Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 202122 Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd var reist af íslensku þjóðinni til minningar um séra Hallgrím Pétursson. Kirkjan er fögur og vönduð bygging og í alla staði hið prýðilegasta guðshús. Hún er reist eftir uppdrætti arki- tektanna Sigurðar Guðmundsson- ar og Eiríks Einarssonar. Kirkjan er steinsteypt og er áferð hennar að utan eins og skarðsúð. Að inn- an eru veggir hlaðnir úr dönskum tígulsteini og er hún eina kirkjan hér á landi sem er þannig innrétt- uð. Að innan er loft klætt völdum harðviði en að utan lagt eiri. Gólf er lagt parketi en altari, bekkir og predikunarstóll úr askviði. Í kirkj- unni eru vönduð og fögur listaverk. Altaristafla kirkjunnar er kalkmál- verk-freska eftir finnska listamann- inn Lennart Segerstraale og kom það í kirkjuna árið 1964. Megin- táknmál listaverksins er Jesús sem ljós heimsins en einnig er brugðið upp mynd af sr. Hallgrími þar sem hann er að yrkja passíusálmana. Á altari kirkjunnar er gamall róðu- kross, talinn vera síðan um 1500 og hefur að líkindum verið í þeirri kirkju sem sr. Hallgrímur þjónaði. Predikunarstóll kirkjunnar er út- skorinn með guðspjallamönnun- um og táknum þeirra og gerði það Ágúst Sigurmundsson, myndskeri. Skírnarfont úr grásteini gerði Ár- sæll Magnússon steinsmiður en skálin er eftir Leif Kaldal. Í kirkj- unni er tólf radda pípuorgel frá Noregi er kom í kirkjuna árið 1968. Allir sjö gluggar kirkjunnar eru myndagluggar af steindu gleri eft- ir listakonuna Gerði Helgadóttur. Myndefni þeirra er meðal annars sótt í passíusálmana og sálminn „Um dauðans óvissantíma“ (Allt eins og blómstrið eina). Fyrir nokkru var lokið við að gera við glerið í þessum steindu gluggum eftir Gerði Helgadóttur og ákvað blaðamaður Skessuhorns að skoða málið betur og hitti að máli Jón Valgarðsson, formann sóknarnefndar Saurbæjarsóknar, í kirkjunni í síðustu viku. Jón segir að upphafið á þessu verkefni hafi verið í september fyrir rúmu ári síðan, en þá hafi Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. sett sig í samband við þau í sóknarnefndinni og sóknar- prestinn og sýnt áhuga fyrir því að það yrði skoðað með viðgerðir á gluggunum: „Þá hafði hann komið hingað með sérfræðingi frá þeirri verksmiðju sem gerði gluggana í upphafi og komið með þá hingað til að skoða gluggana. Það var hans álit að það þyrfti að taka þetta allt í gegn. Gluggarnir komu í kirkjuna árið 1965 og ekkert hefur verið gert með þá síðan. Kristján hafði mikinn áhuga fyrir því að þetta yrði gert og að hans frumkvæði var drifið í því að hafa samband við þessa menn. Þessi maður sem kom og skoð- aði þetta var frá þessari verksmiðju sem framleiddi þetta í upphafi en það er fjölskyldufyrirtæki sem er búið að starfa í marga ættliði. Sá sem er í forsvari þarna núna er af- komandi þeirra Fritz og Ludovikus Oidtmann sem framkvæmdu verk- ið í upphafi og heitir Stefan. Nema hvað að síðan er ákveðið að fara í þetta í samráði við þessa aðila í Þýskalandi og fyrstu dagana í júlí í sumar komu tveir menn, sér- fræðingar frá Þýskalandi, og tóku alla gluggana úr. Bjuggu um þá og pökkuðu þeim saman í sérstakar kistur sem þeir eru með og allt var flutt til Þýskalands í viðgerð. Gler- ið var allt óskemmt en það þurfti að gera allt upp og þá gerðu þeir meira og minna við allt blýið sem heldur þessu saman. Ekta Þjóðverjar Sáuð þið mikinn mun á gluggun- um þegar þeir komu til baka? „Al- veg feikilegan mun enda var þá búið að hreinsa allt upp og maður sá hvað þetta var allt orðið miklu hreinna og bjartara. Gluggarn- ir voru sendir til baka að utan og komu 20. nóvember. Síðan komu tveir menn frá Þýskalandi ásamt mönnum sem hafa verið að vinna við þetta fyrir okkur hjá kirkjunni frá Trésmiðjunni Akri á Akranesi og þeir sáu um að setja hlífðar- gler utan á gluggana, taka þá frá svo hinir kæmust að og ganga svo frá eftir á. Þjóðverjarnir settu alla gluggana í aftur á þremur dög- um og það var magnað að fylgjast með þeim. Þeir unnu þetta þannig að þeir gerðu sér vinnuplan fyr- ir daginn á morgnana og tíma- settu það. Hver rúða átti að fá sinn tíma, alveg ekta Þjóðverjar. Núna er glerið sett í með töluvert öðru- vísi hætti en áður, það er ný tækni sem menn hafa þróað með reynsl- unni og á að duga miklu lengur en gamla glerið sem hefur þó dug- að frá árinu 1965 sem í sjálfu sér er mjög góð ending. Glerið var óskemmt og þeir þökkuðu því að rúðurnar eru ekki svo stórar hver um sig en í sumum kirkjum eru rúðurnar afar stórar.“ Miklir velunnarar kirkjunnar Jón segir að það hafi verið ýmsir góðvinir kirkjunnar sem gáfu þessa glugga alla á sínum tíma og þegar kirkjan var vígð 28. júlí 1957 þá var stóri glugginn sem er á vestur- hliðinni kominn en hann er líka eft- ir Gerði Helgadóttur eins og allir hinir. Það sést að það er annar blær á honum en hann var framleiddur hjá fyrirtæki í París. Þá segir Jón að þeim hafi þótt það skipta miklu máli að það væru sömu aðilar sem framkvæmdu verkið og hefðu gert það í upphafi. Þetta væru fagmenn sem hefðu lært og haldið við þessari tækni mann frá manni en þetta væri mikið verk og dýrt og ljóst að þessi litli söfnuður gæti fjárhagslega ekki ráðið við þetta en þá hafi Kristján boðið þeim að hjálpa til við fjár- mögnunina. Hvernig tengist hann þessari kirkju? „Kristján er góðvinur kirkjunn- ar. Upphafið að góðum tengslum þessarar fjölskyldu við þessa kirkju er þegar kirkjan er byggð en þá er Hvalur hf. með öflugt fyrirtæki hér í sveitinni. Foreldrar Kristjáns, Loftur Bjarnason og Sólveig Svein- bjarnardóttir, voru mikið áhugafólk um þessa kirkjubyggingu. Í upphafi þegar kirkjan er byggð þá kostaði Loftur ansi mikið við framkvæmdir. Hann gaf á sínum tíma allan eirinn á þakið á kirkjunni og síðar gaf hann „Það er gott að eiga góða að“ Lokið er viðgerðum á steindum gluggum Hallgrímskirkju í Saurbæ Jón Valgarðsson er formaður sóknarnefndar. Allt annað er að sjá gluggana eftir viðgerðina. Altaristaflan í Saurbæjarkirkju. Glugginn á vesturhlið kirkjunnar er afar fallegur. Núna er sýning í kirkjunni með biblíumyndum sem eru unnar af listakonunni Önnu Guðrúnu Torfadóttur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.