Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 202214 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tryggja Landspítalanum svigrúm sem gerir kleift að greiða starfsfólki sérstaklega fyrir viðbótarvinnufram- lag næstu fjórar vikurnar. Talið er að þannig megi betur tryggja mönnun við erfiðar aðstæður meðan mesti þunginn í faraldrinum gengur yfir. „Við þurfum að gera ráð fyr- ir að næstu vikur verði krefjandi og ástandið er mjög þungt á Landspít- ala. Stjórnvöld standa þétt að baki spítalanum og þessi ákvörðun er lið- ur í því. Það er ótrúlegt hve miklu er hægt að áorka með góðri samstöðu, samvinnu og útsjónarsemi. Stjórn- endur og starfsfólk heilbrigðisþjón- ustunnar hefur sýnt það og sannað á afgerandi hátt síðustu misserin og ég met það mikils.“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. „Mönnun hefur lengi verið áskor- un á Landspítala hvað varðar heil- brigðisstarfsfólk, eins og raunin er í okkar nágrannalöndum. Í faraldr- inum hefur áskorunin verið sérstak- lega krefjandi. Það er því mikilvægt að ríkisstjórn bregðist við með svo afgerandi hætti og ég veit að þess- ar ráðstafanir muni hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan er,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala. Með samstilltu átaki ráðuneytis- ins, stjórnenda, starfsfólks og stofn- ana heilbrigðiskerfisins hefur ver- ið ráðist í fjölmargar aðgerðir til að styrkja stöðu Landspítala undanfar- ið. Hér eru taldar þær helstu: Mönnun • Svigrúm veitt til Landspít- ala til að greiða fyrir viðbót- arvinnuframlag í fjórar vikur, til að styrkja mönnun. • Á annan tug starfsfólks frá Klíníkinni starfar nú á Landspítala til að styrkja mönnun spítalans samkvæmt tímabundnum samningi. • Viðræður eru í gangi við fleiri sjálfstætt starfandi aðila í heil- brigðisþjónustu um sambæri- lega samninga. • Starfsfólk frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur aðstoðað á Landspítala. • Bakvarðasveit heilbrigðis- þjónustunnar var virkjuð á ný í lok október og hefur reynst stuðningur við Landspítala til að styrkja mönnun. • Gerðir hafa verið tímavinnu- samningar við einstaklinga frá Landsbjörgu sem sinna yfir- setu sjúklinga. • Fyrirkomulagi útskrifta úr einangrun vegna Covid hefur verið breytt. • Greiðari útskriftir af Landspít- ala og flutningur sjúklinga. • Öflugt og gott samstarf á sér stað við stjórnendur Landspít- ala til að létta á álagi. • Síðastliðinn mánuð hefur rýmum á heilbrigðisstofnun- um um allt land verið fjölg- að um tæplega 40 sem nýtast sjúklingum af Landspítala. • Í desember var opnuð 10 rýma hjúkrunardeild fyrir aldraða með COVID-19 á Eir. • Heimahjúkrun á höfuð- borgarsvæðinu hefur verið styrkt með áherslu á að fækka innlögnum á Landspítala og greiða fyrir útskriftum sjúk- linga. • Viðræður standa nú yfir um skammtímalausnir á höfuð- borgarsvæðinu til að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir sjúk- linga sem lokið hafa meðferð á spítalanum. mm Það er öllum hollt að lesa og um að gera að byrja nýja árið með lestrar- gleði. Á vefsíðu Dalabyggðar, dal- ir.is, er hægt að nálgast nýtt bóka- bingó sem hægt er að nýta sér bæði til skemmtunar og áskorun- ar. Bóka- og lestrarbingóið hentar til dæmis yngri lesendum mjög vel. Hægt er að prenta bingóin út eða nálgast eintak á Héraðsbókasafni Dalasýslu að Miðbraut 11 í Búðar- dal. Bókasafnið er opið á þriðju- dögum og fimmtudögum frá kl. 12.30 til 17.30. vaks Þegar ekki voru liðnar tvær vikur af árinu