Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 202226 Í janúarmánuði ár hvert um heim allan fer fram vitundarvakningin og verkefnið Veganuary, eða Vegan- úar eins og það kallast hérlendis, og er á vegum Samtaka grænkera á Íslandi síðan árið 2016. Eins og nafnið gefur til kynna er verið að skeyta saman tveimur orðum, janú- ar og vegan, svo úr verði Veganúar. Í heilan mánuð er verið að kynna veganisma og fólk almennt hvatt til að nýta þennan tíma til að máta sig við vegan lífstílinn. En hvað er vegan eða veganismi gætu sumir spurt sig? „Í stuttu máli mætti svara því að allir þeir sem eru vegan leit- ast við að útiloka og forðast, eftir fremsta megni, hagnýtingu og of- beldi gagnvart dýrum, hvort sem það á við fæðu, fatnað, skemmtun eða aðra neyslu, eins og það er út- skýrt á heimasíðu Samtaka græn- kera á Íslandi,“ segir Guðrún Vala Elísdóttir í Borgarnesi. Tvö ár eru liðin síðan Guðrún Vala kyngdi síðasta kjötbitanum og segir hún ástæðuna fyrir því að hafa gerst vegan hafi fyrst og fremst verið vegna heilsufarsástæðna. „Ég hafði dregið mjög mikið úr kjötáti, var löngu hætt að borða unna kjötvöru og svínakjöt, síðan kjúkling og svo koll af kolli. Ég borðaði samt alltaf fisk. En fyrir tveimur árum breytti ég alveg yfir og gerðist vegan,“ segir Guðrún Vala við blaðamann Skessuhorns. Gæti ekki hugsað sér að fara til baka Guðrún Vala starfar sem náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri hjá Símenntunarmiðstöð Vestur- lands. Hún segir það oft stremb- ið að vera vegan í litlu bæjarfélagi á borð við Borgarnes. „Það mætti bjóða upp á meira úrval af vegan- réttum á veitingastöðum og fjöl- breyttara vöruúrval í kjörbúðun- um, til þess að mataræðið verði ekki einhæft. Heimsbyggðin stefnir í þessa átt, að mínu mati, líklega verða ekki allir vegan á minni lífstíð, en við stefnum þangað, í átt að veganisma,“ seg- ir Guðrún Vala hreinskilin. Sjálf er hún alin upp í sveit í Dölunum og snemma kennt að borða kjöt og drekka mjólk eins og flest- ir Íslendingar í þá daga. „Það er kannski ekki beint algengt að ein- hver á mínum aldrei breyti allt í einu yfir í vegan, sérstaklega þar sem ég er alin upp í sveit. Mér þótti mjólk alltaf vond og kjöt fór ekki vel í mig. Ég finn allavega mikinn mun á heilsunni eftir að ég breytti yfir í vegan. Maginn, ristillinn og heilsan heilt yfir, mér líður betur og ég gæti ekki hugs- að mér að fara til baka,“ bætir hún við ánægð með ákvörðun sína. Eldfim umræða Að vera vegan vekur upp spurn- ingar um hefðir, hátíðarmat og þess háttar. Þetta getur verið eldfim um- ræða inn á kaffistofum almennt, kjöt eða vegan? Sjálf segir Guðrún Vala upplifa sig í minnihluta þegar kemur að þessari umræðu og finnst stundum skorta á skilningi í hennar garð. „Ég hef oft fengið spurningar eins og „bíddu, ertu ennþá vegan,“ eða, „ertu ekki að fara hætta þessari vitleysu?“ Eins hef ég verið í að- stæðum þar sem maður jafnvel hreinlega gleymist, verandi kannski eini einstaklingurinn í hópi sem er vegan þegar farið er út að borða svo dæmi sé tekið,“ rifjar Guðrún Vala upp. „Það er reyndar alltaf hollt að upplifa sig í minnihlutahópi, þá fer maður ekki að taka hlutum sem sjálfsögðum,“ segir Guðrún Vala að endingu. Guðrún Vala heldur úti Face- book hópi sem heitir Vegan Vestur- land fyrir veganista á svæðinu og er notaður til að deila uppskriftum og upplýsingum tengdum