Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 202212 Brothættar byggðir er verkefni sem Byggðastofnun hefur haldið utan um til nokkurra ára og er til- gangur þess að efla og styðja þær byggðir landsins sem standa höllu- stum fæti. Verkefnið byggir mik- ið á frumkvæði og samtakamætti heimafólks og hefur almennt gefist vel. Dalabyggð hefur sóst eftir þátt- töku í verkefninu og nú fengið já- kvætt svar. Fljótt á litið er Dalabyggð dálítið frábrugðin þeim sveitarfélögum sem tekið hafa þátt í verkefninu, en þegar betur er að gáð, eru nokk- ur teikn á lofti um að byggðarlagið þarfnist stuðnings. Aldurssamsetn- ing er fremur óhagstæð, miðað við landsmeðaltal, en mikið vantar inn í þær kynslóðir sem venjulega eru þær virkustu í samfélaginu, fólkið milli þrítugs og fimmtugs. Einnig er býsna stór hópur íbúa að kom- ast á eftirlaun á allra næstu árum, samkvæmt upplýsingum úr Þjóð- skrá. Mjög stór hluti vinnuafls í Dalabyggð starfar við landbúnað, eða rúmur þriðjungur, ef miðað er við íbúakönnun Vífils Karlssonar hjá Samtökum sveitarfélaga á Vest- urlandi árið 2018. Að stórum hluta er um sauðfjárbúskap að ræða, sem hefur átt nokkuð undir högg að sækja. Undanfarna tvo áratugi hef- ur íbúum Dalabyggðar fækkað um fimmtung, sé rýnt í íbúatölur Hag- stofunnar, en þó ekki jafnt og þétt, heldur hefur fjölgað sum ár, en fækkað önnur. Á sveitarstjórnarfundi í Dala- byggð 13. janúar síðastliðinn voru skipaðir fulltrúar sveitarfélagsins í stjórn þessa nýja verkefnis. Fyrir hönd sveitarstjórnar situr í henni Kristján Sturluson sveitarstjóri, en fulltrúar íbúa þau Bjarnheiður Jó- hannsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson. Næstu skref í verk- efninu eru að skrifa undir samning við Byggðastofnun og þá eiga Sam- tök sveitarfélaga á Vesturlandi og Byggðastofnun eftir að skipa sína fulltrúa í verkefnisstjórn. Kristján Sturluson sveitarstjóri Dalabyggðar segist í samtali við Skessuhorn vonast til þess að stjórn verkefnisins gæti komið saman í byrjun febrúar og þá strax í kjöl- farið verði auglýst eftir verkefnis- stjóra. Gert er ráð fyrir að hann verði starfsmaður Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi, með aðsetur í Dalabyggð. Við undirbúning verk- efnisins er einnig vonast til að íbúa- fundur geti farið fram síðari hluta marsmánaðar, en auðvitað þarf að taka mið af stöðu heimsfaraldurs varðandi tímasetningu og útfærslu hans. Í drögum að samningi, sem birt voru með fundargerð sveitar- stjórnar, er tímarammi verkefnis- ins frá 2022 til 2025. Kristján seg- ir að sá fjárhagslegi stuðningur sem fylgir verkefninu í upphafi sé kostn- aður við verkefnisstjóra, en eins og í fyrri verkefnum Brothættra byggða verði stutt við tiltekin viðfangsefni sem ákveðið er að ráðast í, þegar þar að kemur. Allt vinnuferlið í Brothætt- um byggðum byggir á virkni og stefnumótun íbúa hvers sveitarfélags og miðar að því að nýta styrkleika og uppræta veikleika sveitar félagsins. Þannig er ferðalagið enn óákveðið hjá Dalabyggð og mun verða byggt á sýn íbúanna á framtíð og tækifær- um byggðarlagsins. Áfangastaður- inn er betri heimabyggð, en leiðin að því markmiði mótast af virkni og vilja íbúanna. bj Samstarfsnefnd sem skipuð var í desember til að fjalla um mögulega sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar afgreiddi á laugar- daginn álit sitt og helstu forsend- ur og vísaði málinu til tveggja um- ræðna og kosninga í sveitarstjórn- unum. Álitið var á dagskrá sveit- arstjórna Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar í gær, þriðjudag, og svo aftur viku seinna, þar sem álitið þarf tvær umræður samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Í niðurstöðu- orðum samstarfsnefndarinnar seg- ir: „Það er álit nefndarinnar að íbú- ar sveitarfélaganna skuli fá tækifæri til að kjósa um sameiningu sveitar- félaganna í eitt. Það er jafnframt álit nefndarinnar að sameiningin muni hafa fleiri kosti í för með sér en galla og henni fylgi mörg tæki- færi sem annars stæðu sveitarfé- lögunum ekki til boða. