Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 11 ÖFLUGAR IÐNAÐARÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR FYRIR FYRIRTÆKI OG STOFNANIR Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900 Verkstæði Slökkvistöðvar Heilbrigðisstofnanir Fiskvinnslufyrirtæki Hótel og gistiheimili Skóla Íþróttafélög og sundlaugar Efnalaugar og þvottahús Tilvalið fyrir: Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Skagabón ehf. auglýsir eftirfarandi nýjung! Við hjá Skagabón þökkum Skagamönnum og nærsveitungum fyrir frábærar viðtökur! Nú erum við hjá Skagabón ehf. að fara af stað með áskriftarkerfi fyrir fyrirtæki og einstaklinga! Áskriftarkerfi: Pakki 1: 202.000kr Í áskrift 120.000kr Pakki 2: 150.000kr Í áskrift 100.000kr Pakki 3: 96.000kr Í áskrift 75.000kr Pakki 4: 68.000kr Í áskrift 45.000kr Pakki 5: 142.000k Í áskrift 100.000kr Pakki 6: 122.000kr Í áskrift 80.000kr Pakki 7: 118.00kr Í áskrift 67.000kr Hægt er að sjá kerfin inn á SkagaBón facebook síðu, en von bráðar opnar bókunarsíðan www.skagabon.is Sími 771-6866, Instagram: Skagabon. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Dóttir Idu Maríu Brynjarsdóttur og Eysteins Arnar Stefánsson­ ar úr Hálsasveit í Borgarfirði kom í heiminn á Heilbrigðisstofn­ un Vestur lands á Akranesi þriðju­ daginn 22.02.2022 klukkan 02:22. Verður þetta að teljast nokkuð ótrúleg tilviljun. Aðspurð segist Ida María ekki hafa verið að hugsa sér­ staklega út í þessa tímasetningu fyr­ ir eða í sjálfri fæðingunni. „Ég var annað að hugsa og ekkert að pæla í þessu. En þetta er samt mjög gam­ an,“ segir hún í samtali við Skessu­ horn. Þetta var önnur dóttir þeirra Idu Maríu og Eysteins en Ylfa Lísa, eldri dóttir þeirra, fæddist 17. febr­ úar 2019. Ida María var sett 20. febrúar en ekkert benti til þess að stúlkan væri að koma þá. Þar sem veðurspá­ in var ekki góð ákváðu þau að fara út á Akranes daginn eftir, mánu­ daginn 21. febrúar til öryggis og voru komin á Akranes um klukk­ an 17. „Ég bjóst samt ekki við því að hún væri að fara að koma strax. En svo um kvöldið byrjaði ég að finna smá verki, ekki mikla en smá. Það var því mjög heppilegt að við fórum út á Skaga,“ segir Ida Mar­ ía. Þau voru komin á sjúkrahúsið um klukkan hálf tvö um nóttina og dóttir þeirra mætti svo í heiminn tæpum klukkutíma síðar, kl. 2:22. Hún var 3.988 grömm við fæðingu og 52 sentímetrar. „Það var ótrú­ lega fyndið þegar við áttuðum okk­ ur á hvað klukkan var þegar hún fæddist. Fólk trúði okkur varla og allir spurðu hvort við hefðum ekki fiffað þetta eitthvað til,“ segir Ida María og hlær. arg Eysteinn og Ida María með Ylfu Lísu, eldri dóttur þeirra. Fæddist 22.02.2022 klukkan 02:22 Dætur Idu Maríu og Eysteins. Ljósm. aðsend

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.