Skessuhorn - 16.02.2022, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2022 21
112 dagurinn er haldinn hátíðlegur
hjá viðbragðsaðilum 11. febrúar ár
hvert, en þá minna viðbragðsaðilar
á sig og brjóta aðeins upp daginn.
Í Grundarfirði fóru viðbragðsað
ilar einn hring um bæinn á föstu
daginn með tilheyrandi hávaða og
ljósasýningu. Þeir stoppuðu stutt
við Grunnskóla Grundarfjarðar þar
sem krökkunum gafst tækifæri á að
skoða herlegheitin. Svo var haldið
áfram og stoppað nálægt leikskól
anum þar sem yngsta kynslóðin
fékk að virða þessa vælandi bifreið
ar fyrir sér. tfk
Rauði krossinn á Akranesi hefur
keypt nýtt húsnæði fyrir deildina.
Það er á Kirkjubraut 12 í rými þar
sem Modus var áður til húsa. Að
sögn Úrsúlu Áradóttur formanns
deildarinnar er nýja húsnæðið mun
hentugra fyrir starfsemina og í al
faraleið. Í desember á síðasta ári
seldi Rauði Krossinn á Akranesi
fyrra húsnæði sitt sem er við Skóla
braut 25a.
Akranesdeild Rauða krossins var
stofnuð 4. júní 1941. Félagsmenn
eru um 800 og virkir félagar um 50.
Starfsemin árið 2020 til 2022 hef
ur markast af kórónufaraldrinum
og legið niðri tímabundið en ver
ið vakin upp þegar sóttvarnarregl
ur hafa leyft. Skyndihjálparnám
skeið hafa verið stór þáttur í starfi
deildarinnar. Fyrirtæki og einstak
lingar á öllu Vesturlandi hafa nýtt
sér námskeiðin og deildin býr að
mjög hæfum og áhugasömum leið
beinendum. Prjónahópur er bæði
fjáröflunarhópur og góður félags
skapur kvenna sem búa til og selja
prjónavörur. Aðaláherslan hefur
verið á sölu á endurnýttum lopa
peysum. Heimsóknarvinir er hóp
ur fólks innan Rauða krossins sem
nú bíður þess að opið verði fyr
ir heimsóknir til þeirra sem þess
óska. Matarklúbbur og Skvísuhóp
ur eru hópar sem hittast reglulega
og vinna að því að rjúfa félagslega
einangrun t.d. nýbúa og erlendra
íbúa á Akranesi, veita stuðning og
mynda tengsl. Börn og umhverfi
eru vel sótt námskeið fyrir unglinga
sem haldin eru á hverju ári.
vaks
Viðbragðsaðilar í Snæfellsbæ óku
um sveitarfélagið á sunnudaginn
með blikkandi ljósum og sírenum í
tilefni af 112 deginum sem var síð
asta föstudag. Endaði fjörið í björg
unarstöðinni Von í Rifi þar sem
gestum gafst kostur á að skoða hin
ýmsu tæki viðbragðsaðila ásamt því
að í boði var Svali fyrir börnin.
Á hverju ári er lögð áhersla
á ákveðið málefni við þetta til
efni og að þessu sinni var það að
vinna gegn hvers konar ofbeldi en
ofbeldis hegðun hefur farið vax
andi síðustu tvö ár sem Covid far
aldurinn hefur geisað. Við þetta
sama tækifæri afhenti Slökkvilið
Snæfellsbæjar viðurkenningu fyr
ir eldvarnagetraun en á hverju ári
heimsækja slökkviliðsmenn nem
endur í 3. bekk grunnskólanna
og fræða þá um eldvarnir. Börnin
fá svo með sér heim handbók um
eldvarnir heimilisins og söguna af
BrennuVargi og Loga og Glóð.
Þeim gefst einnig kostur á að
taka þátt í eldvarnagetrauninni en
heppnir þátttakendur fá svo jafnan
afhent vegleg verðlaun á 112 deg
inum og var engin breyting á því í
ár. Að þessu sinni var það Egill Míó
Jóhannsson sem var dreginn út og
fékk hann viðurkenninguna sína af
henta við þetta tækifæri. þa
Rauði krossinn festir kaup
á nýju húsnæði
Úrsúla Árnadóttir, formaður Akranesdeildar RKÍ, og Róbert Gíslason frá Pacta við
undirskrift kaupsamningsins.
Nýja húsnæðið á
Skólabraut 12. Á myndinni með Agli Míó eru slökkviliðsmennirnir Emanúel Þórður Magnússon,
Matthías Páll Gunnarsson, Birgir Tryggvason og Kjartan Hallgrímsson.
Viðbragðsaðilar á ferðinni
á 112 deginum
Ekið eftir Ólafsbrautinni.
112 dagurinn í Grundarfirði
Björgunarsveit, sjúkrabíll og slökkviliðsbílar röðuðu sér upp
við Kjörbúðina þar sem hægt var að skoða.
Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri í grunnskólanum stóðst ekki mátið og skellti
sér upp á beltahjól björgunarsveitarinnar Klakks.
Mateusz Moniuszko björgunarsveitarmaður hjá Klakki í björgunarsveitarbíln-
um. Dominik Bajda sjúkraflutningamaður er við hliðina á honum.
Þessum fannst ansi forvitnilegt að skoða inn í sjúkrabílinn
og virða búnaðinn fyrir sér.
Yngstu íbúar Grundarfjarðar fengu líka að skoða og fannst spennandi.