Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2022 37 Stykkishólmur – miðvikudagur 19. janúar Snæfell fær KR í heimsókn í Hólminn í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 18:00. Akranes – laugardagur 22. janúar Þorrablót Skagamanna verð- ur haldið í streymi í ár þar sem verður stútfull dagskrá af allskon- ar skemmtun beint heim í stofu. Miðasala á Tix.is. Borgarnes – sunnudagur 23. janúar Leitin að svarta víkingnum á Söguloftinu kl. 16:00. Hér leið- ir Bergsveinn Birgisson, höfund- ur samnefndar bókar, okkur inn í töfraveröld sem lengi lá í þagnar- gildi. Söguna um „svartleitan“ mann sem rétt bregður fyrir í ís- lenskum fornsögum – Geirmund heljarskinn. En hver var Geir- mundur heljarskinn? Af hverju er engin saga varðveitt af honum og af hverju hefur hann nánast fallið í gleymsku? Óska eftir húsi Óska eftir húsi í sveit til lang- tímaleigu, helst á svæði 301, 311 eða 320. Upplýsingar í tölvupósti á netfangið tungl@mail.com. LEIGUMARKAÐUR Á döfinni Nýfæddir Vestlendingar Markaðstorg Vesturlands Smáauglýsingar 7. janúar. Drengur. Þyngd: 3.630 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Mariana Teles Mendonca og Fjölnir Jónsson, Borgarfirði. Ljósmóðir: Sigríður B. Birgisdóttir. 11. janúar. Drengur. Þyngd: 4.844 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Auður Valdís Grétarsdóttir og Sölvi Freyr Sölvason, Reykjanesbæ. Ljós- móðir: Guðrún Fema Ágústsdóttir. Dreng- urinn hefur fengið nafnið Týr. 12. janúar. Drengur. Þyngd: 3.088 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar: Védís Fríða Kristjánsdóttir og Aron Kristinn Ingimundarson, Akranesi. Ljósmóðir: Sigríður Berglind Birgisdóttir. 13. janúar. Drengur. Þyngd: 4.462 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Lára Magnúsdóttir og Jón Frímann Eiríksson, Borgarnesi. Ljósmóð- ir: Guðrún Fema Ágústsdóttir. Drengurinn hefur fengið nafnið Eyþór Frímann. 14. janúar. Drengur. Þyngd: 3.976 gr. Lengd: 54 cm. Foreldrar: Hilma Ýr Davíðsdóttir og Christopher Þórarinn Anderiman, Mosfells- bæ. Ljósmóðir: G. Erna Valentínusdóttir. 15. janúar. Stúlka. Þyngd: 3.022 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Fanney Margrét Hafþórs- dóttir og Darri Sigþórsson, Reykjavík. Ljós- móðir: Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir. Stúlk- an hefur fengið nafnið Natalie Lilja. 17. janúar. Drengur. Þyngd: 3.590 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Eydís Hrönn Víðisdóttir og Jón Þór Gylfason, Hafnarfirði. Ljósmóðir: Ev- elina Wennerbaeck. 17. janúar. Stúlka. Þyngd: 4.458 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Kristey Lilja Valgeirsdóttir og Björn Þorsteinsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Sigríður Berglind Birgisdóttir. Í dag 18. janúar halda bæði skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Frið- riksson og Bjarni Sæmundsson, til loðnumælinga. Markmiðið er að ná mælingu á stærð hrygningarstofns- ins á næstu tveimur vikum. Fyrir liggur mæling á stærð stofnsins frá því í haust við Grænland sem leiddi til ráðgjafar upp á rúm 904 þúsund tonn. Gildandi aflaregla gerir ráð fyr- ir að sú ráðgjöf verði endurskoðuð að loknum mælingum nú í vetur. Loka- ráðgjöf um aflamark fyrir yfirstand- andi vertíð mun svo byggja á niður- stöðum þessara tveggja mælinga. „Á síðustu árum hefur loðnuskipa- flotinn tekið þátt í þessum mælingum en ekki er gert ráð fyrir slíku í ár þar sem þau skip eru upptekin við veið- ar. Útgerðir munu hins vegar veita aðstoð og upplýsingar um loðnu- dreifingu sem nýtast við mælingarn- ar. Fyrirhugað yfirferðarsvæði skip- anna tveggja er sýnt á mynd með frétt, ásamt leiðarlínum miðað við tvöfalda umferð. Nokkrir þættir geta svo haft áhrif á endanlegt yfirferðar- svæði svo sem veður, dreifing loðnu og hafís. Hægt er að fylgjast með ferðum rannsóknaskipa á skip.hafro. is/“ segir í tilkynningu frá Hafró. mm Hefja mælingaferð til að meta loðnustofninn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.