Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2022 39 Síðastliðinn fimmtudag var birt myndband á síðu Ungmennasam- bands Borgarfjarðar þar sem til- kynnt var um fimm efstu íþrótta- mennina í kjöri Íþróttamanns Borg- arfjarðar 2021. Kristín Þórhalls- dóttir var valin íþróttamaður Borg- arfjarðar fyrir árið 2021 en hún var á dögunum einnig valin Íþróttamað- ur Akraness. Þetta er í fyrsta skipti sem sami einstaklingur ber sigur úr býtum í tveimur félögum. Til gam- ans má geta þess að þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kristín hlýtur tit- ilinn Íþróttamaður Borgarfjarðar. Það gerði hún síðast árið 1999, þá fimmtán ára gömul, en hún var þá afreksmanneskja í frjálsum íþrótt- um; langstökki og hlaupi. Um Kristínu sagði Sonja Lind Eyglóardóttir sambandsstjóri UMSB: „Þú hefur svo sannarlega sýnt það að það er aldrei of seint að byrja að æfa og keppa. Þú ert öðrum hvatning.“ Sonja Lind til- kynnti síðan um kjörið og sagði meðal annars í ræðu sinni að far- aldurinn hefði sett verulegt strik í reikninginn fyrir bæði ungt fólk sem og afreksfólk en engu að síður hefði þeirra dugmikla íþróttafólk enn og aftur sýnt glæsilegan árang- ur bæði innanlands og utan. „Þeim ber að hrósa fyrir seigluna, dugn- aðinn og að láta ekki þessa skrýtnu tíma draga sig niður, þau eru sann- kallaðar fyrirmyndir.“ Alls voru 13 íþróttamenn tilnefndir og voru þeir í kjölfarið kynntir eftir stafrófsröð og þeirra helstu afrek tíunduð. Í fimmta sæti í kjörinu var körfuknattleiksmaðurinn Bjarni Guðmann Jónsson. Bjarni spilaði með Fort Hays State University í Bandaríkjunum og var í byrjun- arliðinu í öllum leikjum liðsins árið 2021. Bjarni sagði í myndbandinu varðandi framtíðina að markmiðið væri að ná að gera körfuboltann að einhvers konar atvinnu í einhvern tíma og komast eins langt og hægt er, spila þangað til hann hættir að geta hlaupið og svo náttúrulega bara að reyna að ná einhverjum titli í Borgarnes. Í fjórða sæti var knattspyrnumað- urinn Helgi Guðjónsson sem leik- ur með Víkingi Reykjavík. Helgi var bæði Íslands- og bikarmeist- ari með liðinu á árinu. Helgi sagði að sá sem hefði veitt honum inn- blástur til að leika knattspyrnu væri pabbi hans og svo bara þessir helstu knattspyrnumenn sem hann hefði horft á í sjónvarpinu. Í þriðja sæti í kjörinu var kraft- lyftingakonan Alexandrea Rán Guðnýjardóttir. Hennar aðalgrein er klassísk bekkpressa og hlaut hún silfur á heimsmeistaramóti ung- linga í Litháen á árinu og bætti sex ára gamalt Íslandsmet á Norður- landamóti unglinga í Finnlandi. Al- exandrea sagði það skemmtilegasta við bekkpressuna væri bara allt og það væri mjög gaman að vera sterk. Í öðru sæti var golfarinn Bjarki Pétursson. Bjarki keppti á átta mótum á evrópsku Challenge Tour mótaröðinni árið 2021 og vann ör- uggan sigur á Meistaramóti Golf- klúbbs Borgarness 2021. Bjarki sagði að hann hefði æft golf frá því að hann var svona átta, níu ára en hafi svo sem verið upp á golfvelli frá því hann var lítill polli í vagni hjá mömmu og pabba sínum. Í fyrsta sæti, eins og áður sagði, var kraftlyftingakonan Kristín Þór- hallsdóttir. Kristín var þrefald- ur Íslandsmeistari í -84 kg flokki og setti fjölmörg Íslandsmet á ár- inu. Kristín er fyrsti Íslendingur- inn til að ná Evrópumeistaratitli á þrílyftumóti innan kraftlyftinga og sínum besta árangri á árinu náði hún á Evrópumeistaramótinu. Fékk hún gull í fjórum greinum ásamt því að setja fjögur Íslands- met og tvö Evrópumet. Kristín sagði í viðtali í myndbandinu að hún hefði æft frjálsar íþróttir frá því hún var fimm ára gömul til tvítugs og það væri góður grunn- ur fyrir þessa íþrótt sem kraftlyft- ingarnar eru. Varðandi framtíð- ina sagði Kristín: „Framtíðin, já eins og ég segi, árið 2021 var mjög gott ár hjá mér og kannski verð- ur erfitt að toppa það en ég er að setja mér markmið fyrir næsta ár. Ég á lágmörk á Heimsmeistaramót og Evrópumeistaramót á þessu ári sem ég er náttúrulega að stefna á og mun taka einhver innanlands- mót líka og Íslandsmót vonandi.