Skessuhorn


Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 19.01.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2022 31 Bókasafn Akraness auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2022 Bókasafn Akraness er í verslunarmiðstöð á Dalbraut 1, miðsvæðis í bænum. Þar er aðstaða til að setja upp sýningar á veggjum safnsins og/eða í sýningarkössum. Sýningar standa að jafnaði yfir í um fjórar vikur. Sýningaraðstaðan er lánuð endurgjaldslaust. Sýningar eru opnar á afgreiðslutíma Bókasafnsins. Við mat umsókna er farið eftir hvernig sýning hentar sýningaraðstöðu safnsins og fjölbreytileika sýninga. Öllum umsóknum verður svarað. Sótt er um rafrænt á vefsíðu Bókasafnsins, www.bokasafnakraness.is Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2022 Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafnakraness.is • bokasafn@akranessofn.is SK ES SU H O R N 2 02 2 Borgarbyggð auglýsir lóðir lausar til úthlutunar Um er að ræða atvinnuhúsalóð við Sólbakka 31 og viðskipta- og þjónustulóð við Fitjar 1. Lóðirnar eru staðsettar í Borgarnesi. Lóðunum verður úthlutað á fundi byggðarráðs 3. febrúar 2022. Berist fleiri en ein umsókn um hverja lóð verður dregið á milli umsækjenda að viðstöddum fulltrúa sýslumanns. Skuldleysisvottorð frá viðskiptabanka skal fylgja umsókn. Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda úthlutunarreglu Borgarbyggðar frá árinu 2021. Umsóknareyðublöð, lóðarblöð, gjaldskrár, skipulags- og byggingaskilmálar og aðrar upplýsingar er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, www.borgarbyggd.is. Umsóknarfresturinn er til og með 2. febrúar 2022. Helga Haraldsdóttir er matreiðslu- meistari að mennt og fyrrum yfir- kokkur á Mat og drykk. Hún ákvað í upphafi heimsfaraldurs að segja upp starfi sínu og stofna sælgætis- gerðina Kandís í samvinnu við Wi- ola Tarasek vinkonu sína og sam- starfskonu hjá Mat og drykk. Helga ólst fyrstu árin upp á Reyk- hólum en flutti tólf ára gömul í Búðardal þar sem hún bjó til 16 ára aldurs. „Þá fór ég á heimavistina á Akranesi, svona eins og allir hinir,“ segir Helga í samtali við Skessu- horn. En í dag gerir hún hand- gert sælgæti úr íslenskum jurtum. Hjá Kandís er nú hægt að fá þrjár tegundir af brjóstsykri, eina tegund með rabbarbarabragði, aðra með birki- og eplabragði, og þá þriðju með hvannar- og sólberjabragði. Þekkt hugmynd í nágrannalöndunum Helga og Wiola höfðu rætt það sín á milli að langa til að gera sæl- gæti að norrænum hætti og rifj- ar Helga það upp hvernig hún fékk innblástur frá gamalli mynd um Línu Langsokk. „Það var ein- hver nostalgía í mér. Ég man alltaf svo vel eftir atriði þar sem Lína, Anna og Tommi fara í sælgætis- verslun og ég var með þetta at- riði fast í huganum þegar við Wi- ola vorum að skipuleggja allt í kringum sælgætisgerðina,“ seg- ir Helga og hlær. „Eigandi Matar og drykkjar benti okkur á það fyr- ir einu og hálfu ári að verið væri að fjölga styrkjum hjá Matvælasjóði og spurði okkur hvort við Wiola værum ekki með hugmyndir að einhverju skemmtilegu til að gera. Það var aðeins búið að hægjast á hjá okkur á Mat og drykk vegna faraldursins svo við ákváðum bara að slá til og fara í sælgætisgerð. Við vorum strax ákveðnar að vilja nota íslenskar jurtir í sælgætið en Wiola er diplóma í jurtavísindum. Það er vel þekkt í nágrannalöndum okkar að gera handgert sælgæti en við á Íslandi höfum ekki staldrað lengi við slíka sælgætisgerð, ekki svo ég viti,“ segir Helga. Samstarf við Hraundísi