Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2022, Page 18

Skessuhorn - 09.02.2022, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 202218 Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjör­ dæmi, færði í síðustu viku í tal úr ræðustól Alþingis frjálsar handfæra­ veiðar. „Bann við frjálsum hand­ færaveiðum er mannréttindabrot, það sýnir álit mannréttindanefnd­ ar Sameinuðu þjóðanna sem kom fram árið 2007. Í dag byggist nú­ verandi strandveiðikerfi á því og það er bara allsendis ófullnægjandi. Í dag er ekki skilið á milli stórtækra veiða togara og veiða smábáta, jafn­ vel þótt vitað sé að veiðihæfni hand­ færa sé afar lág, en samkvæmt töl­ um Hafrannsóknastofnunar sjálfr­ ar er hún 0,6%, sem þýðir að að­ eins sex fiskar nást af hverjum 1.000 fiskum sem komast í tæri við krók­ ana. Mikilvægt er að endurreisa rétt sjávarbyggðanna til að nýta sjávar­ auðlindina á þann hátt að fjölskyld­ ur geti lifað af,“ sagði Eyjólfur. Benti hann á að undan ströndum landsins væru ein gjöfulustu fiski­ mið í heimi. Þessa auðlind hafa Ís­ lendingar nýtt frá því land byggð­ ist. „Íbúar sjávarbyggðanna eiga til­ kall til fiskimiðanna undan strönd­ um landsins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á fiskveiðum og landbúnaði. Takmarkanir stjórn­ valda á veiðum íbúa undan strönd­ um sjávarbyggðanna eru skerðing á búseturétti sjávarbyggðanna. Tak­ markanir á atvinnufrelsi þurfa að byggjast á sterkum rökum og ekki ganga lengra en nauðsyn krefur – það er meðalhófið,“ sagði hann og benti jafnframt á að aflahámark sem takmarkar fiskveiðar ætti ein­ göngu að ná til þeirra veiða sem ógna fiskistofnum, ekki til veiða sem ógna þeim ekki. „Handfæra­ veiðar ógna ekki fiskistofnum,“ sagði þingmaðurinn. mm Fyrir og um síðustu helgi var ótt­ ast að djúp og víðáttumikil lægð myndi hafa mikil áhrif hér á landi aðfararnótt mánudags. Fyrst var lýst yfir gulu viðvörunarstigi sem á laugardaginn fór í appelsínugult og á sunnudaginn bættist rauð viðvörun við fyrir allt suðvestan­ vert landið. Var það í fyrsta skipti sem rauð viðvörun var gefin út fyr­ ir þetta svæði frá því litakóða kerf­ ið var tekið upp af Veðurstofunni og í almannavarnakerfinu. Lægðin kom vissulega eins og spáð var, en hún olli blessunarlega minna tjóni en óttast hafði verið. Það var með­ al annars vegna þess að hitastig í henni var hærra en spár gerðu ráð fyrir og úrkoman við sjávarsíðuna því í formi slyddu í stað snjókomu. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra á landinu, lýstu yfir hættustigi Almannavarna sem tók gildi á miðnætti á sunnudagskvöld. Hættustigi var svo aflétt um hádegi daginn eftir. Hættustigi var lýst yfir þar sem veðurspá Veðurstofu Íslands sýndi ofsaveður um allt land og að mikil hætta yrði á foktjóni, snjó og ófærð. Veðurspáin gekk að hluta til eftir og kom fyrsta útkall til björgunar­ sveita á suðvesturhorni landsins um klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú aðfararnótt mánudags. Björgunar­ sveitir sinntu vel á annað hundrað útköllum vegna veðurs og færðar og voru nokkur útköll hjá sveitun­ um hér á Vesturlandi. „Veðrið gekk hratt yfir og greinilegt var að al­ menningur fór eftir ábendingum Almannavarna og viðbragðsað­ ila að vera ekki á ferðinni,“ sagði í tilkynningu frá Almannavörnum eftir hádegið á mánudaginn. Þar önduðu menn því léttara. Veðurhæð hér um vestanvert landið varð mest við Hafnarfjall þar sem vindur fór í 59,4 m/sek í hvið­ um, og beggja megin Hvalfjarðar sömuleiðis. Við Þyril mældist vind­ hraði 58,8 m/s og við Tíðaskarð, þekkt vindasvæði sunnan fjarð­ ar, mældist vindhraði 65,1 m/sek í einni hviðunni. Helstu áhrif veðursins urðu þau að rafmagn fór af um tíma um nóttina á Snæfellsnesi og í Borgar­ firði. Þá varð Elkem á Grundar­ tanga straumlaust í tæpan hálf­ tíma um nóttina. Í öllum tilfellum gekk vel að koma rafmagni á að nýju. Samgöngur lágu niðri fram­ an af mánudegi, skólahaldi var ým­ ist aflýst þennan dag eða starfsemin hafin þegar líða tók á morguninn. mm Matís, Reykhólahreppur og Þör­ ungaverksmiðjan hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf í rann­ sóknum á vegum nýstofnaðrar Þör­ ungamiðstöðvar Íslands á Reyk­ hólum. Þetta kemur fram á vefsíðu Reykhólahrepps. Á föstudaginn rit­ uðu