Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Síða 25

Skessuhorn - 16.02.2022, Síða 25
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2022 25 Árið 2021 sótti Héraðsskjalasafn Akraness um miðlunarstyrk til Þjóðskjalasafns Íslands. Styrkurinn gengur út á það að gera elstu skjöl í safnkosti aðgengileg almenn­ ingi með miðlun á vef. Fara þarf eftir ákveðnum fyrirfram gefnum viðmiðum við ljósmyndun skjal­ anna, vinnslu og skráningu þeirra. Héraðs skjalasafnið fékk styrk til að ljósmynda og miðla elstu skjöl­ um Innri­og Ytri Akraneshrepps og haf ist var handa við verkefnið á vormánuðum 2021. Ákveðið var að kaupa tækjabún­ að til ljósmyndunar og vinnslu skjala og var starfsmaður ráð­ inn tímabundið í verkefnið. Þá var einnig sett upp heimasíða fyr­ ir héraðsskjalasafnið og miðlunar­ vefur fyrir skjölin og fóru vefirn­ ir í loftið um áramótin. Miðlunar­ vefurinn býður upp á marga fram­ tíðarmöguleika. Til að mynda gerir hann fólki kleift að endurrita texta gamalla skjala þannig að textinn verði leitarbær á vefnum. Samhliða vinnu við að ljósmynda þau skjöl sem tilgreind voru í styrkbeiðni þá var ráðist í að færa annað efni yfir á stafrænt form, bæði skjöl, hljóð­ efni og myndefni. Vefurinn felur í sér að stórmerkilegar heimild­ ir sem tengjast sögu Akraness eru nú mjög aðgengilegar og fólk getur flett í þeim hvenær sem er og hvar sem er. Hægt og rólega munu bæt­ ast við fleiri heimildir en nú þegar má m.a. finna heimildir Æfingafé­ lagsins, Knattspyrnufélagsins Kára, Kvenfélags Akraness, fundargerð­ ir Innri­Akraneshrepps, Íþróttafé­ lagsins Harðar Hólmverja og fleira. Blaðamaður Skessuhorns hitti að máli í síðustu viku á Héraðs­ skjalasafninu þau Erlu Dís Sig­ urjónsdóttur héraðsskjalavörð og Ragnar Valgeir Jónsson skjalavörð og fékk að forvitnast aðeins um þennan nýja miðlunarvef og hvern­ ig þessi hugmynd fór af stað. „Þetta byrjaði í rauninni með því að við sækjum um þennan miðlunarstyrk til Þjóðskjalasafns og setjum síðan miðlunarvefinn í loftið því skilyrðið fyrir þessum styrk var að við þurft­ um að færa efnið á stafrænt form og miðla því á vefnum.“ Á höttunum eftir gömlum tækjum Erla Dís og Ragnar segja að það sé mikil og fjölbreytt vinna í kringum þetta verkefni: „Hún felst aðallega í því að finna bækurnar, ljósmynda þær og svo þarf að vinna hverja ein­ ustu mynd. Litgreina hana, „fiffa hana til“ og fínisera og svo þarf að skrá inn svokallað „metadata“ sem eru stafrænar upplýsingar á hverja mynd. Þá höfum við verið á hött­ unum eftir ýmsum gömlum tækjum til að færa gamalt mynd­ og hljóð­ efni yfir á stafrænt form og biðlum til almennings að hafa augun opin ef tæki fyrirfinnast í þeirra geymsl­ um.“ Eftir opnun veraldarvefsins, hvernig hefur það breytt upp­ lýsingastreymi á okkar tímum? „Vefurinn hefur breytt umhverf­ inu töluvert, aðgengi að upplýsing­ um er orðið mun fjölbreyttara og hraðinn meiri. Það leitar til okkar margt fólk sem er að vinna að rann­ sóknum, skrifa greinar eða fréttir og oft er þetta sama efnið sem fólk er að leita í. Eins og fundargerða­ bækur hjá íþróttafélögunum og þess háttar og þess vegna erum við að reyna að koma þessu öllu á vef­ inn. Allt þetta efni sem er hér höf­ um við tekið á móti síðustu áratugi af ýmsum aðilum og komið í varð­ veislu. Með þessu verkefni erum við að stíga skref í stafrænni um­ breytingu og það er okkar vilji að halda ótrauð áfram svo að við upp­ fyllum kröfur nútímans og þarfir borgaranna.“ Erla Dís og Ragnar segja að þau hafi fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessum nýja miðlunarvef, bæði frá samstarfsaðilum, öðrum héraðs­ skjalasöfnum og einnig frá hinum almenna borgara: „Við erum að nota facebook til að vekja athygli á þessu og þetta kemur hægt og ró­ lega. Við setjum alltaf inn tilkynn­ ingu á heimasíðuna og facebook síðuna þegar nýtt efni er að koma inn á miðlunarhlutann og fólk get­ ur fylgst með því þar.“ Héraðsskjalasöfnin eru alls 20 á öllu landinu og hluti þeirra er með miðlunarsíður. Erla Dís og Ragn­ ar segja að vinnan í kringum þetta sé mjög sérhæfð og því sé mikil­ vægt að halda í svona starfsemi og halda þessu verkefni áfram en til þess þurfa þau áframhaldandi styrk frá Þjóðskjalasafninu. „Því mun­ um við sækja aftur um styrk til Þjóðskjalasafns til að halda áfram með ljósmyndun og miðlun á elstu skjölum kaupstaðarins auk þess sem haldið verður áfram að setja inn enn meira af áhugaverðum skjöl­ um. Á þessu ári er stefnt að því að ljósmyndakostur héraðsskjalasafns­ ins fari einnig inn á miðlunarvef­ inn og með því verði hann gríðar­ leg miðstöð fróðleiks og sögu hér­ aðsins.“ Pikka út athyglisvert efni En hvaða efni er til að mynda í geymslum safnsins sem á eftir að setja inn? „Við erum með svaka­ lega mikið magn af efni sem við eigum eftir að setja inn svo sem efni frá ýmsum félagasamtökum og einkaskjalasöfn. Þessa dagana erum við í íþróttadeildinni og vorum til dæmis í morgun að vinna með efni frá Knattspyrnufélagi Akra­ ness. Við erum að reyna að pikka út athyglisvert efni frá öllum tímum, einnig skjöl sem búið er að leita mikið í hjá okkur og því reynum við að koma þeim á framfæri. Við erum ekki komin með ljósmynd­ ir ennþá inn á vefinn en stefnum á það á þessu ári.“ Spurð hvort þetta sé ekki ei­ lífðarverkefni hlæja þau og segja að stutta svarið sé já því hér sé til óþrjótandi efni frá sögu Akraness. „Nú á vormánuðum mun opnast sá möguleiki að setja inn á miðlunar­ vefinn mynd­ og hljóðefni. Þá verð­ ur sett inn margt af því áhugaverða efni sem til er í geymslum safnsins. Einnig verða settar inn skjalaskrár safnsins sem auðvelda almenningi aðgengi að safninu,“ segja þau Erla Dís og Ragnar að lokum. Heimasíða safnsins er á slóðinni herakranes.is og þar er hlekkur inn á miðlunarvefinn: https://akranes. is/main/archives vaks Yfir 300 málverk í eigu Akraneskaupstaðar eru m.a. í geymslurýminu. Héraðsskjalasafn Akraness með nýjan miðlunarvef Erla Dís og Ragnar Valgeir. Starfsaðstaðan fyrir miðlunarvefinn. Séð inn í geymslurými Héraðsskjalasafnsins.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.