hafði rafmagn farið þrisvar sinnum af í Saurbæ í Dölum. Fyrst fór rafmagnið rétt eftir að nýja árið gekk í garð en tilkynning um raf- magnsleysi barst Rarik eftir há- degi á nýársdag. Þá fór rafmagnið aftur af á þrettándanum, fimmtu- daginn 6. janúar, og í þriðja sinn að kvöldi miðvikudagsins 12. janúar. Skessuhorn heyrði í Karli Matthí- asi Helgasyni hjá Rarik á Vestur- landi og spurði hann út í ástandið á rafmagnslínum á þessu svæði. „Fyrst brotnuðu bindingar og skemmdist slá inn á Svínadal og einnig slitnaði strengur við Hvol. Næst bilaði ein- angrari á millispenni við Lambanes í Saurbæ og svo var þriðja bilunin í bugt á Saurbæjarlínunni,“ segir Karl og bætir við að þetta séu allt ótengd- ar bilanir og að ástandið á þessu svæði sé slæmt. „Þetta eru margir kílómetrar af línu sem er bara kom- in á aldur og við höfum ekki undan að skipta út búnaði sem er gamall og slitinn,“ segir hann. 17 klukkustundir án rafmagns Þegar blaðamaður talaði við Karl stefndi starfsfólk Rarik á að fljúga með dróna með fram línunni til að skoða ástand hennar nánar. „Ástandið er væntanlega ekki gott en við þurfum að sjónskoða alla línuna til að gera okkur betur grein fyrir því sem þarf að gera. Á þessu svæði getur veðrið orðið þungt og svona gömul lína ræður illa við það, samanber þegar bilunin varð 1. jan- úar var veðrið svo slæmt að það var ekki hægt að fara og vinna við línuna strax. Við prófuðum að setja inn með fjargæslu en það datt bara út aftur. Það tók vinnuflokk bara um einn og hálfan til tvo tíma að finna bilunina og voru þeir búnir að lag- færa um klukkan sex um morgun- inn. En það var ekki hægt að fara upp í staurinn til að gera við nærri strax vegna veðurs,“ segir Karl. En rafmagnsleysið í Saurbæ fyrsta dag ársins varði í rúmlega 17 klukku- stundir. „Þetta er náttúrulega mjög slæmt á svona svæði sem notar raf- magn til að hitunar. Þetta er bæði vont fyrir íbúa en líka fyrir okkar starfsfólk að vera úti í svona veðrum í bilanaleit og viðgerðum.“ Raflínur frá 1965 Rafmagnslínurnar á þessu svæði eru síðan um 1965 og því orðnar of gamlar að sögn Karls. „Við lög- um það sem skemmist og reynum að halda rafmagni á svæðinu en eins og bilunin frá 1. janúar þá er ekki enn búið að laga þá bilun. Við kom- um straumi á og vonandi hangir lín- an inni en það þarf að laga meira. Við þurfum að taka rafmagnið af í svona fjóra klukkutíma til að laga það sem er að og við vitum að því fylgja óþægindi fyrir íbúa á svæð- inu. En það er mikilvægt að við velj- um tíma þar sem er ekki kalt úti því þarna hitar fólk með rafmagni. Þetta er ekki kjörstaða en við gerum okkar besta að halda öllu gangandi,“ segir Karl. Spurður hvort það sé á dagskrá að koma rafmagni á þessu svæði í jörð segir hann það ekki vera fyrr en eftir 2025. arg Listakonan Michelle Bird í Borg- arnesi ætlar að bjóða upp á ókeypis skissutíma á netinu á milli kl. 16:30 og 17:00 næstu fjóra miðvikudaga. Skissutímarnir henta öllum aldurs- hópum og er ætlað að hjálpa fólki að skapa á þessum kóvidtímum. Þeir sem hafa áhuga geta svo haldið áfram fyrir 2000 krónur á mánuði. Áhugasamir geta haft samband við Michelle Bird í gegnum Facebook. arg Mynd af bilun í staurastæðu í Saurbæ á nýársdag. Rafmagn þrisvar farið af í Saurbæ það sem af er ári Gott að byrja nýja árið með lestri góðra bóka. Ljósm. dalir.is Bókabingó í Búðardal Ætlar að bjóða upp á skissutíma á netinu Aðgerðir til að bæta stöðu Landspítalans

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.