Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2022 35 Krossgáta Skessuhorns Máls- háttur Harð- indi Óreiða 2 Eins Æfð Fram- koma Nærir Kæpu 100 Röð Ryk- korn Hug- rekki Afa Röð Fagur Áflog Lipurð Leðja Slanga Haf Skán Hraun Þruma Dafna 6 Sam- þykki Kvakar Frekja Dvelja Ofboð 4 Huguð Reipi Skap Sól- roði Stjórn Sér- stæð 8 Snúin Hret Áhald Kvað Böðl- ast Ógn Kostur Betur Sonur Skref Veggur Þegar Öldu- gjálfur Kassi Slark Dvínar 7 Notkun Fylking 3 Mann Alltaf Öslaði Samhlj. Tjása Skoru Kyn Laust 50 Hljóð Magn Tuð Rák Flói 1 Hvíldir Samhlj. Afl- vaki Tengir Leið- sögnin Hvílt Óttast Ábreiða Hrösuðu Náin Röð For- faðir Teppi Áhald Leit Stöngin Skjól Athuga Hylur Naum Tvennu Reik Starf Afar Hnoðar Rás 9 Grugg Púki Linna Kusk Tanga Sko Menn Skortur Ær Fersk 5 Atlaga Arinn Á fæti 10 Tónn Stakt Óþjált Sérhlj. 2 Pilla Snjó Landabók Iða Mauk Tilraun Erfiði 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausn- arorð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Garðabraut 2A, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á miðvikudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið er úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bók að launum. Í síðustu krossgátu var rétt lausn „Leyndarmál“. Heppinn þátttakandi var Valva Árnadóttir, Stekkjarholti 5, 310 Borgarnesi. Pennagrein Þ Ó R D U N A Þ R Í F A S T J Á Ú A R R O S T I U N A Ó R Ö G T Ó R U M R Á Ð Ð Ö F U G G A R R I K U V Á V A L N Á N A R B U R E R Ö R L L Á R Ó F Æ R Ð I N E Y S L A S E G G T R L Ý J A Æ T T S L Ó Þ Ö G U L A F L U M L Æ Ð Á Ð I R T T B R Ú A R Þ L H N U T U R S F R Á I N V A R G Á T V O Í Ð Á A R E L T I R O R R Ó A S T L Ó S J Á Ð U V A N K I N D N Ý Á R Á S I L Y E I T T S T I R T T A F L A S N Æ A T L A S A A K A D E I G P R Ó F Á N L E Y N D A R M Á L Hagræðing getur verið af hinu góða en getur einnig snúist í and- hverfu sína. Þetta er upplifun mín sem starfsmanns Fjöliðjunnar á Akranesi til 28 ára. Þau ár hafa ver- ið lærdómsrík á marga vegu og m.a. kennt mér hvað það er sem skiptir máli. Hef ég stundum haft orð á því að það þyrftu allir að prófa Fjöliðju einhvern tímann á lífsleiðinni. Af hverju nefni ég það? Jú, það er svo mikill auður að tilheyra fjölskyldu sem er bara með eitt að markmiði; að efla fólk með fötlun eða skerta starfsgetu til þátttöku í samfélagi sem við erum stolt af og láta við- komandi líða vel í vinnu og fara sátt heim. Það er ekkert sem toppar það að vera þátttakandi í að fólki líði vel og eflist á allan hátt með þeim verk- færum sem við leiðbeinendur not- um í okkar vinnu. Öryggi er stór þáttur í okkar stefnu í vinnunni því starfsmaður- inn verður að finnast hann öruggur og finna öryggi og traust frá leið- beinendum og það öryggi getur tekið langan tíma að nást, en er að sjálfsögðu einstaklingsbundið. Hvar er öryggi Fjöliðjunnar í dag? Hvar er öryggi fólksins okkar sem við höfum lagt hjörtu okkar í að vinna með til margra ára? Hvar er öryggið í framtíðinni? Getum við byggt upp öryggi með misvísandi upplýsingum sem margir hverjir eiga erfitt með að vinna úr, hvað þá ef um algjöra U-beygju er að ræða? Það er ekki