Ingibjörg Birna Erlingsdótt­ ir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, og Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar hf., f.h. Þörungamiðstöðvar Íslands annars vegar, og Oddur Már Gunnars­ son, forstjóri Matís, hins vegar undir viljayfirlýsingu um samstarf við rannsóknir og vöktun í tengsl­ um við Þörungamiðstöð Íslands á Reykhólum í þeim tilgangi að auka þekkingu, atvinnu­ og verð­ mætasköpun úr þangi og þara með rannsóknum, fræðslu, nýsköpun og vöruþróun. Fjölbreyttari atvinnusköpun Þörungamiðstöð Íslands er ætlað að vera hlutafélag með lögheim­ ili í Reykhólahreppi í eigu Þör­ ungaverksmiðjunnar hf. og Reyk­ hólahrepps sem og fleiri aðila. Samkvæmt drögum að stofnsamn­ ingi er tilgangur félagsins m.a. að stuðla að aukinni þekkingu og safna í þekkingarbanka um öflun og nýt­ ingu sjávarþörunga við Ísland, bæði ræktaðra og villtra, stunda rann­ sóknir með áherslu á sjávarþör­ unga, vera í samstarfi við rann­ sóknarstofnanir og fyrirtæki, veita þjónustu til rannsóknarstofnana og fyrirtækja, taka þátt í mennta­ og fræðastarfi, efla ræktun þörunga og þróa afurðir úr þeim til að auka verðmætasköpun úr þessu sjávar­ fangi um leið og stuðlað er að fjöl­ breyttari atvinnu í Reykhólahreppi. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, mun móta starfsemi Þörungamiðstöðv­ ar Íslands. Fimmtíu ára saga Saga þörungavinnslu á Reykhól­ um er orðin 50 ára og staðbundin þekking á auðlindinni hefur safnast upp. Leitun er að heppilegri stað á landinu fyrir rannsóknastarfsemi og hagnýtri vöruþróun á sjávar­ þörungum. Við Breiðafjörð er um fjórðungur strandlengju Íslands og vaxtarskilyrði einstök. Fram til þessa hefur Þörungaverksmiðjan stutt rannsóknir í firðinum með því að bjóða farartæki, reynda sæfara og öryggisbúnað til að athafna sig við rannsóknir. Byggst hefur upp mikil þekking á vinnsluferli innan Þörungaverksmiðjunnar. Með þátt­ töku í stofnun Þörungamiðstöðvar Íslands vill Þörungaverksmiðjan hf. efla stuðning við rannsóknir á auð­ lindinni og nýjar úrvinnsluleiðir, enda er Reykhólahreppur heima­ völlur hennar og íbúarnir undir­ staða starfseminnar. Þörungaverk­ smiðjan framleiðir og selur há­ gæða þurrkað og malað klóþang og hrossaþara úr Breiðafirði. Þörunga­ mjölið er vottað sem óblönduð líf­ ræn vara og sjálfbær uppskera. Með aukinni tækniþróun hafa skapast gríðarleg tækifæri til fjölbreyttari nýtingar á þörungum og vinnslu verðmætra efna í matvæla­, snyrti og lyfjaiðnað með tilheyrandi verð­ mæta­ og atvinnusköpun. vaks Segir bann við handfæra- veiðum mannréttindabrot Eyjólfur Ármannsson. Ljósm. arg. Þörungamiðstöð Íslands verður á Reykhólum Á meðfylgjandi mynd eru María Maack verkefnisstjóri Þörungaklausturs, Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar hf, Ingibjörg Birna Erlings- dóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís og Anna Kristín Daníelsdóttir rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís. Ljósm af vef Reykhólahrepps Á sunnudaginn voru félagar í Björg- unarfélagi Akraness að gera búnað og tæki klár fyrir útköll næsturinnar og næsta dags. Hér eru nokkrir að yfirfara strappa, nauðsynlegan búnað til grípa til ef hefta þarf fok á tækjum og mannvirkjum. Ljósm. mm. Óveðrið olli minni usla en óttast hafði verið Strompur með áföstum gervihnattadisk féll á þessu húsi við Heiðargerði á Akra- nesi. Steyptur strompurinn olli tjóni á þaki hússins. Ljósm. vaks. Ekki virðist sem óveðrið hafi valdið miklum usla í Grundarfirði. Rólegt var hjá björgunarsveitinni Klakki á meðan lægðin mjakaðist yfir landið. Heimaskipin voru í höfn og biðu af sér versta veðrið áður en þau héldu til veiða á ný. Ljósm. tfk. Færð og veður á vegum var með ýmsu móti síðastliðinn mánudagsmorgun. Póstbíll, sem ekur með póst á Snæfellsnes, fór út af veginum áleiðis á Vatnaleið á níunda tímanum um morguninn eftir að hafa lent í krapa. Ökumaðurinn fékk fljótlega aðstoð hjá BB & Sonum í Stykkishólmi og tafðist því stutt á ferð sinni með póstinn. Ljósm. þa. Guðni Haraldsson og Júlíus Már Þórarinsson, félagar í Björgunarfélagi Akraness, voru á sunnudaginn að gera Talibanann kláran í útköll næturinnar. Ekkert óveður haggar þessum brynvarða Unimoc árg. 1986. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.