomu- lítið fyrir norðan. Hægari um kvöldið. Frostlaust með ströndinni en annars vægt frost. Á föstudag má búast við austlægri eða breytilegri átt 3-10 m/sek og dálítil slydda eða snjó- koma á víð og dreif, einkum suðaust- an til. Hiti breytist lítið og hvessir um kvöldið. Á laugardag er útlit fyrir að það gangi í suðaustan og austan hvassviðri eða storm með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið norðan til. Talsverð úrkoma um landið suð- austanvert. Hiti 1 til 7 stig. Á sunnu- dag og mánudag er gert ráð fyrir suðlægri átt og rigningu eða slyddu með köflum en þurrt á norðaustur- og austurlandi. Kólnar heldur. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvernig líst þér á nýju rík- isstjórnina?“ 31% sagði „Mjög vel,“ 30% sögðu „Illa,“ 24% sögðu „Þokka- lega“ og 14% sögðu „Hef ekki skoðun.“ Í næstu viku er spurt: Hvað gefur þú margar jólagjafir? Skagamenn voru að gera það gott á alþjóða mótum um helgina. Helgi Laxdal Aðalgeirsson spilaði stórt hlutverk með íslenska karlalands- liðinu á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum sem fram fór í Portú- gal. Íslenska karlalandsliðið gerði sér lítið fyrir og nældi sér í silfur á mótinu en þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt karlalið endar á verðlauna- palli á Evrópumeistaramóti í fimleik- um. Þá varð Drífa Harðardóttir tvö- faldur heimsmeistari í aldursflokki 40-44 ára, hampaði gulli í tvenndar- og tvíliðaleik. Helgi Laxdal og Drífa eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Jólablað í næstu viku SKESSUHORN: Jólablað Skessuhorns kemur út í næstu viku, miðvikudaginn 15. des- ember. Það verður jafnframt síðasta blað ársins. Þeim sem vilja koma á framfæri efni eða auglýsingum til birtingar er bent á að frestur til þess er til og með næsta föstudegi. Allar nánari upplýsingar eru gefn- ar í tölvupósti á skessuhorn@ skessuhorn.is eða í síma 433- 5500 á skrifstofutíma. -mm Lyflækningadeild sett í sóttkví AKRANES: Lyflækninga- deild Sjúkrahússins á Akra- nesi var í síðustu viku sett í sóttkví í nokkra daga eftir að þar greindist smit af omíkron afbrigði kórónuveirunnar. Sá sem fyrst greindist með afbrigðið hér á landi lá á deildinni þegar hann smitað- ist. Þórir Bergmundsson um- dæmissóttvarnalæknir á Vest- urlandi sagði í samtali við RUV fyrir helgi að deildin þar sem maðurinn lá hafi ver- ið sett í sóttkví, en þar lágu þá 12 sjúklingar. Engar innlagn- ir og heldur engar útskrift- ir voru því á deildinni á með- an ástandið varði. Starfsfólkið sinnti sínum skjólstæðingum í fullum varnarbúningi. -mm Stofnfundur Heimastjórnarflokksins, sem áætlar að bjóða fram til næstu sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð, verður laugardaginn 11.desember kl: 16:00 í fundarsal Hótels B59. Léttar kaffiveitingar í boði. Heimastjórnarflokkurinn er nýr þverpóli- tískur vettvangur fyrir íbúa Borgarbyggðar sem vilja aukið lýðræði og lausnarmiðaða nálgun verkefna. Hlökkum til að sjá sem flest. Guðjón Ingvi Stefánsson fyrr- verandi framkvæmdastjóri Sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi er látinn, 82 ára að aldri. Guðjón var fæddur og uppalinn í Hvera- gerði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1959 og verkfræðingur frá DTH í Kaupmannahöfn 1968. Eftir nám starfaði hann um tíma sem verkfræðingur hjá Hochtief við hafnargerð í Straumsvík og hjá Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins. Guðjón flutti ásamt fjölskyldu sinni í Borgarnes árið 1973 þegar hann var ráðinn sem fyrsti framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjör- dæmi. Því starfi gegndi hann sam- fleytt til aldamóta. Flutti þá suður og kenndi síðustu starfsárin stærð- fræði við Tækniskólann. Guðjón Ingvi eignaðist þrjú börn með eig- inkonu sinni, Guðrúnu Brodda- dóttur, en þau skildu. Haustið 2019 var haldið upp á fimmtíu ára afmæli Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi