Skessuhorn


Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 08.12.2021, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 OPNUNARTÍMI ALLA VIRKA DAGA 13-18 HELGAR 11-15 SMIÐJUVÖLLUM 32 •AKRANESI WWW.DOTARI .IS•WWW.SMAPRENT.IS NÝJAR VÖRUR 6.990 14.990 5.990 9.990 4.990 9.990 2.990 3.990 6.990 2.990 2.990 9.990 3.490 3.990 Skagakonan Drífa Harðardóttir átti góðu gengi að fagna á heimsmeist- aramóti öldunga í badminton sem fram fór á Spáni um helgina. Fyrst varð Drífa heimsmeistari í tvenndar- leik í flokki 40-44 ára ásamt Jesper Thomsen frá Danmörku. Þau sigr- uðu par frá Englandi 21-19 og 21- 10 í urslitaleiknum. Drífa átti eft- ir að bæta við öðru gulli í safnið þegar hún og Elsa Nielsen urðu heimsmeistarar í tvíliðaleik kvenna en þær sigruðu par frá Kóreu í úr- slitum 23-21 og 21-8 í sama aldurs- flokki. Broddi Kristjánsson varð í þriðja sæti í einliðaleik karla í flokki 60-65 ára þannig að tvö gull og eitt brons var afrakstur íslenska hópsins á heimsmeistaramótinu árið 2021. Badmintonsambandið greindi frá og óskar þeim Elsu, Drífu og Brodda til hamingju. mm/ Ljósm. BÍ. Skagamaðurinn Helgi Laxdal Aðal geirsson spilaði stórt hlut- verk með íslenska karlalandsliðinu á Evrópumeistaramótinu í hópfim- leikum sem fram fór í Portúgal um síðustu helgi. Íslenska karlalands- liðið gerði sér lítið fyrir og nældi sér í silfur á mótinu en þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt karlalið endar á verðlaunapalli á Evrópumeistara- móti í fimleikum. Árangur liðsins er sögulegur en hvernig hann kom til er næstum lygilegt því meiðsli og liðsbreytingar settu allt í upp- nám hjá strákunum á síðasta degi fyrir síðasta áhaldið í mótinu sem var dýna. Adam Björgvinsson kom inn á ögurstundu en það var Helgi Laxdal sem stal senunni þegar hann keyrði í tvöfalt framheljarstökk með beinum líkama og tveimur og hálfri skrúfu fyrstur allra karla á Evrópumeistaramóti. Helgi Laxdal var síðan valinn í úrvalslið mótsins og framtíðin er björt hjá þessum frábæra fimleikamanni. Árangur Íslands á Evrópumeist- aramótinu var til fyrirmyndar en öll landsliðin sem tóku þátt enduðu á verðlaunapalli. Kvennalands- lið Íslands náði frábærum árangri þegar liðið fagnaði Evrópumeist- aratitli eftir æsispennandi keppni gegn Svíþjóð. Ísland varð síðast Evrópumeistari árið 2012 í kvenna- flokki. Íslenska stúlknalandsliðið fékk silfur og í blönduðum ung- lingaflokki fékk Ísland bronsverð- laun. vaks Fram undan í desember eru æfingar yngri landsliða hjá Körfuknattleiks- sambandi Íslands. Þjálfarar lands- liða U15, U16 og U18 drengja og stúlkna hafa valið um 30 manna æfingahópa sína og boðað leik- menn til æfinga í desember. Um er að ræða fyrstu æfingahópa liðanna fyrir næsta sumar en þá er stefnt að þátttöku í mótum fyrir öll lið auk U20 liða karla og kvenna sem valin verða í vor. U18 ára liðin stefna á að æfa fyrir jól og svo eru æfingar U15 og U16 liða milli jóla- og nýárs. Vesturlandið á fulltrúa í þess- um æfingahópum og eru þeir eft- irfarandi: Eiríkur Frímann Jóns- son og Sævar Alexander Pálmason frá Skallagrími eru í U-15 drengja og Viktoría Sif Þráinsdóttir Norð- dahl frá Snæfelli í U-15 stúlkna. Aðalheiður Ella Ásmundsdótt- ir, Kolfinna Dís Kristjánsdótt- ir og Victoria Lind Kolbrúnar- dóttir frá Skallagrími eru í U-16 stúlkna hópnum og einnig Díana Björg Guðmundsdóttir frá Aþ- enu en Díana er frá Borgarnesi. Í U-18 stúlkna er Ingigerður Sól Hjartardóttir frá Snæfelli og í U-18 drengja er Þórður Freyr Jónsson frá ÍA. vaks Íslensku strákarnir hæstánægðir með silfrið. Helgi Laxdal er annar frá hægri. Ljósm. FÍ. Helgi Laxdal stal senunni á EM Drífa er tvöfaldur heimsmeistari í badminton Leikmenn af Vesturlandi í æfingahópi KKÍ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.