Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2022, Síða 16

Skessuhorn - 09.02.2022, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 202216 Nemendur í Fjölbrautaskóla Vest­ urlands eiga frí frá hefðbundinni stundaskrá í þessari viku þegar ár­ legir opnir dagar eru haldnir í skól­ anum. Í þeim gefst nemendum kostur á að taka þátt í mörgum ólík­ um námskeiðum og afþreyingu og velur hver nemandi fjóra viðburði sem honum líst best á. Dagskráin hófst á hádegi í gær með fyrirlestr­ um og lýkur á morgun, fimmtudag með íþróttakeppni. Á meðal þess sem verður í boði þessa þrjá daga má nefna að á þriðju­ daginn voru fyrirlestrar um karl­ mennskuna, orkudrykki og áfengi og UN Women. Um kvöldið var síðan Kaffihúsakvöld og skemmt­ un á sal skólans. Í dag, miðviku­ dag, færist meira fjör í leikinn því þá verður meðal annars fótbolta­ mót, púttkeppni, námskeið í hrað­ lestri, jóga og djúpslökun og klifri. Eftir hádegi verður námskeið í karaoke, brauðbakstri, sjósundi og handavinnu. Þá geta nemendur einnig skotist í skíðaferð í Bláfjöll þar sem farið er af stað um morgun­ inn og komið heim seinni partinn. Á morgun fimmtudag lýkur dag­ skránni með íþróttakeppni milli kennara og nemenda þar sem keppt verður í blaki, bandý og skotbolta og þar er búist við miklum hasar og hörkukeppni. Að loknum Opnum dögum verður árshátíð haldin á sal skól­ ans fimmtudagskvöldið 10. febr­ úar. „Farið verður að ítrustu sótt­ varnareglum, salnum er skipt í fjög­ ur hólf, númeruð sæti og grímu­ skylda,“ segir Steinunn Inga Ótt­ arsdóttir skólameistari. Meðal skemmtiefnis má nefna metnaðar­ fullt árshátíðarmyndband Skutlunn­ ar ­ kvikmyndaklúbbs FVA, spurn­ ingakeppni og Ari Eldjárn verður með uppistand. Veislustjórar verða Auddi og Steindi. Dagskránni lýkur um klukkan 22. Það verður hvorki ball né aðrir viðburðir á vegum skólans eftir það, að sögn Steinunn­ ar Ingu. vaks/ Ljósm. fva/vaks Í ársbyrjun 2020 var skipaður samráðshópur um öldrunarmál á Vestur landi með það markmið að geta staðið undir hækkandi aldri þjóðarinnar. Hópurinn tók til starfa í september sama ár og hélt í síð­ ustu viku kynningu á lokaskýrslu í gegnum Teams fjarfundabúnað. Björn Bjarki Þorsteinsson, fram­ kvæmdastjóri Brákarhlíðar og for­ maður samráðshópsins, fór yfir þau verkefni sem hópurinn vann að. Eitt af verkefnunum var að auka námskeiðahald fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu og leitaði hópur­ inn til Símenntunarmiðstöðv­ ar Vesturlands um að standa fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk í öldr­ unarþjónustu. Haldin voru fimm námskeið sem voru þátttakendum að kostnaðarlausu, en Sóknaráætl­ un Vesturlands fjármagnaði þau að stærstum hluta. Þá leitaði hópur­ inn til KPMG um að vinna grein­ ingu á rekstri allra sjö hjúkrunar­ og dvalarheimila á Vesturlandi og Guðmundur Hermannsson fór yfir þær niðurstöður á fundinum. Fram kom að ýmis tækifæri eru til að bæta rekstur heimilanna, t.d. með því að skoða möguleikann á að samnýta yfirstjórn heimilanna, afleysingar, lækna, sérfræðinga eða annað sér­ menntað starfsfólk t.d. með sam­ eiginlegum ráðningum eða þjón­ ustusamningum. Samvinna á Vesturlandi Að lokum var farið yfir tilraunaverk­ efni hópsins um aukna samvinnu í öldrunarþjónustu á Vesturlandi. Fyrsta verkefnið sem hópurinn lagði til var að stofnað yrði endur­ hæfingarteymi og að velferðar­ og mannréttindasvið Akraneskaup­ staðar og HVE færu í samstarf um að samþætta þjónustu við aldraða í heimahúsum, m.a. með stofnun endurhæfingarteymis. Í teyminu myndu starfa iðjuþjálfar, íþrótta­ fræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, sjúkraliðar, félags­ liðar og næringarfræðingar. Þannig mætti efla þjónustu við aldraða í heimahúsum og styðja þannig við að notendur geti búið lengur í heimahúsum og þar með minnk­ að mögulega þjónustuþörf og eftir­ spurn