Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 202210 Allur tiltækur mannskapur Slökkvi- liðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallaður út klukkan 21:15 síð- astliðið fimmtudagskvöld vegna elds í kjallara Brekkubæjarskóla við Vesturgötu á Akranesi. Mikill eld- ur var þá í smíðastofu á neðstu hæð í vesturenda hússins, næst sjúkra- húsinu. Slökkvistarf gekk greið- lega fyrir sig og var búið að slökkva eldinn fyrir klukkan tíu. Hófst þá vinna við að reykræsta húsið auk þess sem hitamyndavél var beitt til að útiloka að glæður leyndust innan dyra. Engan sakaði. Ljóst er að mikið tjón varð, en lán í óláni var að húsnæðið hefur staðið ónotað síðustu mánuði og var fyrir dyrum að hefja viðgerðir á því sökum rakaskemmda. Lögregla fer með rannsókn á brunanum. Af þessum sökum féll skólahald niður í Brekkubæjarskóla síðasta föstudag og á hádegi á mánudag voru nem- endur sendir heim sökum slæmra loftgæða. mm Nýstofnað fyrirtæki Snælda ehf., sem er í eigu Hraðfrystihúss Hell- issands og KG fiskverkunar í Rifi ásamt litlum eignarhluta Snæfells- bæjar, er byrjað framkvæmdir við byggingu tveggja raðhúsa á Hell- issandi. Byrjað er að jarðvegsskipta í grunnum undir húsin, en þetta verða tvö raðhús með þremur íbúð- um í hvoru og verða fjórar íbúðir 116 fermetrar að stærð með bílskúr en hinar tvær verða 80 fermetrar. Það er Nesbyggð sem byggir húsin en Stafnafell annast jarðvegsvinnu. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir í samtali við Skessuhorn að það vanti íbúðir í Snæfellsbæ og talsverður skortur er á vinnuafli í sveitarfélaginu. „Það vantar fólk alls staðar til starfa,“ segir Kristinn. Hann segir að m.a. vanti tilfinnanlega iðnaðarmenn á svæðið auk sjómanna. Hann vonast því til að þessar nýbyggingar muni laða að fólk til búsetu og starfa. Áætlað er að húsin verði tilbúin í lok þessa árs og verða þau sett í al- menna sölu. af Nákvæm skráning slökkviliðs fer einatt fram á því hverjir fara nærri eldinum og sinna reykköfun. Bruni í Brekkubæjarskóla á Akranesi Slökkvilið að hefja vinnu sína um klukkan 21:20. Hér eru slökkviliðsmenn að ljúka slökkvistörfum. Starfsmenn Stafnafells voru að keyra í grunna húsanna sem staðsett verða við hlið ráðhúss Snæfellsbæjar og með glæsilegu útsýni upp að Snæfellsjökli. Snælda byggir nýtt íbúðarhúsnæði á Hellissandi Mikið tjón varð í Brekkubæj- arskóla á fimmtudaginn. Ekk- ert skólahald var daginn eft- ir og á mánudag lauk skóla á há- degi vegna mikillar brunalyktar í skólanum. „Eins og börnin ykkar urðu áþreifanlega vör við í dag var of mikil bjartsýni að hefja skóla- starf svona fljótt eftir brunann. Um leið og útidyr fóru að vera opnar og umferð um skólann jó- kst dreifðist óloftið um allt hús. Fjölmargir nemendur og starfs- menn fundu fyrir miklum ein- kennum í dag og ekki hægt að bjóða upp á að vera í húsinu und- ir þessum kringumstæðum. Ver- ið er að vinna áfram að hreinsun og loftræstingu og ættu loftgæð- in að vera komin í lag eftir helgi.“ Þetta kom fram í pósti frá skóla- stjórnendum Brekkubæjarskóla sem sendur var til foreldra varð- andi breytingu á skipulagi skóla- starfs það sem eftir lifir þessarar viku. Þar kom einnig fram að kennsla yrði felld niður í gær, þriðju- dag, en frístundin fyrir 1.-4. bekk væri opin eins og venjulega. 1.-4. bekkur átti að mæta í skólann alla vikuna á víð og dreif um bæinn frá klukkan 8.10 til 12 en hann verð- ur á fjórum stöðum: Í frístund- inni í íþróttahúsinu, Skátaheimil- inu við Háholt, gamla Iðnskólan- um og gamla Landsbankahúsinu við Akratorg. Nemendur í 5.-10. bekk verða hins vegar í heima- skóla út vikuna og fengu upplýs- ingar frá bekkjarteymunum í gær hvernig honum yrði háttað. vaks Unnið að hreinsun og loftræstingu í Brekkubæjarskóla

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.