Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 202114 SK ES SU H O R N 2 02 1 Akraneskaupstaður yfir jól og áramót Athugið að opnunartími er hefðbundinn fyrir utan eftirfarandi daga: Akranesviti 24.-26. desember Lokað 31. desember til 1. janúar Lokað Bæjarskrifstofa 24.-26. desember Lokað 31. desember Lokað Bókasafn Akraness 24.-25. desember Lokað 31. desember - 1. janúar Lokað Íþróttamiðstöðin og Jaðarsbakkalaug 23. desember 06:00-18:00 24. desember 08:00-11:00 25.-26. desember Lokað 31. desember 08:00-11:00 1. janúar Lokað Bjarnalaug Lokað frá 19. desember til og með 3. janúar 2022. Íþróttahús Vesturgötu 23. desember 07:00-15:00 24.-26. desember Lokað 31. desember-2. janúar Lokað Guðlaug 24.-26. desember Lokað 31. desember Lokað 1. janúar Lokað Ásýnd Akranesbæjar hefur tek- ið miklum breytingum undanfarin misseri. Ný hús spretta upp hrað- ar en auga á festir. Fyrirtækið Bestla ehf. sem lauk nýlega við byggingu fjölbýlishússins við Dalbraut 4 byggir um þessari mundir tvö önn- ur fjölbýlishús; Þjóðbraut 3 og 5. Sigurbjörn Hallsson er staðarstjóri Bestlu á Akranesi en hann hóf störf hjá Bestlu í október síðastliðn- um. Sigurbjörn er Borgnesingur að uppruna en áður starfaði hann meðal annars hjá verkfræðistofunni Eflu og Norðuráli. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Sigurbjörn í byrjun vikunnar á vinnustað hans á Akranesi. Að sögn Sigurbjörns er Bestla með 534 íbúðir á ýmsum stigum, í byggingu eða í hönnunarferli, bæði á Akranesi, í Kópavogi og í Reykjavík og nemur heildarflatar- mál þessara íbúða rúmum 80 þús- und fermetrum. Til samanburð- ar má nefna að Smáralind er rúm- lega 62 þúsund fermetrar. Í Kárs- nesi í Kópavogi byggir fyrirtæk- ið nú alls um 330 íbúðir í þrett- án fjölbýlishúsum við Bakkabraut og Hafnarbraut og í Borgartúni í Reykjavík eru 98 íbúðir í byggingu. Íbúðirnar við Þjóðbraut á Akranesi eru 76 talsins. Þessu til viðbótar er hús að Garðabraut 1 á Akranesi í hönnunarferli. Upphaflegar hug- myndir voru um að reisa á þeirri lóð tvö fjölbýlishús, fimm hæða og sjö hæða með 30 íbúðum en að sögn Sigurbjörns er verið að skoða möguleika á einu fjölbýlishúsi í stað tveggja. Segir Sigurbjörn ástæð- una vera að mun hentugra og hag- kvæmara er að hafa bara eitt hús á lóðinni með góðum bílakjallara. Húsið að Dalbraut 4 sem nýlok- ið er við er fimm hæða einingahús með 26 íbúðum og 26 bílastæðum í upphituðum bílakjallara. Þá er á jarðhæðinni þjónustumiðstöð fyr- ir eldri borgara á 1. hæð sem tel- ur 1.328 m2 auk þess sem þar eru bæjarskrifstofur Akurnesinga tímabundið til húsa. Fjölbýlishúsin að Þjóðbraut nr. 3-5 eru tvö fimm hæða staðsteypt fjölbýlishús, með alls 76 íbúðum eins og áður seg- ir. Fjölbýlishúsin eru einangruð að utan og álkædd. Íbúðirnar í húsinu eru 2ja til 4ra herbergja, frá 60 m2 til 125 m2. Uppsteypu á Þjóðbraut 3 er að verða lokið en íbúðir þar verða til- búnar til afhendingar næsta sumar. Verið að leggja lokahönd á seinni steypu botnplötunnar að Þjóð- braut 5 og verður hafist handa við að steypa upp húsið í byrjun næsta árs. Gert er ráð fyrir að uppsteypu Þjóðbrautar 5 verði að mestu lokið í október 2022. Konurnar eru afbragðs starfsmenn Að sögn Sigurbjörns ganga fram- kvæmdir vel og hefur fyrirtækið meðal annars verið að ráða til sín mannskap á Akranesi. „Við erum að leita að fólki og höfum verið í sambandi við Vinnumálastofnun ásamt því að auglýsa,“ segir hann. Ánægjulegt er að Bestla hefur ver- ið að ráða til sín iðnaðarkonur og hvetur fyrirtækið til þess að kon- ur jafnt sem karlar sæki um. „Þær konur sem við höfum í vinnu eru afar öflugar. Við réðum nýlega konu sem er húsasmiður sem hef- ur störf í desember, hjá okkur var dönsk kona, múrari að mennt, í fjórtán mánuði og er nýfarin heim. Þá er ein kona frá Litháen að vinna í klæðningarvinnu hjá undirverk- taka fyrir okkur. Ef ég væri með tíu konur í vinnu þá væri ég ánægð- ur maður, þær eru afbragðs starfs- menn.“ Þá segir Sigurbjörn að þetta hafi góð áhrif á starfsandann. „Strákarnir vilja ekki gefa stelpun- um neitt eftir í vinnu, ekki frekar en að stelpurnar vilji gefa strákun- um neitt eftir heldur.“ Sigurbjörn segir fyrirtækið Bestlu komið til að vera á Akranesi og það sé verið að skoða fleiri verk- efni innan Akraness. „Það eru því mörg spennandi verkefni framund- an á Akranesi,“ segir Sigurbjörn. frg / Ljósm. frg og aðsendar. Bestla er með 534 íbúðir og 80 þúsund fermetra í pípunum Tölvugerð mynd af Þjóðbraut 3 og 5. Sigurbjörn Hallsson, staðarstjóri Bestlu ehf. á Akranesi við Þjóðbraut 3. Sigurbjörn staðarstjóri á skrifstofu sinni. Byggingasvæði Bestlu á Dalbrautarreit.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.