auður í því að get- að hagrætt tilfinningum annarra á excel skjali. Við urðum fyrir því áfalli sem að flestir þekkja að Fjöliðjan brann og erum við búin að vera á hrakhól- um í tæp þrjú ár. Það eina sem hef- ur drifið okkur áfram og gert okk- ur kleift að halda haus var traustið og trúin um það að þetta tæki enda og að Fjöliðjan yrði endurbyggð og að allt yrði gott. Hafist var handa við að setja saman vinnuhópa sem komu saman til skrafs og ráða- gerða. Ekki ætla ég að fara út í það sem rætt var eða ákveðið því að það skiptir ekki máli lengur þar sem að stóra strokleðrið kom og þurrk- aði út allt það sem niður var hrip- að og ákveðið sem innihélt hags- muni Fjöliðjunnar. Eitthvað hefur þetta kostað en það skiptir held- ur ekki máli í dag. Það sem skipt- ir máli er hagræðing. Það mætti kannski gera stuttmynd um hrylli- lega stóra strokleðrið sem réðist á mannauðinn í Fjöliðjunni? En ég hef nú lítið um þetta að segja og ræð engu en það sem skiptir mig máli er fólkið okkar. Með þeirri hagræðingu sem að bæjaryfirvöld kynna vilja þau varpa sprengju á Fjöliðjuna þannig að við höfum ekki kost á því að vinna sem ein heild og að okkar markmiðum sem hefur gefist svo vel fyrir okk- ar fólk. Við viljum vera stolt af okk- ar samfélagi, ekki satt, og trúi ég og treysti að þetta verði ekki að veruleika. Við viljum halda áfram að vera Fjöliðjan og vinna sem ein heild. Þórdís Ingibjartsdóttir. Hugleiðingar í hagræðingu KPMG hefur fyrir Ferðamálastofu unnið ítarlega greiningu á fjárhags- stöðu ferðaþjónustunnar og eru niðurstöður hennar aðgengilegar í skýrslu sem gefin hefur verið út. Byggir hún á ársreikningum ferða- þjónustufyrirtækja fyrir árið 2020, utan flugs og flugtengdrar starf- semi. Þá er sótt í margvíslegar aðr- ar upplýsingar um rekstur og efnahag greinarinnar. Skýrslan ætti að gefa góða mynd af rekstri ferðaþjónustu- fyrirtækja í því árferði sem ríkt hef- ur vegna Covid faraldursins. Skýrslan var kynnt á opnum veffundi Ferða- málastofu og KPMG í byrjun mánað- arins. Helstu niðurstöður skýrslunn- ar um rekstrarárið 2020 eru: • Mikill samdráttur varð á öllum sviðum ferðaþjónustunnar. • Umtalsverðar skammtímaskuldir hafa safnast upp hjá ferðaþjónustu- fyrirtækjum. • Til að bregðast við þessari stöðu munu ferðaþjónustufyrirtæki áfram þurfa að leita leiða til að hagræða í rekstri og auka fram- legð. Eins verður þörf á endur- skipulagningu fyrirtækja og sam- þjöppun í greininni á næstu miss- erum. • Skýrslan leitast við að varpa ljósi á rekstur ársins 2021 og eru helstu atriði þar um þessi: • Eftir heldur dræma mánuði fyrri hluta árs 2021 tók við fjölgun ferðamanna á þriðja ársfjórðungi og október var nokkuð góður. • Meðaldvalarlengd jókst milli ára og var að jafnaði tæplega fimmt- ungi lengri árið 2021 en árið 2019. Kortavelta jókst einnig nokkuð milli þessara ára. Vísbendingar eru um að samsetning útgjalda ferða- manna sé að breytast þó meðal- eyðsla á dag standi nokkurn veg- inn í stað. • Eiginfjárhlutfall lækkar úr 19% í árslok 2020 í 12% í árslok 2021. mm Staða ferðaþjónustunnar í kjölfar kóvid

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.