með fjölmennri samkomu í Hjálma- kletti. Við þetta tækifæri ávarp- aði Guðjón Ingvi Stefánsson gesti og fór stuttlega yfir sögu samtak- anna sem hann var í forsvari fyr- ir í tæpa þrjá áratugi. Sagði hann að sem ungur verkfræðingur hafi hann verið ráðinn fyrsti fram- kvæmdastjóri SSV og gegnt því starfi fram undir aldamót. Hann hafði nokkru áður en hann var ráðinn í starfið getið sér gott orð fyrir röggsemi sem fram- kvæmdastjóri skákeinvígis aldar- innar þegar Fischer og Spassky áttust við í Laugardalshöllinni. Guðjón rifjaði upp að lagning slitlags á þéttbýlisstaði á Snæfells- nesi hafi verið eitt fyrsta átaks- verkefnið sem SSV beitti sér fyr- ir á starfstíð sinni. Samtökin komu sér einnig upp húsnæði við Bjarnarbraut í Borgarnesi þar sem starfsemin fer enn fram. Aðstæður til reksturs voru gjörólíkar á þess- um mótunarárum SSV, löngu fyrir tölvuvæðingu og sjálfvirkir símar ekki komnir í sveitir. Guðjón rifj- aði upp að fljótlega hafi verið farið að skoða framtíðarstað fyrir sorp- urðun og á vettvangi samtakanna var urðunarstaður valinn í Fífl- holtum á Mýrum og jörðin keypt. Á upphafsárum samtakanna voru sveitarfélög á Vesturlandi 39, en nú eru þau tíu. Guðjón var eftirminnileg- ur samferðarfólki sínu. Gat ver- ið hrókur alls fagnaðar, hávaxinn og hávær, sem helgaðist af því að hann var heyrnardaufur frá barns- aldri og lá því hátt rómur. Hann tók virkan þátt í ýmsu félagsstarfi meðan hann bjó í Borgarnesi og var m.a. afar áhugasamur og fær briddsspilari. Þar kom afburða stærðfræðikunnátta sér vel. Guð- jón fylgdist alla tíð afar vel með þjóðmálum og málefnum líð- andi stundar. Þrátt fyrir að hafa ekki starfað síðustu tvo áratugina í þessum landshluta fór hann viku- lega upp á Landsbókasafn til að glugga í Skessuhorn. Vissi því allt það helsta sem fram fór á svæðinu. Guðjón Ingvi sinnti ýmsum sam- félags- og félagsmálum. Var m.a. þrívegis formaður Heyrnarhjálp- ar, var formaður heilsugæslu- stöðvarinnar í Borgarnesi, sat um árabil í stjórn Heyrnar- og tal- meinastöðvar Íslands, svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Vesturlandi og stjórn verndaðs vinnustaðar. mm And lát: Guðjón Ingvi Stefánsson Enn á ný mun Skessuhorn gang- ast fyrir vali á Vestlendingi ársins. Í lok hvers árs hefur verið kallað eftir tilnefningum frá almenningi um einstakling, eða hóp, sem verð- skuldað gæti þetta sæmdarheiti fyrir framgöngu sína í starfi og/eða leik. Skilyrði er að sá sem tilnefndur er sé búsettur á Vesturlandi. Jafnframt er óskað eftir einni setningu þar sem tilnefning er rökstudd. Fyllsta trúnaðar er gætt varðandi þá sem eru tilnefndir. Ábendingum verð- ur svo safnað saman og sérstök val- nefnd á vegum ritstjórnar Skessu- horns metur þær. Valinu verður síðan lýst í fyrsta blaði nýs árs, mið- vikudaginn 5. janúar 2022. Tilnefningar um Vestlending ársins 2021 óskast sendar sem fyrst á: skessuhorn@skessuhorn.is mm Tilnefningar óskast um Vestlending ársins Á síðasta ári voru Vestlendingar ársins starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimila á Vesturlandi. Hér eru fulltrúar frá fimm af sjö dvalar- og hjúkrunarheimilum með blóm og viðurkenningarskjal. Ljósm. Skessuhorn/glh. Þó að hún sé ekki að segja nei, þýðir það ekki að hún sé að segja já. Ekki vera þessi gaur. Þó að þú hjálpir henni heim, þá skuldar hún þér ekki neitt. Ekki vera þessi gaur. Þó að hún ha sent þér nektarmynd, þýðir það ekki að þú getir sent hana áfram. Ekki vera þessi g . Þú getur ekki stundað kynlíf með rænulausri manneskju. Ekki vera þessi gaur. Hallur Millimetara að koma. Hallur Þó að þú hjálpir henni heim, þá skuldar hún þér ekki neitt. Ekki vera þessi gaur. Hallur Notum þessa á hálfsíðuna Hallur Roger, 255 mm x 200 mm Hallur Hallur Jónasson Er að setja upp setningar miðað við borðana og aðrar auglýsingar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.