Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 20226 Getspakur Akureyringur LANDIÐ: Það var glúrinn tippari sem fékk 13 rétta á enska getraunaseðlinum á laugardaginn og vann tæp- ar 18 milljónir króna. „Tipp- arinn keypti miðann í get- raunaappinu og er þetta hæsti vinningur sem unnist hefur á enska getraunaseðil- inn sem keyptur er í appinu. Tipparinn tvítryggði 7 leiki, þrítryggði 1 leik og var með eitt merki á 5 leikjum. Alls kostaði getraunaseðillinn 5.760 krónur. Tipparinn er frá Akureyri og er stuðnings- maður KA,“ segir í tilkynn- ingu frá Íslenskri getspá. -mm Með nef fyrir gámum STYKKISH. Hringt var í Neyðarlínuna síðasta þriðju- dagskvöld í liðinni viku og tilkynnt um að skipsnef- ið á Baldri hefði fallið ofan á frystigám í stafninum. Stefnið læstist ekki en féll niður á gám þegar verið var að aka vöruflutningabifreið úr ferjunni og eyðilagðist gámurinn. -vaks Ók á skilti AKRANES: Um miðja síð- asta miðvikudagsnótt var hr- ingt í Neyðarlínu og tilkynnt um að ökumaður hefði ekið niður skilti á Innnesvegi og bíllinn væri hálfur úti í veg- kanti. Lögregla kom á stað- inn og í ljós kom að öku- maðurinn hafði misst stjórn á bílnum vegna hálku og ekið á akbrautarmerki á um- ferðareyju. Bíllinn var óöku- hæfur eftir óhappið og kom dráttarbíll og fjarlægði bíl- inn. -vaks Blaðrað í farsíma undir stýri BORGARNES: Síðasta miðvikudag var ökumað- ur á bíl með tengivagni tek- inn við það athæfi að tala í farsíma og skömmu síð- ar kom í ljós að hann var með með útrunnið ökuskír- teini. Hann á von á sekt upp á fjörutíu þúsund fyrir hvort tilvik eða samtals 80 þús- und krónur í sekt. Sama dag var annar bílstjóri tekinn við sömu iðju en skírteinið í lagi og á von á 40 þúsund krón- um í sekt. -vaks Fuku út af SNÆFELLSNES: Tvær sendibifreiðar fuku út af veginum síðasta miðvikudag á Vatnaleið. Engin slys urðu á fólki og tjón minniháttar. Aðstoð kom á vettvang enda vonskuveður og mjög blint. -vaks Góð afkoma af lottóinu LANDIÐ: Íslensk getspá hef- ur ákveðið að greiða eigendum sínum 300 milljónir króna í aukagreiðslu vegna góðrar af- komu af lottóspili á síðasta ári. Eigendur Íslenskrar getspár eru þrír. Það eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), sem á 46,67% hlut, Ör- yrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) á 40% og UMFÍ 13,33%. Í til- kynningu frá UMFÍ kemur fram að félagið fái rétt tæpar 40 milljónir króna í sinn hlut og var þeim fjármunum út- hlutað í vikubyrjun. Upphæð- in rann að langstærstum hluta til sambandsaðila UMFÍ og að hluta í Fræðslu- og verkefna- sjóð UMFÍ en hvoru tveggja styður við grasrótarstarfið um allt land. -mm Kennarar felldu kjarasamning LANDIÐ: Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi grunn- skólakennara hefur fellt nýj- an kjarasamning FG og Sam- bands íslenskra sveitarfé- laga. Nei sögðu 73,71% en já 24,82%. Kjörsókn var 69 pró- sent, en 3.529 af 5.092 félags- mönnum KÍ greiddu atkvæði. Skrifað var undir kjarasamn- inginn 30. desember síðast- liðinn. -mm Sveitarstjórn Dalabyggðar hef- ur formlega eyrnamerkt 250 millj- ónir króna til byggingar íþrótta- mannvirkja í Búðardal á þessu ári, en alls