Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 202218 Árið 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn tæp 58 þúsund tonn af áburði og jarðvegsbætandi efnum, alls 368 tegundir. Innlendir framleiðendur eru 16 á skrá en það eru fyrirtæki sem framleiða áburð eða jarðvegs- bætandi efni hér á landi. Áburðar- fyrirtæki sem voru með skráða starf- semi á árinu eru því 40. Þetta kem- ur fram í samantekt Matvælastofn- unar. Langmestur áburður var not- aður til jarðræktar hjá bændum, eða 44 þúsund tonn, næst mest var notað í ylrækt eða tæp tvö þúsund tonn, en annar áburður er notað- ur á íþróttavelli, sem blóma áburður og til jarðvegsbætingar. Nú eru innflytjendur tilbúins áburðar farn- ir að birta verðskrár sínar. Fyrir bændur í landinu boðar verðskráin váleg tíðindi, því algeng hækkun á áburði er um 100% frá síðasta ári. Í sauðfjárrækt þar sem afkoman hef- ur ekki verið góð standa bændur því frammi fyrir vanda vegna áburðar- kostnaðar, sem bætist við lágt af- urðaverð. Fyrstur kemur fyrstur fær Hjónin Gróa Jóhannsdóttir og Arnaldur Sigurðsson búa með sauð- fé á jörð sinni Hlíðarenda á Breið- dal, hafa um 300 fjár. Gróa er fædd og uppalin í Álftártungu á Mýr- um. Þau hjónin urðu búfræðingar frá Hvanneyri 1985 og hafa síðan búið fyrir austan. Hafa bæði unnið samhliða búrekstri sínum í mis- miklum stöðugildum. Gróa skrif- ar áhugaverða færslu á Facebook síðu sína í liðinni viku þar sem hún velti upp þeirri þröngu stöðu sem hún og aðrir sauðfjárbændur standa frammi fyrir: „Í gærkvöldi settist ég niður og ætlaði að fara að panta áburðinn, vissi alveg af þeim hækk- unum sem boðaðar hafa verið (upp undir 100%). En þegar maður fer að setja upp í Excel verður þetta allt skuggalega raunverulegt. Mið- að við árið í fyrra fór um 31,5% af innlegginu í áburðarkaup en ef ég reikna með að ég panti sama magn af áburði núna og árið 2021 þá fara um 62,5% af afurðaverði síð- asta hausts í áburðarkaup (hef ekki neinar forsendur aðrar en að reikna út frá því afurðaverði, þar sem ekki er ljóst hvert afurðaverð haustsins verður),“ skrifar Gróa. Hún segir að bændur hafi verið hvattir til að panta áburð sem fyrst til að tryggja sér áburð því ekki sé víst að hægt verði að tryggja það magn sem þarf og því gildi fyrstur kemur fyrstur fær. Vilja ekki þurfa að leita á náðir ríkisins „Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja 700 milljónir króna í að styrkja bændur vegna þessara hækkana. Ég veit ekki hvernig það verður reikn- að á bú, en trúlega út frá áburðar- notkun síðustu ára. Einhvers stað- ar sá ég því fleygt að aukakostnað- ur bænda vegna þessara hækkana væri ca. tveir milljarðar þannig að þetta dekkar líklega um þriðjung af því. Það er svo langt frá því að vera æskilegt að greinin okkar skuli vera í þeirri stöðu að þurfa að leita á náðir ríkisins í hvert skipti sem eitthvað gefur á og rekstrarum- hverfið þannig að við þolum ekki neinar ágjafir. Og hver er kominn til með að segja að áburðarverð eða aðrar aðfangahækkanir komi til með að vera gengnar til baka næsta ár og þá hvað,“ spyr Gróa. Hún tekur það fram að flest- ir bændur hafa nýtt sér þann hús- dýraáburð sem fellur til á búunum og áburðarkaup hafa tekið mið af því þannig að hann getur ekki ver- ið sú björg að spara áburðarkaup í stórum mæli. „Mig