Helga og Wiola fengu styrkinn frá Matvælastofnun og tók þá við rúmt ár af skipulagsvinnu áður en fyrsti brjóstsykurinn kom á mark- að. Þær höfðu samband við Hraun- dísi Guðmundsdóttur í Borgar- firði en hún býr til ilmkjarnaolíur úr handtíndum íslenskum jurtum. „Við fáum hvönnina og birkið hjá henni en það hefur verið ótrúlega skemmtilegt ferli að prófa okkur áfram með þessar jurtir. Bragðefn- in fyrir sælgæti þurfa að vera rosa- lega sterk og maður á að nota eins lítið og hægt er því annars getur karamellan kristallast og skemmst. Það er því vandmeðfarið að bragð- bæta sælgæti,“ segir Helga. Í ferl- inu fóru þær til Danmerkur og heimsóttu sælgætisverslun sem hefur verið starfrækt frá árinu 1890 og hittu þær þar systkini sem reka verslunina og eru þriðji ættliður- inn til að gera það. „Við fengum að vera í vinnustofu hjá þeim og lærð- um alveg helling. Þegar heim var komið var ekki aftur snúið, við ætl- uðum bara að fara af fullum krafti í þetta og gerðum það,“ segir hún. Markaðssett fyrir fullorðna Öll markaðssetning fyrir Kandís miðar að fullorðnum en sælgætið er samt sem áður eitthvað sem öll- um gæti þótt gott. „Við ákváðum að leggja áherslu á að hönnun á pakkn- ingum og slíkt myndi kannski frekar höfða til fullorðinna. Við sáum strax fyrir okkur svona gamaldags blæ á pakkningum og við vildum að þær sýndu hvernig við erum í raun að taka skref til baka, fara úr fjöldafram- leiðslu aftur í handgert sælgæti þar sem eru notuð náttúruleg hráefni en ekki gerviefni. Við vildum því gera jurtunum hátt undir höfði og láta þær njóta sín á pakkningunum,“ út- skýrir Helga og bætir við að þær hafi fengið til liðs við sig tvo spænska hönnuði til að skapa rétta útlitið fyr- ir Kandís. Fleiri tegundir Aðspurð segir Helga að framund- an sé að þróa enn fleiri tegundir af brjóstsykri og jafnvel að búa til fleiri sælgætistegundir. „Ég er rosalega spennt fyrir að gera brjóstsykur með blóðbergsbragði en það er mín upp- áhalds jurt. Mamma gerði alltaf te fyrir mig þegar ég var lítil þar sem hún notaði blóðberg og mér þyk- ir svo vænt um þá minningu,“ segir Helga og bætir við að það séu mikl- ir möguleikar í frekari sælgætisþró- un. „Það er svo margt hægt að búa til úr sykri ef maður kann efnafræðina á bak við það. Okkur langar til dæm- is að búa til þennan hefðbundna kandís eins og við þekkjum hann og jafnvel að bragðbæta hann með jurtum eða öðru skemmtilegu sem fer vel með kaffinu. Svo langar okk- ur jafnvel að prófa okkur áfram með karamellur. Við erum bara rétt að byrja og óskin er að geta svo starf- að í eigin búð og selt handgert sæl- gæti. Það væri jafnvel gaman að geta kynnt framleiðsluna fyrir fólki líka,“ segir Helga. Kandís fæst eins og er í Epal, Matarbúðinni Nándinni, Frú Laugu, Me&Mu en er væntan- legt í fleiri verslanir fljótlega. „Við erum bara rétt að koma okkur af stað og byrja að kynna vörurnar í fleiri verslunum. Við höfum feng- ið almennt mjög góð viðbrögð og verðum vonandi komnar með vör- ur í fleiri verslanir fljótlega,“ segir Helga Haraldsdóttir. arg/ Ljósm. aðsendar Sagði upp sem yfirkokkur og opnaði sælgætisgerðina Kandís Umbúðirnar eru í gamaldags stíl þar sem jurtirnar fá að njóta sín. Helga Haraldsdóttir ólst upp á Reykhólum og í Búðardal en býr nú í Reykjavík þar sem hún hefur opnað sælgætisgerðina Kandís. Wiola Tarasek stofnaði sælgætis- gerðina Kandís ásamt Helgu. Hægt er að fá brjóstsykur með þremur bragðtegundum hjá Kandís.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.