Skessuhorn - 16.02.2022, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 202210
Á fundi Bæjarráðs Akraness á
mánudaginn var samþykkt að gera
leigusamning við Línuvélar ehf. um
húsnæði fyrir Fjöliðjuna að Smiðju
völlum 28. Samningurinn verð
ur til þriggja ára, vegna tímabilsins
1. maí 2022 til og með 28. febrú
ar 2025. Var bæjarstjóra falin frek
ari úrvinnslu málsins og undirritun
samnings.
Fjöliðjan hefur verið með starf
semi sína í leiguhúsnæði hjá Tré
smiðjunni Akri frá því í maí árið
2019 eftir að eldur kom upp í hús
næði Fjöliðjunnar við Dalbraut 10.
vaks
Það var frekar kuldalegt um að lítast
þegar Kap II VE lagðist að bryggju
í Grundarfirði fimmtudagskvöldið
10. febrúar eftir róður. Skipverjar
gengu vasklega til verks þegar bát
urinn hafði lagst að og tryggðu all
ar landfestar, en Kap hefur landað
tæplega 176 tonnum það sem af er
febrúar mánuði.
tfk
Akraneskaupstaður leitar nú að
stoðar íbúa með að velja gatnaheiti
á Sementsreitnum og er um að
ræða fimm gatnaheiti en kosningin
er í tveimur liðum. Annars vegar er
kosið um gatnaheiti á götu sem á
mynd er titluð Gata A og svo hins
vegar er kosið um gatnaheiti á hin
um fjórum götunum saman en þar
er kosið um þemu.
Tillögur að gatnaheitum fyr
ir götu A eru alls sjö: Ástarbraut,
Baldursbraut, Sementsbraut, Sjáv
arbraut, Sjávarbryggja, Skerjabraut
og Stórabryggja.
Tillögur um þemu að gatnaheit
um fyrir götur B, C, D og E eru
fimm og eru eftirfarandi: Fyrsta
tillagan vísar í kennileiti um fjöru
gerðir við Akranes; Klettaströnd,
Leiruströnd, Sandströnd og Skelja
strönd. Önnur tillagan er vísun
í bakka; Faxabakki, Langibakki,
Sandabakki og Smiðjubakki. Sú
þriðja er vísun í bryggju sem byggð
er við sjó; Bátabryggja, Litla
bryggja, Sementsbryggja og Skútu
bryggja. Fjórða er vísun í sjó; Sjáv
aralda, Sjávarblær, Sjávarströnd og
Sjávarsýn. Fimmta og síðasta til
lagan er vísun í eldri götunöfn á
Akranesi; Freyjugata, Óðinsgata,
Skímisgata og Sleipnisgata.
Hægt er að kjósa um tillögurn
ar á vef Akraneskaupstaðar; akra
nes.is.
vaks
Þrjú snjóflóð hafa fallið á veginn
um Skarðsströnd í Dölum á viku
tíma. Tvö snjóflóð féllu þar í byrj
un síðustu viku og það þriðja féll á
mánudagskvöldið og lokaði vegin
um. Vegurinn um Skarðsströnd var
þá lokaður beggja vegna þar sem
tveggja metra þykkur skafl lokaði
veginum um Klofningsskarð.
Sæmundur Kristjánsson hjá
Vegagerðinni gat ekki sagt til um
stærð flóðsins þegar Skessuhorn
heyrði í honum í gær en stærsta
flóðið sem búið var að mæla í vet
ur var á um 80 metra lengdarkafla á
veginum og 1,5 metrar á þykkt yfir
vegi. Þá segir hann alls ekki ólíklegt
að fleiri flóð muni falla á svæðinu
á næstu vikum. „Þetta er snjóflóða
svæði og það eru miklar hengjur
þarna sem eiga eftir að koma nið
ur,“ segir hann. Aðspurður segist
hann ekki vita til þess að fólk hafi
farið sér að voða í flóðinu á mánu
daginn. „Íbúar á þessu svæði vita
allir af hættunni og haga held ég
ferðum sínum eftir því. Það er líka
jákvætt að það er ekki skólaakstur á
þessum slóðum,“ segir hann.
arg
Snjóþekja, stórhríð og lokað,
voru orðin sem Vegagerðin not
aði á mánudagsmorgun til að lýsa
ástandinu á vegum suðvestanlands.
Kjalarnesið var meðal þeirra stofn
vega sem voru lokaðir, sömuleiðis
Hellisheiði og fleiri vegir á Suður
landi og Reykjanesi. Í tilkynningu
frá Vegagerðinni um morgun
inn sagði að um allt suðvestanvert
landið yrði mjög svo krefjandi að
stæður fyrir vegfarendur. Þegar
leið á daginn var gul viðvörun þegar
herti vind, sneri sér til suðausturs
með ofankomu, skafrenningi og
ófærð. Þá var ófært um stofnvegi,
eins og Kjalarnes og við Hafnar
fjall.
Töluvert hafði snjóað á Vestur
landi aðfarnótt mánudags og þung
fært var í þéttbýli. Í fyrsta skipti í
nokkur ár varð illfært í íbúðagötum
innanbæjar á Akranesi, en fljótlega
var búið að ryðja snjó af stofngöt
um. Meðfylgjandi mynd var tekin á
Jaðarsbraut að morgni dags. mm
Mynd tekin í gær undir Nýpurhyrnu á
Skarðsströnd. Ljósm. Halla Sigríður
Steinólfsdóttir.
Snjóflóð féllu á Skarðsströnd
Kosið um ný gatnaheiti
á Sementsreit
Horft yfir svæðið sem um ræðir. Ljósm. mm.
Kort sem vísað er
til í fréttinni.
Húsnæðið að Smiðjuvöllum 28 er nýlega standsett að innan sem utan. Ljósm. vaks
Fjöliðjan flytur tímabundið
í nýtt húsnæði
Ófærð á stofnvegum og
þæfingur í þéttbýli
Skipverjar á Kap II VE-7 voru kuldalegir á að líta þegar þeir komu í land þetta
fimmtudagskvöld.
Kap II leggur að