Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 20216 Ekki bara skip sem koma við GRUNDARFJ: Eins og fram hefur komið undan- farnar vikur hefur verið mikil umferð um Grundar- fjarðarhöfn síðustu misserin og hefur hvert skipið á fætur öðru komið inn til löndun- ar. En það eru ekki bara skip sem spóka sig um í höfninni því að stærðarinnar selur hefur verið að svamla þarna um annað slagið líka. Í blíð- viðrinu síðasta miðvikudag var hann í miðri höfninni og var að gæða sér á einhvers konar fiskmeti á milli þess að hann synti letilega um. -tfk Hvetja til að sameining verði samþykkt SNÆF: Sveitarstjórnir Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar hafa báðar lokið fyrri umræðu um álit samstarfsnefndar um sam- einingu sveitarfélaganna. Sameiningarnefndin mæl- ir með því að íbúar sam- þykki sameiningu í kosning- um sem ráðgerðar eru 12. febrúar 2022. Í tilkynningu frá nefndinni segir orðrétt: „Hvatt er til þess að sam- eining Eyja- og Miklaholts- hrepps og Snæfellsbæjar verði samþykkt í kosning- um 12. febrúar. Samstarfs- nefnd, sem sveitarstjórnir Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar skipaði til að kanna kosti og galla sam- einingar sveitarfélaganna, hefur skilað áliti sínu, þar sem hvatt er til sameiningar. Sveitarstjórnirnar munu fjalla um álitið á tveimur fundum og í kjölfarið boða til kosninga sem fara fram þann 12. febrúar. Nefndin hvetur íbúa til að samþykkja tillögu um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar, en það er álit nefndarinnar að samein- ing muni skapa forsendur til að byggja upp öflugt skóla- starf og styrkja samfélagið á sunnanverðu Snæfellsnesi. Að mati nefndarinnar yrði sameining sveitarfélaganna til þess að samfélagið í dreif- býlinu verði sterkara í frekari sameiningarviðræðum fram- tíðarinnar. Íbúar eru hvattir til þess til að kynna sér mál- in með því að fara inn á sna- efellingar.is, og fylgjast með kynningarferlinu sem hefst í janúar.“ -mm Björgunarsveitir fengu fjölda útkalla SV-LAND: Snörp lægð með suðaustan roki gekk yfir landið á sunnudaginn. Mestur mældist vindhraði á veginum við Hafnar- fjall, 57 metrar á sekúndu í hvið- um. Fyrsta útkall björgunarsveita vegna óveðurs barst í Borgarnesi rétt fyrir klukkan ellefu. Þar var tilkynnt um fok á þakplötum, þak- klæðningum og lausamunum. Um klukkan tólf bætti töluvert í vind og höfðu björgunarsveitir víða á suðvesturhorni landsins í nógu að snúast, svo sem á Kjalarnesi, Reykjavík, Grindavík, Suðurnesj- um, Mosfellsbæ og Hafnarfirði. Síðar um daginn voru sveitir á Snæfellsnesi kallaðar út. Í öllum tilfellum er um að ræða foktjón vegna óveðurs, þakklæðningar, girðingar, ruslatunnuskýli, garð- skúrar og aðrir lausamunir. -mm Óbreyttar sótt- varnareglur áfram LANDIÐ: Willum Þór Þórs- son, heilbrigðisráðherra hef- ur ákveðið að framlengja óbreytta gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir. Al- mennar fjöldatakmarkan- ir verða því áfram 50 manns en með möguleika á hrað- prófsviðburðum, áfram gilda 1 metra nálægðarmörk, regl- ur um grímunotkun o.s.frv. Þessi ákvörðun er í samræmi við tillögur sóttvarnalækn- is sem telur nauðsynlegt að viðhalda óbreyttum takmörk- unum í ljósi óvissu um þróun faraldursins, ekki síst vegna til- komu Ómíkron-afbrigðis kór- ónaveirunnar. -mm Framkvæmdir við endurnýjun A og B deilda Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi ganga vel. A deildin, lyflækningadeild, er mun lengra komin og er gert ráð fyrir að deildin verði tilbúin og afhent til notkunar um miðjan desember. Þá er reiknað með að B deild verði til- búin í lok febrúar á næsta ári. Að sögn Halldórs B Hallgrímssonar, deildarstjóra húsnæðis og tækja hjá HVE, voru endurbæturnar löngu orðnar tímabærar en segja má að húsnæðið hafi verið tekið í gegn frá A til Ö. Allt var hreinsað út og endurnýjað, innréttingar, gólfefni, milliveggir og fleira. Þríbýli verða nú ýmist einmennings herbergi eða tveggja manna. Framkvæmdirnar við endurbæt- urnar eru mjög umfangsmiklar og hafa haft nokkur áhrif á starfsemi sjúkrahússins. Auk endurbóta á A og B deildum er nú unnið að undir- búningi fyrir uppsetningu nýrrar skurðstofu. Verið er að byggja hæð ofan á húsnæði heilsugæslunnar en skurðstofan kemur að mestu tilbú- in til uppsetningar og fer inn í það hús. Ný skurðstofa hefur í för með sér að árlegum liðskiptaaðgerðum á Akranesi verður fjölgað úr 200 í um 480 og munar um minna. Þegar blaðamaður Skessuhorns leit við á A deildinni voru iðnað- armenn á fullu að leggja loka- hönd á endurbæturnar. Aðalverk- taki er SF smiðir ehf. og verkefn- isstjóri Bjarni Ingi Björnsson, einn eigenda Raf-Pro ehf. en fyrirtæk- in hafa með sér samstarf í þessu verkefni. Auk þeirra kemur fjöldi annarra fyrirtækja að verkinu og er langstærstur hluti þeirra innanbæj- arfyrirtæki. Raflagnir eru í hönd- um Raf-Pro ehf., AK pípulagnir sjá um pípulagnirnar, loftræstiþáttur- inn er í höndum Blikksmiðju Guð- mundar, Hafsteinn Daníelsson sér um sögun og múrbrot, Skagamál- un málar og RGR múrverk múrar. Þá sér Siggi dúkari um dúklögn og flotun og Megas ehf. sér um súr- efnis- og öndunarloftslagnir. Fram- kvæmdin er mannaflafrek og hafa starfsmenn verktaka á svæðinu ver- ið á bilinu tíu til tuttugu á hverjum tíma. frg Verið er að ljúka við að byggja ofan á heilsugæsluna en þar kemur ný skurðstofa. Endurnýjun A og B deilda HVE ganga vel Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Allar sjúkrastofur hafa verið endurnýjaðar frá grunni. Hér má sjá inn í einmenn- ingsherbergi á A deildinni. Tveggja manna sjúkrastofa á HVE eftir endurbætur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.