er áætlað að verkefnið kosti 950 milljónir á byggingartíman- um til ársins 2024. Á fundi sveit- arstjórnar síðastliðinn fimmtu- dag var tekin umræða um skip- un byggingarnefndar mannvirkj- anna. Fyrir fundinum lá tillaga um að þessi stjórn yrði skipuð byggð- arráði, varaoddvita og sveitarstjóra. Nokkur umræða fór fram á fund- inum og komu fram ýmis sjónar- mið um skipan nefndarinnar og að- gang hennar að sérfræðiþekkingu. Einnig var rætt um kostnað við nefndina, sem talinn er verða rúm- lega þrjár milljónir. Tillaga var lögð fram um að sveitarfélagið auglýsti eftir áhugasömum einstaklingum í nefndina og hún yrði síðan skip- uð á næsta sveitarstjórnarfundi. Var tillagan samþykkt samhljóða. Þessi aðferð við skipan í nefndir er nokk- uð nýstárleg og gefur þeim íbúum sem hafa brennandi áhuga á mál- efninu tækifæri til að leggja verk- efninu starfskrafta sína. Í samtali við Kristján Sturluson sveitarstjóra kom fram að með- al þess sem nefndin muni þurfa að fjalla um sé ferill verkefnisins, m.a. hvort verkið verði boðið út í alút- boði, þar sem verktakinn myndi vinna allt frá hönnun og efnisvali til framkvæmdar, eða hvort verk- ið verði brotið niður í smærri ein- ingar, sem boðnar verði út sitt í hvoru lagi í smærri áföngum. Hann nefndi jafnframt að ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um fjölda nefndarmanna, en það mun verða meðal þess sem sveitarstjórn tekur afstöðu til á næsta fundi sínum, þar sem nefndin verður skipuð. Fjárhagslegt svigrúm Eyjólfur Ingvi Bjarnason, oddviti sveitarstjórnar, sagði í samtali við Skessuhorn að ætlunin væri að fara í jarðvegsvinnu á þessu ári og von- ast sveitarstjórn til þess að hægt verði að taka mannvirkin í notk- un um mitt ár 2024. Spurður hvort sveitarfélagið hafi burði til að fara í svo stóra framkvæmd segir Eyjólf- ur svo vera. Framkvæmdatímanum verður skipt niður í nokkur ár og ætlar sveitarfélagið að taka lán eins og þarf hverju sinni. Hann segir sveitarfélagið eiga sjóði sem geng- ið verður á nú til að byrja með en lánasafn sveitarfélagsins er að klár- ast á næstu einu til tveimur árum og skapast þá skilyrði til að taka ný lán. „Þetta er bara eitthvað sem þarf að gera ef við viljum að þetta svæði verði samkeppnishæft,“ seg- ir Eyjólfur. Lengi hefur staðið til að byggja íþróttamannvirki í Búðardal og oft hefur það verið rætt að fyrst þyrfti að selja Laugar í Sælingsdal. Eyjólf- ur segir það þó ekki lengur vera forsendu fyrir því að hægt verði að hefja framkvæmdir. Staðan sé þannig í dag að rými sé að mynd- ast fyrir frekari lántöku og því geti sveitarfélagið farið í framkvæmd- irnar óháð því hvort takist að selja Laugar. „Laugar eru enn á sölu og við auglýsum alltaf annað slag- ið. Við fundum þó nokkurn áhuga á að kaupa Laugar í kringum ára- mótin 2019-2020 en svo kom þessi veira og þá höfum við bara séð undir hælana á öllum. Það halda allir að sér höndum eins og stað- an er í dag,“ segir Eyjólfur Ingvi að endingu. bj/arg Teikning að fyrirhuguðum íþróttamannvirkjum. Ætla að hefja framkvæmdir við íþróttamannvirki í Búðardal á þessu ári Búðardalur. Ljósm. sm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.