Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 20226 Lenti út af í halla HVALFJ.SVEIT: Rétt eft­ ir kvöldmatarleytið á mánu­ daginn var hringt í Neyðar­ línuna þar sem ökumaður óskaði eftir aðstoð á Hval­ fjarðarvegi við Þyril. Hafði hann lent út af sjávarmegin í miklum halla og óttaðist að bifreiðin gæti oltið. Lögregla fór á staðinn og björgunar­ sveitarbíll frá Akranesi til að­ stoðar. Allt fór vel og engin slys urðu á fólki. -vaks Tekinn undir áhrifum AKRANES: Síðasta föstu­ dag var ökumaður bifreiðar stöðvaður við almennt eftir­ lit og viðurkenndi við nánari skoðun neyslu fíkniefna. Fór hann í fíkniefnapróf þar sem fram kom jákvæð svörun og var hann því handtekinn og færður á lögreglustöðina. Mál ökumannsins fer í hefðbundið ferli en hann á von á kæru fyrir að keyra undir áhrifum fíkni­ efna og lyfja. -vaks Ók í snjóskafl NORÐURÁRD: Fimmtu­ daginn síðasta var hringt í Neyðarlínuna um kvöldmatar­ leytið og tilkynnt um öku­ mann sem sæti fastur í snjó á Vesturlandsvegi við Norðurá og væri líklega undir áhrifum efna. Lögreglan fór á staðinn og mætti bílnum sem búið var að bjarga úr snjóskaflinum. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið að aka und­ ir áhrifum fíkniefna og fór mál hans í hefðbundið ferli. -vaks Kalt í heita pottinum SNÆFELLSNES: Síðasta föstudagskvöld var hringt í Neyðarlínuna frá Arnarstapa þar sem erlendir ferðamenn höfðu læst sig úti á palli í bú­ stað eftir að hafa skellt sér í heita pottinn. Haft var sam­ band við aðila á staðnum og kom fólk til aðstoðar sem end­ aði þó með því að brjóta þurfti rúðu til að komast inn í bú­ staðinn. -vaks Keyrði upp á vegrið DALABYGGÐ: Á laugar­ daginn rétt eftir hádegi missti ökumaður stjórn á bíl sín­ um í snjóskafli á Vestfjarða­ vegi með þeim afleiðingum að hann ók upp á skaflinn og á vegrið. Sat bifreiðin föst þar og kom dráttarbílaþjónusta frá Búðardal á staðinn til að fjarlægja bílinn af vettvangi. Bifreiðin og vegriðið vi rtust óskemmd og ökumaðurinn slapp ómeiddur. -vaks Sakavottorð afgreidd sam- stundis LANDIÐ: Allir lands­ menn geta nú sótt sér staf­ rænt sakavottorð á vef sýslu­ manna á island.is/syslumenn. Með rafrænum skilríkjum geta landsmenn sótt stafrænt sakavottorð óháð stöðu í saka­ skrá. Áður var þessi þjónusta einungis í boði ef sækja þurfti einfalt eða hreint sakavott­ orð. Umsóknarferlið er tengt nýju greiðslukerfi Ísland.is og er vottorðið afhent jafnharð­ an í lokaskrefi umsóknarinn­ ar. Vottorðið verður jafnframt aðgengilegt í stafrænu póst­ hólfi einstaklinga á Mínum síðum á Ísland.is. -mm Fellaskjól lokað fyrir gestum GRUNDARFJ: Dvalar­ og hjúkrunarheimilinu Fella­ skjóli í Grundarfirði hefur nú verið lokað fyrir gestum vegna fjölda smita í samfélaginu. Á Facebook síðu heimilisins kemur fram að ástandið verð­ ur metið að nýju í næstu viku. -arg Gengið hefur verið frá samningi við Jónas Guðmundsson ehf. á Bjart­ eyjarsandi um lagningu hitaveitu að Heiðarskólasvæðinu og í Leirár­ sveit, en frá þessu var greint á vef Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða lögn sem liggur frá tengingu inn á lögn Veitna ohf. við Beitistaði það­ an sem hitaveita verður lögð að þeim bæjum í Leirársveit sem ósk­ að hafa eftir tengingu og ekki hafa haft aðgengi að hitaveitu fram að þessu. Framkvæmdir munu hefjast 14. febrúar og eru áætluð verklok 16. júní í sumar. Það var á haustmánuðum 2020 sem sveitarfélagið óskaði eft­ ir tengingu við lögn Veitna í landi Beitistaða fyrir hitaveitu að Heiðar­ skóla og frumathugun verkefnis­ ins hófst. Fram til vorsins 2021 var unnið að samanburðargrein­ ingu á hagkvæmni hitaveitukosta ásamt viðræðum við Veitur ohf. og Hitaveitufélag Hvalfjarðar sf. um möguleg kjör við kaup á heitu vatni úr stofnæðum félaganna. Í mars 2021 samþykkti sveitarstjórn Hval­ fjarðarsveitar að ganga til samninga við Veitur ohf. Í beinu framhaldi var leitað eftir tilboðum í verkefnis­ stjórn, hönnun og aðra umsýslu með verkefninu. Ritað var undir þann verksamning 14. maí 2021 og í júlí sama ár var gerð verðkönnun á jarðvinnu fyrir verkið sem lá fyr­ ir í byrjun ágúst 2021. Í október síðastliðnum var ritað undir samn­ ing við Veitur ohf. um heildsölu á heitu vatni og í kjölfar þess hófst vinna við gerð samninga við land­ eigendur á lagnaleiðinni ásamt um­ sóknum um tengingar við veituna. Samningar voru frágengnir rétt fyr­ ir síðustu áramót og í beinu fram­ haldi hefur nú verið ritað undir verksamning vegna jarðvegsfram­ kvæmda og hitaveitulagna. vaks Við undirskrift samningsins, frá vinstri: Hlynur Sigurdórsson, Linda Björk Pálsdóttir, Guðbjörg Jónasdóttir og Jónas Guð- mundsson. Ljósm. Hvalfjarðarsveit. Samningur um lagningu hitaveitu í Hvalfjarðarsveit Næstkomandi laugardag ganga íbúar tveggja sveitarfélaga á Snæ­ fellsnesi til kosninga um samein­ ingu þeirra, þ.e. Snæfellsbæjar og Eyja­ og Miklaholtshrepps. Tölu­ verðrar eftirvæntingar gætir um niðurstöðuna. Á kjörskrá í Snæ­ fellsbæ eru 1.174 og í Eyja­ og Miklaholtshreppi 83. Íbúar í Eyja­ og Miklaholtshreppi kjósa í íþrótta­ sal Laugargerðisskóla en kjörstað­ ir verða þrír í Snæfellsbæ. Á öll­ um stöðum er kosið frá klukkan 10 til 18. Í Snæfellsbæ verður kosið í grunnskólahúsunum í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsuhóli. Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Talning atkvæða fer fram á laugardagskvöldið, annars vegar í íþróttahúsi Laugargerðisskóla og hins vegar í Grunnskólanum í Ólafsvík og hefst eftir að kjörstöð­ um hefur verið lokað og búið að stemma af kjörgögn. Verða atkvæði talin og úrslit birt í hvoru sveitarfé­ lagi fyrir sig og á vefnum snaefell­ ingar.is síðar á laugardagskvöldið. mm Kosið um sameiningu á laugardaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.