eftir hjúkrunarrýmum. Miðstöð öldrunarþjónustu Annað verkefnið sem hópur­ inn lagði til var nýtt skipulag á rekstri öldrunarmála eða mið­ stöð öldrunarþjónustu. Þetta verk­ efni er í umsjón Borgarbyggð­ ar, Skorradalshrepps, Brákarhlíð­ ar og HVE og hefur verkefnið það markmið að skapa grundvöll fyr­ ir eins skilvirka öldrunarþjónustu og kostur er alla daga ársins. Verk­ efnið snýst um að stofna sameigin­ lega miðstöð öldrunarþjónustu til að sinna samskiptum og þjónustu við aldraða. Þjónustan væri hugs­ uð út frá þörfum hvers og eins og til að samþætta félagslega og heil­ brigðislega heimaþjónustu, dag­ vistun, hvíldarinnlagnir, félagsstarf og hjúkrun. Þannig gæti sameigin­ leg upplýsingagátt sem geymir allar upplýsingar um notandann og hans aðstandendur einfaldað aðgengi að þjónustu á svæðinu. Eitt verkefnið snéri að nýju skipulagi á rekstri öldrunarmála í Dalabyggð með það markmið að skapa skilvirka og hagkvæma öldr­ unarþjónustu í sveitarfélaginu allan ársins hring. Í þessu verk­ efni verður til sameiginleg miðstöð öldrunarþjónustu og sameigin leg rekstrarstjórn fyrir Silfurtún og Fellsenda. Þannig er hægt að sam­ þætta þjónustu við neytandann og stuðla að heildstæðari þjónustu. Þetta verkefni snýst líka um að ná betur um rekstur beggja heimila og auka samstarf þeirra fagaðila sem starfa við stofnanirnar og hjá HVE í Búðardal. Einnig lagði hópurinn til verk­ efni um heilsueflingu og félagslega þátttöku eldri borgara. Markmið verkefnisins er að auka hreyfingu eldri borgara og þar með að bæta heilsu þeirra og auka félagslega þátttöku. Þannig má bæta heilsu eldra fólks svo það geti dvalið leng­ ur í heimahúsi og þar með minnkar eftirspurn eftir hjúkrunarrým­ um. Að lokum lagði hópurinn til að gerður yrði samráðsvettvangur öldrunarmála á Vesturlandi. Þannig mætti hagræða í rekstri og bæta þjónustu með auknu upplýsinga­ flæði milli aðila í öldrunarþjónustu og auknu samstarfi í landshlutan­ um. arg Þessi hressu ungmenni voru í útihlaupi og styrktaræfingum hjá Kristínu Eddu Búadóttur kennara eftir hádegi í gær, við upphaf Opinna daga í FVA. Opnir dagar standa yfir í Fjölbrautaskóla Vesturlands Stjórn NFFA með kennurum sem stýra skipulagi Opinna daga í FVA, þeim Helenu Valtýsdóttur og Kristínu L. Kötterheinrich. Samráðshópur um öldrunarmál á Vesturlandi kynnti skýrslu sína Það má með sanni segja að erils­ samt hafi verið hjá björgunarbátn­ um Björgu í Rifi og áhöfn hans á þessu ári. Fimmta útkallið frá ára­ mótum barst í vikunni sem leið þegar vélarbilun varð í Gullhólma SH 201 og þurftu skipverjar að­ stoð við að komast í land. Veður var gott, eða sex til átta metrar að norðaustan, og gekk heimferðin vel. Komið var með Gullhólma að landi í Rifi fimm tímum eftir að út­ kallið barst. þa Í fundargerð skipulags­ og um­ hverfisráðs Akraneskaupstaðar frá 31. janúar síðastliðinn kemur fram beiðni til Vegagerðarinnar um að hefja ferli við undirbúning að gerð nýs hringtorgs við Akranesveg. Þar segir að Skógahverfið á Akranesi sé í hraðri uppbyggingu og því mikil­ vægt út frá nokkrum sjónarmiðum að hringtorg komi sem allra fyrst. Í fyrsta lagi að þá sé mikilvægt að tvær útleiðir séu úr Skógahverfi gagnvart umferð, í öðru lagi að við hringtorg sé áætlaður tengipunkt­ ur lagna hjá Veitum, meðal annars er varða Skógahverfi og í þriðja lagi að gönguleið upp í Flóahverfi sé áætlað að fari yfir/eða undir Akra­ nesveg við hringtorg. Þá segir einnig í bókuninni að af ofangreindu megi ljóst vera að til að viðhalda þeim uppbyggingar­ áformum sem eru uppi hjá Akra­ neskaupstað að hringtorg komi sem allra fyrst. Ef þessar framkvæmdir verða að veruleika verður hring­ torgið staðsett á núverandi gatna­ mótum Akranesvegar og Akrafjalls­ vegar. vaks Fimmta útkallið frá áramótum Nýtt hringtorg í undirbúningi við Akranesveg

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.