Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2022 25 AUGLÝSING UM SKIPULAG – BORGARBYGGÐ Mávaklettur 10 - Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 13. janúar 2022 eftirfarandi tillögu samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Mávaklettur 10 í Bjargslandi, Borgarnesi. Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 Breytingin tekur til 0,1 ha svæðis í Bjargslandi Borgarnesi og er um að ræða breytingu á landnotkun, svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði í stað óbyggðs svæðis. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 var auglýst frá 24. nóvember til 6. janúar 2022. Athugasemdir bárust frá hagsmunaaðilum. Brugðist var við þeim eða þeim send umsögn. Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til þjónustuvers Borgarbyggðar á Bjarnabraut 8, Borgarnesi eða skipulags- og byggingardeildar Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda. Aðalskipulagsbreyting Sveitarstjórn Borgarbyggðar AUGLÝSING UM SKIPULAG Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Flatahverfi á Hvanneyri í í Borgarbyggð. Deiliskipulag Flatahverfi Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 13. janúar 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Flatahverfi á Hvanneyri í Borgarbyggð. Deiliskipulagssvæðið tekur helst til breytingar á gerð húsa þar sem 12 parhúsalóðum er breytt í 9 einbýlishúsalóðir og 3 raðhúsalóðum er breytt í 2 parhúsalóðir. Bindandi byggingarlínu húsa er breytt og mænisstefna tekin út. Markmið breytingar er að svara eftirspurn eftir einbýlishúsalóðum á Hvanneyri. Tillagan samræmist aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Ofangreind deiliskipulagstillaga er aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 20. janúar til og með 3. mars 2022. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindri tillögu þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýsta skipulagstillögu og er frestur til að skila inn athugasemdum til 3. mars 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnabraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is. Borgarbyggð, 19. janúar 2022 Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar. Síðastliðinn laugardag gerðu lægð- irnar örstutt hlé á ferðalögum sín- um yfir landið. Blaðamaður brá sér bæjarleið til að æfa dróna- flug. Leiðin lá inn í Hvalfjörð að gömlu Olíustöðinni, braggahverf- inu og athafnasvæði Hvals. Þar hef- ur hvalstöðin verið allt frá 1948, kúrir undir Þyrilsklifi, minjar um öfluga atvinnustarfsemi. Nú eru nokkur ár frá því síðast var skorinn hvalur í stöðinni en öllu er vel til haga haldið og viðhaldi mannvirkja og tækja sinnt, þannig að án mikils fyrirvara væri hægt að kveikja upp að nýju. Tveimur hvalveiðibátum var fyrir nokkrum árum komið fyrir til geymslu í flæðarmálinu skammt frá hvalstöðinni. Í stuttu stoppi sást enginn á ferð, hvorki í stöðinni né braggahverfinu. Oft hefur verið meira líf á þessum stað, en hver veit síðar? Leyfum myndunum að tala sínu máli. mm Hvalstöð í kyrrð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.