langar ekki til að vera svartsýn en því miður sé ég bara ekki hvernig á að láta þetta dæmi ganga upp og sú spurn- ing leitar á mig hvort þetta verði í síðasta skipti eða næst síðasta skipti sem ég sest niður til að panta áburð,“ skrifar Gróa Jóhannsdótt- ir. mm/ Ljósm. úr einkasafni Straumhvörf eru að verða í sauð- fjárrækt á Íslandi og baráttunni við riðuveiki. Á síðu Ráðgjafarmið- stöðvar landbúnaðarins (RML) er greint frá því að búið sé að finna hina klassísku verndandi arf- gerð (ARR) gegn riðuveiki í sauð- fé. „Hin klassíska verndandi arf- gerð gegn riðuveiki í sauðfé, ARR, hefur nú fundist í fyrsta sinn í ís- lenskri kind. Þetta er stórmerkur fundur, því hér er um að ræða arf- gerð sem er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi og unnið hefur ver- ið með í löndum Evrópusambands- ins við útrýmingu riðu með góðum árangri. Arfgerðin hefur aldrei áður fundist í sauðfé hérlendis þrátt fyr- ir víðtæka leit en nýlega hafa ver- ið fluttar fréttir af annarri fágætri arfgerð sem fundist hefur í ör- fáum kindum, T137, sem ítalsk- ir vísindamenn hafa sýnt fram á að virki verndandi þar í landi. Sú arf- gerð er hins vegar ekki viðurkennd af Evrópusambandinu né íslensk- um yfirvöldum, enn sem komið er,“ segir í frétt RML. En gefum sér- fræðingum orðið: „Fyrir rúmlega 20 árum varð vís- indamönnum ljóst að ARR afbrigði príonpróteinsins veitti vörn gegn riðuveiki í sauðfé. Riðuveiki er svo- kallaður príonsjúkdómur sem veld- ur ólæknandi heilahrörnun vegna umbreytingar og uppsöfnunar á príonpróteininu. Skipulegar að- gerðir til að hefta útbreiðslu riðu hérlendis hófust upp úr 1980 og frá árinu 1986 hafa allar hjarðir þar sem einstaklingur greinist með dæmigerða riðu hér á landi, ver- ið skornar niður. Um síðustu alda- mót voru gerðar rannsóknir hér á landi er varða næmi kinda með mismunandi arfgerðir fyrir riðu- veiki. Í þessum rannsóknum fannst ARR ekki þrátt fyrir skipulega leit. Frá þessum tíma hefur verið unnið hér með arfgerðir sem hafa mis- mikið næmi fyrir riðusmiti og litið svo á að íslenska kindin byggi ekki yfir arfgerð sem væri fullkomlega verndandi líkt og þekkist í mörgum erlendum sauðfjárkynjum. Síðastliðið vor var hleypt af stokkunum tveimur rannsóknar- verkefnum sem höfðu sama megin- markmið - að leita að verndandi arfgerðum gegn riðu í íslensku sauðfé. Annars vegar eru það sér- fræðingar á Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum og hins vegar sauðfjár- bóndinn Karólína Elísabetardótt- ir ásamt erlendum vísindamönn- um sem standa fyrir rannsóknun- um. Þessi rannsóknaverkefni hlutu bæði styrk úr Þróunarsjóði sauð- fjárræktarinnar sem er í umsjá At- vinnu- og nýsköpunarráðuneytis- ins. Forsvarsmenn þessara verkefna mynduðu síðan teymi sem unnið hefur saman. Þar sem vonin var veik að finna ARR arfgerðina þá er ætlunin að rannsaka alla mögulega breytileika í príonpróteininu í þeim tilgangi að finna fleiri arfgerðir sem gætu mögulega nýst til að auka riðuþol íslensku kindarinnar. Jafn- framt var horft til þess að skoða fé af íslenskum uppruna á Grænlandi, ef þrautalendingin yrði að sækja þyrfti erfðaefni út fyrir landstein- ana. Þegar raðgreind höfðu verið rúmlega 4.200 sýni, sem bæði til- heyra þessari rannsókn og öðrum verkefnum á síðustu 10 mánuð- um gerðist hið óvænta, sex