Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 20228 Fór út af SNÆFELLSNES: Seinnipart síðasta miðviku- dags missti ökumaður bif- reið út af á Vatnaleið norð- an megin. Var hann staddur í brattri brekku, fór niður og út af og endaði í árfarvegi. Öku- maður var óslasaður en sagð- ist hafa náð að hægja ferðina töluvert á leiðinni niður. Bíll- inn skemmdist þó nokkuð en var ökufær. Hann náðist síðan upp á veginn og gat ökumað- ur haldið áfram ferð sinni. -vaks Hittust í beygjunni SNÆFELLSNES: Á föstu- dagsmorgunn rákust tveir bíl- ar saman á gatnamótunum við Vegamót og voru báðir bíl- ar óökufærir eftir árekstur- inn. Mikill snjór og hálka var á þessum slóðum en öku- mennirnir voru báðir á leið til Stykkishólms. Þeir sluppu ómeiddir. -vaks Kviknaði í bíl AKRANES: Á sunnudaginn kviknaði í bíl á Ketilsflöt við Þjóðbraut á Akranesi, en þar hafði númerslaus bíll staðið í einhvern tíma. Bíllinn varð al- elda, grunur er um íkveikju og er málið í rannsókn. -vaks Aflatölur fyrir Vesturland 8.-14. janúar Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu Akranes: 1 bátur. Heildarlöndun: 1.945.252 kg. Mestur afli: Venus NS: 1.945.252 kg í einni löndun. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu Grundarfjörður: 8 bátar. Heildarlöndun: 677.058 kg. Mestur afli: Viðey RE: 147.745 kg í einni löndun. Ólafsvík: 13 bátar. Heildarlöndun: 271.970 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna- son SH: 59.541 kg í fjórum löndunum. Rif: 12 bátar. Heildarlöndun: 647.237 kg. Mestur afli: Bárður SH: 113.289 kg í fjórum róðrum. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 16.553 kg. Mestur afli: Kári SH: 11.548 kg í tveimur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Venus NS – AKR: 1.945.252 kg. 11. janúar. 2. Viðey RE – GRU: 147.745 kg. 11. janúar. 3. Akurey AK GRU: 116.084 kg. 12. janúar. 4. Örvar SH – RIF: 109.366 kg. 11. janúar. 5. Tjaldur SH – RIF: 83.642 kg. 12. janúar. -arg Bólusetning barna fimm til ell- efu ára hófst síðasta miðvikudag í grunnskólunum á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Í Brekkubæjar- skóla voru þau börn sem eru fædd í janúar og febrúar fyrst í röðinni en þau áttu að mæta frá kl. 9-9.30. Síðan gekk þetta koll af kolli og börn fædd í nóvember og desem- ber voru síðust í röðinni frá klukk- an 11.30-12. Þegar börnin komu í skól- ann með foreldri var strikamerki skannað og svo börnin bólu- sett í rýmum þar sem hjúkrunar- fræðingur, námsráðgjafi og félags- fræðingur eru með aðstöðu. Eft- ir bólusetningu fóru barn og for- eldri í sal skólans og var gert að bíða í 15 mínútur undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks ef eitthvað skyldi koma upp á. Til að stytta börnunum stundina var teikni- myndin Aulinn ég sýnd á stórum skjá og síðan fengu börnin að fara heim á leið. Bent er á að börn sem hafa fengið Covid-19 eiga að bíða með bólusetningu í þrjá mánuði eft- ir greiningardag. Börn sem eru lasin á bólusetningardegi ættu að bíða með bólusetningu þar til þau hafa jafnað sig af veikindunum. Ef þau reynast vera með Covid-19 er rétt að bíða með bólusetningu í að minnsta kosti þrjá mánuði eftir smitið. Börn sem hafa feng- ið bráðaofnæmi fyrir öðrum bólu- efnum eða stungulyfjum ættu ekki að fá bólusetningu gegn Covid-19 nema í samráði við sérfræðing í of- næmislækningum. Skráning bólusetninga fer eft- ir lögum um sjúkraskrár. Einung- is þeir starfsmenn heilbrigðis- þjónustu sem sinna viðkomandi hafa aðgang að þeim upplýsing- um. Upplýsingar eru aldrei gefn- ar til þriðja aðila. Þar af leiðandi fær starfsfólk skóla ekki upplýs- ingar um hvort barn er bólusett eða ekki. Þegar lokið hefur verið við að bólusetja grunnskólabörnin verð- ur næst leikskólabörnum fædd- um árið 2016 boðin bólusetning. Leikskólabörnum sem fædd eru 2017 býðst einnig bólusetning þegar þau verða 5 ára. Fyrirkomu- lag verður kynnt síðar. vaks Ríkisstjórnin ákvað síðastliðinn föstudag að herða sóttvarnaað- gerðir frá og með miðnætti sama dag. Willum Þór Þórsson heil- brigðisráðherra sagði að sótt- varnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Í fyrsta lagi óbreytt- ar aðgerðir, í öðru lagi að færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða sem þriðja kost að loka samfélaginu í tíu daga. Ríkis stjórnin hafi valið leið tvö. Nú mega því einungis tíu manns koma saman í stað tuttugu áður. Þessar takmarkanir munu gilda til 2. febrúar nk. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöð- um, börum og spilasölum verður gert að loka. Fram kom í kynningu ráðherra á föstudaginn að ráð- ist verði í efnahagsaðgerðir til að bæta tekjufall sem af hertum að- gerðum hlýst. mm Silfurtún í Búðardal. Skoða að Silfurtún og Barmahlíð renni í eina sæng Barmahlíð á Reykhólum. Teiknimynd var í gangi í Brekkubæjarskóla til að stytta börnunum stundina. Ljósm. vaks Bólusetning barna hafin á Vesturlandi Tíu manna samkomutakmarkanir Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheim- ilisins Silfurtúns var í síðustu viku falið að leita eftir samstarfi við Reykhólahrepp um sameiningu þess og Dvalar- og hjúkrunarheim- ilisins Barmahlíðar á Reykhólum. Ákvörðunin var tekin á fundi sveit- arstjórnar Dalabyggðar, þann 13. janúar. Hún kemur í kjölfar fundar sem fulltrúar frá báðum sveitarfé- lögum sóttu og báru saman stöðu, rekstur og skipulag beggja heimil- anna. Helstu samstarfsfletir eru samkvæmt minnisblaði frá fund- inum bakvaktir, stjórnun, skýr- slugerð, aukin gæðastjórnun og eftirlit. Er sameining talin besta færa samstarfsleiðin, en til að fjárhagslegur rekstrargrundvöll- ur verði tryggður, þyrfti að fjölga hjúkrunar rýmum á nýrri stofnun um tvo. Sveitarstjórn Reykhólahrepps fjallaði einnig um málið á sínum sveitarstjórnarfundi í síðustu viku og komst að sömu niðurstöðu, þ.e. að vinna að mögulegri sameiningu. Í samtali við Ingibjörgu Birnu Er- lingsdóttur, sveitarstjóra Reyk- hólahrepps, kom fram að heimilin eru býsna lík að umfangi og gerð. Sömu áskoranir blasa við báðum heimilum, þannig að saman verði heimilin mun sterkari, en í sitt- hvoru lagi. bj

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.