Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 20222 Hreint með lægsta tilboðið AKRANES: Alls bárust fimm tilboð vegna útboðs Akra­ neskaupstaðar um ræstingu í stofnunum kaupstaðarins tímabilið 2022 til og með 2025 en þau voru opnuð 21. janú­ ar síðastliðinn. Lægsta tilboð­ ið átti Hreint ehf. sem hljóð­ aði upp á rúmar 124 milljón­ ir en hæstu tvö tilboðin áttu Dagar ehf. og Sólar ehf. sem voru nálægt 143 milljónum. Kostnaðaráætlun var 162 millj­ ónir króna. Á fundi bæjarráðs á fimmtudaginn var samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Hreint ehf., og fela bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins. -vaks Talning ferða- manna DALIR: Á fundi atvinnu­ málanefndar Dalabyggð­ ar þriðjudaginn 22. febrú­ ar var tekið fyrir erindi Ferða­ málastofu varðandi hentugan stað fyrir uppsetningu teljara en enginn teljari er til staðar eins og er í Dalabyggð. Ferða­ málastofa stendur fyrir taln­ ingu á ferðamannastöðum víða um landið. Talningin fer fram með sjálfvirkum teljara sem tel­ ur gangandi vegfarendur með mikilli nákvæmni. Miðað er við að telja á stöðum þar sem öll eða nánast öll gangandi um­ ferð fer sama stíginn. Tölurnar eru svo birtar um það bil dag­ lega í Mælaborði ferðaþjón­ ustunnar. Atvinnumálanefndin lýsti yfir ánægju með að haft væri samband við Dalabyggð varðandi uppsetningu teljara. Nefndin taldi mikilvægt að telj­ arinn verði settur upp í samráði við landeigendur. Nefndin lagði til við Ferðamálastofu að skoða uppsetningu við Guðrúnarlaug að Laugum í Sælingsdal, Eiríks­ staði í Haukadal eða við leiðina upp að Tregasteini að Seljalandi í Hörðudal. -vaks Starf skólastjóra DALIR: Laust er til umsóknar embætti skólastjóra Auðarskóla í Dalabyggð sem er sameinað­ ur leik­, grunn­ og tónlistar­ skóli. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í auglýsingu í síðasta Skessuhorni. Auðar­ skóli er með um 100 nemend­ ur og við skólann starfa 35. Í Dalabyggð búa um 660 manns, þar af um 40% í Búðardal. Um­ sóknarfrestur um starfið er til og með 7. mars 2022. -vaks Strætó í hremmingum KJALARNES: Strætó á leið 57, Reykjavík – Akranes, fór út af á mánudagskvöldið á Kjalarnesi, milli Mógilsárs og Grundarhverfi. Veður var mjög slæmt þegar óhappið varð. Engan sakaði. Mjög hvasst var á svæðinu alla nóttina og var vegurinn um Kjalarnes lokað­ ur. Fyrsta strætóferð dagsins var því felld niður um morguninn. -mm Þessi vika er viðburðarík í meira lagi og hófst með bolludeginum á mánudaginn þar sem lands- menn borðuðu flestir yfir sig af alls kyns bollum. Enn betra tók við í gær á sprengidegi þegar saltkjöt og baunir voru á boðstól- um og þeir eldri líklega smjatt- að vel yfir því góðgæti. Í dag er svo öskudagur þar sem börnin fá að njóta sín og fá líklega vel af alls konar nammi í pokann sinn, en þó ekki í öskupokann. Hann heyrir sögunni til og er aðeins ljúf minning hjá þeim sem hugsa til baka þegar börn laumuðu hon- um aftan á einhvern og helst án þess að viðkomandi vissi af því. Þetta voru góðir tímar en eins og allt annað þá breytist heimur- inn og við með þó við séum ekki alltaf til í allar þær breytingar. Á fimmtudag má búast við suðlægri eða breytilegri átt 5-10 m/s og stöku éljum, en lengst af verður rigning eða slydda austan til. Hiti um og yfir frostmarki. Á föstudag er gert ráð fyrir suðvest- an- og vestan 8-15 og éljum, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti í kringum frostmark. Á laugar- dag er útlit fyrir suðlægri átt 5-13 og úrkomulítið, en 13-20 sunn- an- og vestanlands síðdegis með rigningu eða slyddu. Hlýnar held- ur. Á sunnudag verður suðlæg eða breytileg átt og rigning eða snjókoma, en dregur úr úrkomu seinnipartinn. Kólnar aftur. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hver af þessum dögum er í mestu uppáhaldi hjá þér?