einstak- lingar fundust á Austurlandi sem bera arfgerðina ARR. Kindurn- ar eru allar á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Í fyrstu greindust í hjörðinni tveir gripir en sýni úr þeim höfðu verið send til Þýska- lands í greiningu. Í kjölfar þeirra niðurstaðna voru strax tekin aftur sýni úr þessum sömu gripum sem og nákomnum ættingjum þeirra. Þau voru greind á tilraunastofu MATÍS í Reykjavík. Þær greiningar staðfestu fyrri niðurstöðu en jafn- framt fundust fjórir skyldir grip- ir til viðbótar á bænum sem bera þessa arfgerð. Kindur þessar eru kollóttar og rekja ættir sínar m.a í kollótta féð í Reykhólasveit og á Ströndum. Þessi fundur gefur miklar vonir um að fé með ARR arfgerðina geti fundist víðar á landinu. Það kem- ur sér vel að um þessar mundir er að hefjast stórátak meðal bænda í riðuarfgerðargreiningum, þar sem áætlað er að ná a.m.k. upplýsing- um um arfgerðir 15 þúsund gripa til viðbótar nú í vetur. Það er því orðinn raunhæfur möguleiki að bændur geti fundið ARR ásamt fleiri spennandi arfgerðum s.s. T137-breytileikanum sem hugsan- lega mun einnig virka fullkomlega verndandi í íslensku sauðfé. Þessi fundur getur gjörbreytt baráttunni við riðuveiki þar sem ekki þarf að byrja á því að fá þessa arfgerð viðurkennda. Fljótlega mætti því taka upp reglur að fyrir- mynd ESB sem m.a. þýðir að ekki þurfi að skera allar kindur á bæjum þar sem upp kemur riða. Í löndum Evrópusambandsins er ekki skylda að skera niður kindur sem bera ARR þó riða sé staðfest í hjörðinni – því talið er að slíkar kindur geti hvorki veikst né smitað annað fé ef þær eru arfhreinar fyrir ARR. Fyrir ræktunarstarfið verður áskorunin á næstu árum að koma ARR arfgerðinni sem hraðast inn í stofninn án þess að draga um of úr erfðafjölbreytileika hans. Vonandi mun áframhaldandi leit í stofninum skila upplýsingum um fleiri gripi með þessa arfgerð. Eins er mjög mikilvægt að halda áfram rann- sóknum á öðrum mögulega vernd- andi stökkbreytingum s.s. T137. Ef niðurstöður rannsóknanna eru sam- kvæmt óskum, gæti Ísland orðið fyrsta landið í heimi sem nýtir sér fleiri en eina verndandi arfgerð. Það myndi hafa jákvæð áhrif á fjölda mögulegra ræktunargripa og á erfðabreytileika stofnsins, en einnig hraða uppbyggingu þolins stofns. Hér eru um gríðarlega merk og mikilvæg tíðindi að ræða fyrir ís- lenska sauðfjárrækt og baráttuna við riðuveiki sem gefur góða von um að það verði hægt að útrýma sjúkdómnum í náinni framtíð.“ Undir þessa tímamótafrétt skrifa þau sem standa að rannsókninni: Eyþór Einarsson, sauðfjárræktar- ráðunautur, Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins, Gesine Lühken, prófessor, Universität Gießen, Þýskalandi, Karólína Elísabetar- dóttir, sauðfjárbóndi, Hvamms- hlíð, Stefanía Þorgeirsdóttir, sér- fræðingur, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og Vilhjálmur Svansson, sérfræðing- ur, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. mm Sauðfjárbændur uggandi vegna áburðarverðshækkana Gróa og Arnaldur eru hér að bólusetja fé, hefðbundið vorverk sauðfjárbænda. Fyrsti sláttur að hefjast á Hlíðarenda. Verndandi arfgerðin ARR fundin í sauðfé Fyrsti hrútur landsins sem greinist með ARR arfgerðina. Gimsteinn 21-001 frá Þernunesi í Berufirði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.