veganisma. Áhugasamir eru hvattir til að ganga í hópinn. glh Fréttamaðurinn og rannsóknar- blaðamaðurinn Helgi Seljan hef- ur gengið til liðs við Stundina og látið af störfum hjá Ríkissjón- varpinu. Helgi hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín hér- lendis og erlendis, meðal annars þrenn blaðamannaverðlaun Ís- lands og níu tilnefningar til sömu verðlauna. Feril sinn í fjölmiðl- um hóf Helgi á héraðsfréttablað- inu Austurglugganum árið 2002 en fór þaðan á DV, Talstöðina og svo fréttastofu Stöðvar 2, áður en hann gekk til liðs við Kastljós RÚV árið 2006, þar sem hann starfaði allt þar til fréttaskýringa- þátturinn Kveikur varð til árið 2017. Helgi hefur tekið þátt í og leitt rannsóknir og umfjallanir um nokkur af stærstu fréttamál- um síðustu ára, meðal annarra um Panamaskjölin og Samherjaskjöl- in í samvinnu við Stundina. Aðrar breytingar á ritstjórn Samhliða breytingunum stígur Jón Trausti Reynisson úr stóli rit- stjóra og verður eingöngu fram- kvæmdastjóri Útgáfufélagsins Stundarinnar og blaðamaður á rit- stjórn Stundarinnar. Frá stofn- un Stundarinnar í janúar 2015 hafa ritstjórar verið tveir, en Ingi- björg Dögg Kjartansdóttir verður framvegis ein aðalritstjóri. Meðal annarra blaðamanna á Stundinni eru Aðalsteinn Kjartansson, Alma Mjöll Ólafsdóttir, Freyr Rögn- valdsson, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Margrét Marteinsdóttir. Útgáfufélagið Stundin ehf. er í dreifðu eignarhaldi með ákvæð- um um valddreifingu hluthafa inn- bundna í samþykktum félagsins og ræður enginn einn eigandi yfir meira en 12% eignarhlut. mm Í liðinni viku var opnaður hjóla- brettagarður í íþróttahúsinu á Hell- issandi, en frá því var greint á Face- book síðu Snæfellsbæjar. Hjóla- brettagarðurinn var hannaður og settur upp af Sk8roots Project en það er verkefni sem miðar að því að kynna kosti brettaíþrótta fyr- ir börnum og fullorðnum. Verk- efnið er samstarfs Snæfellsbæjar og Umf. Víkings/Reynis og stuðl- ar að auknum fjölbreytileika þeirra íþróttagreina sem stendur til boða í sveitarfélaginu. Strákarnir sem standa að verkefninu heita Pétur, Hugo og Stefán. Þeir hafa unnið að því að setja aðstöðuna upp síðustu vikur og fengið góða hjálp úr sam- félaginu, meðal annars hafa þeir fengið efnivið, málningu, skrúfur og ýmislegt fleira frá fyrirtækjum og einstaklingum í Snæfellsbæ. Fyrst um sinn verður opið hús í íþróttahúsinu og allir velkomnir á ákveðnum tímum en þegar fram líða stundir ætla þeir félagar að byrja með skipulagðar æfingar fyr- ir börn og einstaklinga sem búa við fötlun. Brettagarðurinn opnaði eins og áður sagði í vikunni sem leið og sló í gegn hjá þeim sem komu og prófuðu. Íþróttahúsið á Hell- issandi hefur ekki verið í notkun síðustu tvö ár og því fengið nýtt líf með tilkomu hjólabrettagarðsins. Ljóst er að þar verður mikið fjör á næstu misserum því hjólabretti eru skemmtileg íþrótt og fyrir þá sem vilja prófa nýja spennandi íþrótta- grein er hér um spennandi tækifæri að ræða. vaks/ Ljósm. FB Snæfellsbæjar. Guðrún Vala Elísdóttir tileinkaði sér vegan lífsstíl. Guðrún Vala um veganisma: „Hollt að upplifa sig í minnihlutahóp“ Pétur, Hugo og Stefán voru ánægðir með verkefnið. Nýr hjólabrettagarður í íþróttahúsinu á Hellissandi Það var mikið fjör í hjólabrettagarðinum. Helgi Seljan í starf rannsóknarritstjóra Stundarinnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.