“ Af þessum þremur dögum sem um var spurt var Sprengi- dagur vinsælastur með 56% at- kvæða, 40% sögðu Bolludagur og restina rak Öskudagur með að- eins 4% greiddra atkvæða. Í næstu viku er spurt: Hefur þú greinst með Covid? Fulltrúar ÍATV á Akranesi tóku í síðustu viku við fjölmiðlaverð- launum Knattspyrnusambands Íslands fyrir árið 2021. ÍATV er netsjónvarpsstöð sem starfrækt er af sjálfboðaliðum og sendir út á YouTube. Starfsmenn ÍATV eru Vestlendingar vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Slökkvilið Stykkishólms og ná­ grennis hélt á laugardaginn æfingu þar sem eldur var kveiktur í ónýtri rútu sem átti að farga. Átta slökkvi­ liðsmenn tóku þátt í æfingunni sem gekk vel að sögn Einars Þórs Strand, slökkviliðsstjóra. „Við nýttum tækifærið og æfðum ýmislegt, prófuðum að lyfta með lyftipúðum, fara inn í rútuna og klippa í sundur sæti og svona sitt­ hvað fleira,“ segir Einar Þór í sam­ tali við Skessuhorn. Hann segir það alltaf vera mjög gott þegar slökkvi­ liðið fær tækifæri til að æfa með bíla, rútur eða jafnvel hús. „Slíkar æfingar nýtast okkur alltaf vel. Það Byggðarráð Borgarbyggðar hef­ ur samþykkt erindisbréf nýrr­ ar byggingarnefndar vegna við­ byggingar við Kleppjárnsreykja­ deild Grunnskóla Borgarfjarð­ ar, og skipað í nefndina. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir verður for­ maður nefndarinnar en auk henn­ ar sitja í henni sem aðalmenn þau Lilja Björg Ágústsdóttir, Logi Sig­ urðsson, Guðveig Eyglóardóttir og Davíð Sigurðsson. Í fjárhagsáætl­ un fyrir árin 2022­2025 er áætlað að verja 795 milljónum króna til að ljúka við fyrsta áfanga viðbyggingar við skólann. Eins og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns er hluti gömlu grunnskólabyggingarinn­ ar ónothæfur vegna raka og myglu. Áætlað er að rífa þann hluta og byggja nýja byggingu á sama stað. Nú þegar hefur verið gerð þarfa­ greining og verkefnið sett í for­ hönnun. Verkefni byggingarnefndar verð­ ur að undirbúa hönnun skólahús­ næðisins og framkvæma útboð og velja framkvæmdaraðila. „Verk­ efnið skal innihalda alla þá þætti sem nauðsynlegir eru til að starf­ semi hefjist í húsnæðinu að verk­ efni loknu og skulu kostnaðaráætl­ anir taka mið af öllum verkþáttum til að svo megi vera,“ segir í erindis­ bréfi byggingarnefndar Grunn­ skóla Borgarfjarðar á Kleppjárns­ reykjum. mm Menningarstefna Vesturlands 2021­ 2024 hefur nú formlega verið gef­ in út. Að þessu sinni er hún raf­ ræn. Þá hafa verið frumsýnd stutt kynningarmyndbönd þar sem stefna hvers kafla er kynnt og sýnir hversu fjölbreytt og öflugt menningarstarf er á Vesturlandi. „Menningarstefnan er áhersluver­ kefni Sóknaráætlunar Vesturlands. Hún var samþykkt í lok síðasta árs og er í raun endurskoðuð menn­ ingarstefna frá árinu 2016. Skipað var sérstakt fagráð skipuð aðilum frá öllum nema einu sveitarfélaganna á Vesturlandi, auk þess sem fjórir fag­ aðilar, starfandi í menningartengd­ um greinum í landshlutanum áttu sæti í ráðinu. Fagráðið tók sem áður segir ákvörðun um að endurskoða eldri menningarstefnu en með nýj­ um áherslum. Lögð væri áhersla á hvernig stefnan myndi þjóna minni­ hlutahópum á Vesturlandi, t.d. inn­ flytjendum og að áhersla væri lögð á menningartengdar atvinnugrein­ ar í stefnunni. Þá var stefnan mótuð út frá Vesturlandi sem einu menn­ ingarsvæði,“ segir í tilkynningu frá Sigursteini Sigurðssyni menningar­ fulltrúa SSV. Nálgast má skýrsluna og rafræna kynningu á: https:/ssv.is/menning mm Brunaæfing í rútu í Stykkishólmi er sjaldgæfara að fá rútur en smærri bíla svo það er mjög gott þegar við fáum þær. Svo þegar það fellur til hús sem hægt er að kveikja í þá er það alltaf besta æfingin sem við get­ um fengið,“ segir hann. Slökkviliðið kveikti í rútunni og leyfði eldinum að loga í u.þ.b. þann tíma sem það myndi taka fyrir slökkviliðið að komast að brennandi rútu á Vatnaleið áður en þeir gætu hafið slökkvistarf. „Við sáum það að ef það kviknar í rútu á Vatna­ leið verður hún sennilega brunnin til kaldra kola þegar við komum á staðinn. Eldurinn var byrjaður að koðna niður þegar við byrjuðum að vinna. Það er lærdómsríkt fyrir okkur að sjá þetta gerast og því eru svona æfingar nauðsynlegar. Við gerðum þetta bara í rólegheitunum í þetta skiptið og fundum út hvað væri best að gera. Þetta var í raun bæði æfing og tilraunastarfsemi,“ segir Einar Þór Strand slökkviliðs­ stjóri. arg/ Ljósm. sá. Örn Ingi og félagar með tónleika á Kaffi Emil í Grundarfirði. Ljósm. úr safni/tfk. Rafræn menningarstefna fyrir Vesturland Börn að leik. Myndin er úr safni Skessuhorns frá 2008 og því börnin sem þarna eru á mynd í dag orðin fullorðið og ráðsett fólk. Byggingarnefnd skipuð vegna stækkunar Kleppjárnsreykjaskóla

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.