Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2022 19 Sumarstörf hjá Elkem Við leitum eftir öflugum liðsmönnum!  Að vinna á metnaðarfullum, framsæknum og faglegum vinnustað?  Að framleiða hágæðaafurðir?  Að vinna hjá alþjóðlegu tæknifyrirtæki?  Að leggja þitt að mörkum til að minnka kolefnisfótspor mannkyns?  Að vinna á stað sem leggur áherslu á öryggi, gæði, jafnrétti og heilindi? Hæfniviðmið:  Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri og vera með ökuréttindi.  Vilji og geta til að vinna í krefjandi aðstæðum.  Góð öryggisvitund og jákvætt viðhorf.  Sýna frumkvæði í verki og sjálfstæð vinnubrögð.  Öguð og nákvæm vinnubrögð ásamt stundvísi.  Góður samstarfsmaður sem sýnir virðingu. Sótt er um rafrænt á ráðningarvef Elkem á www.elkem.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar. Um Elkem Elkem Ísland er hluti af Elkem AS sem er alþjóðlegt fyrirtæki. Elkem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu á kísilmálmi. Afurðir okkar eru m.a. notaðar til að hjálpa rafbílum að komast lengra, bætir orkunýtingu í raftækjum sem gegnir mikilvægu hlutverki í að draga úr kolefnisfótspori heimsins. Í starfi okkar leggjum við höfuð áherslu á fagmennsku, framsækni, jafnrétti og sátt við umhverfið. Langar þig: Elkem auglýsir eftir öflugu og hæfileikaríku fólki í sumarstörf sem eru ýmist vaktavinnu störf eða dagvinnu störf. Elkem er skemmtilegur og fjölbreyttur vinnustaður og hentar öllum, óháð kyni. Vakin er athygli á því að Elkem er vímuefnalaus vinnustaður.  Öðlast vinnuvélaréttindi í samstarfi við Elkem.  Rútuferðir frá Akranesi, til og frá vinnu. Fríðindi í starfi: Í tilefni bóndadagsins bjóðum við 15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HERRAVÖRUM (fatnaður, ilm- og snyrtivörur) Gildir fimmtudag, föstudag og laugardag BÓNDADAGURINN ÚTSALAN í fullum gangi Rétt fyrir klukkan hálf fimm að- fararnótt þriðjudags var Slökkvilið Borgarbyggðar kallað út, en eldur var þá laus í nýbyggingu við Brák- arsund 3 í Borgarnesi. Eldurinn var að líkindum búinn að krauma í nokkurn tíma áður en Slökkvi- lið var kallað út. Þetta staðfestir Heiðar Örn Jónsson varaslökkvi- liðsstjóri í samtali við Skessuhorn. Eldur var í öllum íbúðum hússins á 1. og 2. hæð, mestur á efri hæð- inni. Skamman tíma tók að slökkva eld á neðri hæð en slökkvistarf á efri hæð og í þaki tók um eina til eina og hálfa klukkustund, að sögn Heiðars. Eftir það tók við töluverð vinna við að slökkva í glæðum en ekki var búið að ljúka því fyrr en um klukkan tíu í gærmorgun. Að sögn Heiðars gekk slökkvi- starf mjög vel miðað við aðstæður en töluvert rok var á svæðinu um nóttina og framan af morgni. Þar sem tókst að halda rúðum heilum þeim megin sem vindurinn stóð á húsið var hægt að koma í veg fyr- ir að blástur kæmist inn í húsið en aukið súrefni hefði magnað upp eldinn. Húsið er mikið skemmt af eldi, hita, reyk og vatni. Að slökkvistarfi loknu tók lög- regla við rannsókn á vettvangi. mm Slökkvilið var enn að störfum um klukkan átta í gærmorgun. Ljósm. glh. Eldur kom upp í timburhúsi í byggingu Eldur kviknaði í timburhúsi í Borgarnesi aðfararnótt þriðjudags. Ljósm. Heiðar Örn Jónsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.