“ Að lokum var afhentur Auðuns- bikarinn sem er veittur af Minn- ingarsjóði Auðuns Hlíðkvist Krist- marssonar en Auðunn Hlíðkvist lést, 2. ágúst 1995, aðeins 14 ára gamall. Bikarinn er veittur ung- um íþróttamanni sem þykir efni- legur í íþrótt sinni, sýnir metnað í ástundun og framkomu og er góð fyrirmynd innan vallar sem utan. Tilgangur viðurkenningarinnar er að minnast Auðuns Hlíðkvist og einnig að styðja við og hvetja áfram unga og efnilega íþrótta- menn á svæðinu. Auðunsbikar- inn árið 2021 hlaut knattspyrnu- maðurinn Ernir Daði Sigurðsson. Hann var ótrúlega ánægður að fá þessa viðurkenningu og sagði að það væri þvílíkur heiður. Sonja sagði við það tilefni: „Fyrir okkur sem munum eftir Auðunni á þessi viðurkenning alveg sérstakan stað í hjarta okkar.“ vaks ÍA lék tvo leiki í liðinni viku í 1. deild karla í körfuknattleik og var sá fyrri gegn Hamri á föstudaginn og fór leikurinn fram í Hvera- gerði. Skagamenn virtust alls ekki með á nótunum í byrjun leiks því það ótrúlega gerðist að ÍA náði ekki í sín fyrstu stig fyrr en eftir rúm- lega sjö mínútna leik þegar Henry Engelbrecht tróð boltanum ofan í körfuna eftir sóknarfrákast. Á með- an höfðu heimamenn skorað nítján stig gegn engu gestanna og stað- an alveg með ólíkindum, 19:2. ÍA náði þó að minnka aðeins mun- inn fyrir lok fyrsta leikhluta og staðan 22:9. Í byrjun annars leik- hluta náðu Skagamenn með mik- illi baráttu að saxa á forskotið enn meir og minnka muninn í átta stig og sá munur hélst nokkurn veg- inn þannig fram að hálfleik, staðan 37:27 fyrir Hamri. Í þriðja leikhluta gerðu Skaga- menn aftur atlögu að heimamönn- um og náðu að minnka muninn í fjögur stig eftir tæplega fimm mín- útna leik og spenna komin í leikinn. En þá sögðu heimamenn stopp, skoruðu næstu átta stig og þegar þriðja leikhluta lauk var staðan orðin 62:52 fyrir Hamri. Í byrjun fjórða leikhluta gerðu Skagamenn enn á ný áhlaup, skoruðu fyrstu fimm stigin en þá vöknuðu heima- menn upp af værum blundi og gáfu gestunum engin grið. Það sem eftir lifði leiks náðu þeir að skora 30 stig gegn aðeins 13 stigum ÍA og ljóst að Skagamenn sprungu á limminu seinni hlutann í síðasta fjórðungi leiksins, lokatölur leiksins 92:70 fyrir Hamri. Stigahæstir í liði ÍA voru þeir Davíð Alexander Magnússon með 18 stig, Þórður Freyr Jónsson með 14 stig og þeir Ómar Örn Helga- son og Tómas Andri Bjartsson með 9 stig hvor. Hjá Hamri var Dareial Franklin ansi öflugur með 43 stig og 15 fráköst, Ragnar Magni Sig- urjónsson með 14 stig og Oddur Ólafsson með 8 stig. Vesturlandsslagur Skallagrímur og ÍA mættust svo á mánudagskvöldið og fór leikurinn fram í Fjósinu í Borgarnesi. Borg- nesingarnir byrjuðu betur í leikn- um og voru fljótlega komnir í 11:3 en Skagamenn voru ekkert á því að gefast upp og minnkuðu muninn í tvö stig eftir rúman sex mínútna leik. Þriggja stiga munur var á milli liðanna eftir fyrsta fjórðung og allt útlit fyrir spennandi leik, staðan 22:19 fyrir Skallagrími. Í öðrum leikhluta voru heimamenn sterk- ari, um tæpan miðjan annan leik- hluta var þó staðan 34:30 en þá fóru heimamenn hamförum, skoruðu 17 stig gegn aðeins fimm stigum gest- anna og staðan í hálfleik 51:35. Skallagrímsmenn héldu áfram að bæta við forskotið í þriðja leikhluta og þegar honum lauk var munur- inn orðinn 23 stig. Í fjórða og síð- asta leikhluta bitu Skagamenn hins vegar vel frá sér, skoruðu 31 stig gegn 16 stigum heimamanna en náðu þó aldrei að ógna sigri heima- manna. Fimm stiga munur var þegar 14 sekúndur lifðu af leiknum en Skallarnir hittu úr þremur víta- köstum í blálokin og tryggðu sér átta stiga sigur, 88:80. Engir áhorfendur voru leyfðir á leiknum sökum samkomutakmark- ana og því lítil stemning í Fjósinu en leikurinn var sýndur á YouTube í umsjón Nemendafélags Mennta- skóla Borgarfjarðar. Stigahæstir hjá Skallagrími í leiknum voru þeir Marinó Þór Pálmason með 25 stig, Bryan Battle með 21 stig og Davíð Guðmunds- son með 18 stig. Hjá ÍA var Nestor Saa með 28 stig, Hendry Engel- brecht með 17 stig og 14 fráköst og Aron Elvar Dagsson með 10 stig. Næsti leikur ÍA er gegn liði Sindra á Höfn í Hornafirði föstu- daginn 21. janúar og hefst leik- urinn klukkan 19:15. Næsti leikur Skallagríms er einnig gegn Sindra en hann fer fram föstudaginn 28. janúar í Borgarnesi og hefst klukk- an 19:15. vaks Marinó Þór Pálmason var með 25 stig gegn ÍA. Hér í leik á móti Tindastóli. Ljósm. glh Skallagrímur vann ÍA í Vesturlandsslagnum Ernir Daði hlaut Auðunsbikarinn. Kristín íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2021 Kristín Þórhallsdóttir með bikarinn ásamt Sonju Lind. Ljósm. umsb

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.