Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2022 17 Sýslumaðurinn á Vesturlandi SK ES SU H O R N 2 02 2 Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar Laugardaginn 19. febrúar 2022 verður kosið um sameiningu sveitarfélaga í þrennum kosningum sem hér segir; Blönduósbær og Húnavatnshreppur Eyja- og Miklaholtshreppur og Snæfellsbær Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er hafin. Í umdæmi Sýslumannsins á Vesturlandi fer hún fram á eftirtöldum stöðum: Akranesi - skrifstofu sýslumanns, Stillholti 16-18 Mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum. Borgarnesi - skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2 Mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00 til 15:00 en kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum. Búðardal - skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11 Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 09:30 til 13:00. Eyja- og Miklaholtshreppi - skrifstofu hreppsstjóra, Þverá Alla virka daga kl. 12:00 til 13:00. Stykkishólmi - skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2 Mánudaga til fimmtudaga kl. 10.00 til 15.00 en kl. 09:00 til 14:00 á föstudögum. Snæfellsbæ - skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4 Alla virka daga kl. 09:00 til 12:00 og 13:00 til 15:30. Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað. Stykkishólmi, 14. janúar 2022 Sýslumaðurinn á Vesturlandi RARIK ohf. | www.rarik.is/atvinna Sérfræðingur í stjórnstöð Nánari upplýsingar veita Gísli Þór Ólafsson, deildarstjóri stjórnstöðvar og starfsmannastjóri í síma 528 9000. Umsóknafrestur er til 24. janúar og skal skila umsókn með ferilskrá á www.rarik.is/atvinna. Helstu verkefni: • Stýring og vöktun veitukerfa RARIK • Aðgerðastjórnun • Skipulagning rofs og vinnu • Samskipti við viðskiptavini • Upplýsingagjöf til innri og ytri aðila Menntunar- og hæfniskröfur: • Rafmagnsiðn-, -tækni- eða -verkfræði • Þekking og reynsla af háspennukerfum er kostur • Jákvæðni og lipurð í samskiptum • Góð tölvukunnátta • Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt Óskað er eftir sérfræðingum í stjórnstöð fyrirtækisins. Stjórnstöð er ný deild og munu sérfræðingar deildarinnar taka þátt í mótun hennar ásamt innleiðingu nýrra kerfa sem notuð verða við úrlausn þeirra spennandi verkefna sem framundan eru. Þegar deildin tekur til starfa þá mun hún hafa umsjón með vöktun og stýringu veitukerfa RARIK ásamt öðrum verkefnum tengdum rauntímastjórnun og skipulagningu rofs og vinnu. Starfið er unnið á dag-, kvöld- og bakvöktum. Staðsetning sérfræðinga stjórnstöðvarinnar getur verið á fleiri en einni starfsstöð fyrirtækisins. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200 á 20 starfsstöðvum sem eru dreifðar vítt og breitt um landið. STARF Í BOÐI HJÁ RARIK Eins og komið hefur fram í frétt- um hefur Lögreglan á Suðurnesj- um ákveðið að loka Facebook síðu embættisins. Ástæðan er sögð sú að persónuvernd sé embættinu kappsmál og lögð áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við kröfur persónu- verndarlaga. Persónuvernd hafði gert athugasemd- ir við notkun lög- reglu hér á landi á samfélagsmiðl- inum Facebook og þá sérstak- lega í tengslum við móttöku upp- lýsinga í gegnum miðilinn. „Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í sam- skiptum sínum við almenning og loka síðunni.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ás- mundi Kristni Ásmundssyni að- stoðaryfirlögregluþjóns hjá Lög- reglunni á Vesturlandi er ekki ráð- gert að loka FB síðu embættisins, líkt og Suðurnesjamenn hafa gert. „Við munum ekki gera breytingar hjá okkur að óbreyttu,“ segir Ás- mundur í samtali við Skessuhorn. „Við höfum um 16 þúsund fylgj- endur að síðu okkar, eða svipað marga og allir skráðir íbúar í um- dæminu eru. Af því leiðir að síð- an er mjög skilvirk og góð leið fyr- ir Lögregluna á Vesturlandi að ná til fólks. Einnig er hægt að fá upp- lýsingar um okkur á logreglan.is. Við höfum m.a. ráðfært okkur við netsérfræðinga hjá embætti Lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu og niðurstaðan er sú að ekki er ástæða til að loka FB síðu embætt- isins. Við fylgjumst hins vegar mjög vel með athugasemdum sem skrif- aðar eru á síðuna, meðal annars við færslur, og tökum hiklaust út ummæli sem ekki eiga við. Meðan ráðuneytið gerir ekki athugasemd við þetta fyrirkomulag munum við því áfram halda FB síðu Lög- reglunnar á Vesturlandi opinni,“ segir Ásmundur. mm Ekki fyrirhugað að loka FB síðu Lögreglunnar á Vesturlandi FB síðu Lögreglunnar á Suðurnesjum var lokað í síðustu viku. Hluti lögregluliðsins á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.