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram 26. mars 2022 í báðum sveitarfélögun- um.“ Sameiningu fylgja áskoranir Ef samþykkt verður í báðum sveit- arstjórnum að hefja formlegar viðræður mun samstarfsnefndin hefja formlega kynningu á tillög- um og forsendum sameiningar, sem mun byggja á greiningu sem nefndin vinnur að og birtist jafn- óðum á helgafellssveit.is, fyr- ir íbúum sveitarfélaganna fyrir at- kvæðagreiðslu um sameininguna sem mun fara fram 26. mars 2022. „Samstarfsnefnd leggur áherslu á virkt samráð við íbúa og lét það vera sitt fyrsta verk að halda sam- ráðsfundi í hvoru sveitarfélagi, sem fram fóru fyrir jól. Þátttakendur á samráðsfundum sáu ýmis tæki- færi við sameiningu sveitarfélag- anna, en jafnframt miklar áskoran- ir. Áskoranirnar lúta fyrst og fremst að mismunandi skatthlutföllum og áhyggjum íbúa í dreifbýli af því að missa áhrif á ákvarðanir í nærum- hverfi sínu. Tækifæri liggja helst í að bæta þjónustu við íbúa beggja sveitarfélaga, auka fjárfestingagetu og skapa tækifæri til fjárfestinga sem nýtist íbúum beggja sveitarfé- laga, t.a.m. með því að byggja við skólahúsnæði, bæta aðstöðu fyrir eldri borgara og íþróttaaðstöðu og auka slagkraft til að bæta samgöng- ur og þjónustu hins opinbera. Sam- starfsnefndin hefur ákveðið að fjalla sérstaklega um fjóra málaflokka og fá stjórnendur og sérfræðinga á sína fundi. Sú vinna heldur áfram og verða minnisblöð frá þeirri vinnu birt á heimasíðu verkefnis- ins helgafellssveit.is eftir því sem vinnunni vindur fram.“ Ríkið leggur til 600 milljónir Í áliti samstarfsnefndarinnar seg- ir meðal annars um helstu forsend- ur sameiningar að sveitarfélögin tvö hafa átt í farsælu samstarfi til áratuga og getur sameining þeirra skapað tækifæri til skilvirkari og markvissari stjórnsýslu og þjón- ustu auk þess sem aðgengi íbúa að þjónustu verði jafnara með áherslu á aukna þjónustu við dreifbýlið. Þá eru jafnframt tækifæri til frekari at- vinnuþróunar og nýsköpunar enda eru tækifæri til þess að sameiginlegt sveitarfélag geti betur skapað heild- stætt og kröftugt umhverfi á öllu svæðinu fyrir öflugt atvinnulíf og aukna samvinnu. Vísbendingar eru um að fjárhagur sameinaðs sveitar- félags verði sterkur og fjárfestinga- geta betri en hjá hvoru sveitarfé- lagi um sig, en til viðbótar mun 600 milljóna kr. sérstök sameiningar- framlög á næstu árum úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga skapa aukið svig- rúm til fjárfestinga í sameinuðu sveitarfélagi. Þá eru jafnframt vís- bendingar um að árleg framlög Jöfnunarsjóðs hækki um 5 mkr. á ári í sameinuðu sveitarfélagi. Fjallað um hagsmuni dreifbýlis Samstarfsnefndin leggur til að í stjórnskipulagi sameinaðs sveitar- félags verði nefnd sem fjalli sér- staklega um hagsmuni dreifbýl- isins. „Fulltrúar í nefndina verði kosnir beinni kosningu af íbúum í núverandi Helgafellssveit. Vinnu- heiti nefndarinnar er „Sveitaráð“. Á þann hátt verði komið til móts við áhyggjur íbúa í dreifbýli af því að missa áhrif á ákvarðanatöku. Jafn- framt leggur samstarfsnefndin til að ný sveitarstjórn leiti leiða til að breytingar á skattheimtu verði ekki mjög íþyngjandi.“ mm Myndin sýnir íbúafjölda og aldursdreifingu í Dalabyggð, miðað við landið allt. Þessar upplýsingar miðast við 16. janúar síðastliðinn og eru frá Þjóðskrá. Þarna sést jafnframt að íbúar eru í dag 666 talsins og hefur fjölgað um þrjá frá 1. desember síðastliðnum. Dalabyggð samþykkt í verkefnið Brothættar byggðir Bændur og búalið í Fellsendarétt haustið 2021. Ljósm. bj Sveitarstjórnir kjósa um næsta skref í sameiningarferli Samstarfsnefnd því fylgjandi að unnið verði að sameiningu Stykkishólms og Helgafellssveitar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.