Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 19
Þessi mynd felur í sér mögulegt byggingarmagn á Dalbrautarreit án lóðar fyrir
Fjöliðju. Vantar á myndina blokkir á efsta hluta reitsins.
Pennagrein
Snæfellsbær heldur Barnamenn
ingarhátíð Vesturlands á þessu ári, í
samstarfi við Samtök sveitarfélaga á
Vesturlandi, en hátíðin er áherslu
verkefni Sóknaráætlunar Vestur
lands og er haldin til skiptis á þrem
ur stöðum á Vesturlandi. Þeir eru
Reykholt í Borgarfirði, Akranes og
Snæfellsbær. Þetta kemur fram á
vefsíðu Snæfellsbæjar.
Markmið Barnamenningarhátíð
ar er að efla menningarstarf fyrir
börn og ungmenni. Þátttaka barna
og ungmenna er uppistaða há
tíðarinnar. Menningarstarf er stór
þáttur í uppeldi og kennslu barna
og skiptir því jafnræði máli og að
börn geti verið þátttakendur í hinni
ýmsu menningarstarfsemi. Hátíð
in á að hvetja börn og ungmenni til
virkrar þátttöku í menningarstarfi
og veita þeim tækifæri til að njóta
listar og menningar.
Ekki er komin nákvæm dagsetn
ing á hátíðina en undirbúningur er
þó hafinn. Áhugasamir sem vilja
taka þátt og/eða standa fyrir við
burði geta haft samband við heim
ir@snb.is. Nánari upplýsingar og
dagskrá mun birtast síðar. vaks Hressir piltar á Götulistahátíð á Hellissandi árið 2019. Ljósm. af vef Snæfellsbæjar
Barnamenningarhátíð
Vesturlands haldin
í Snæfellsbæ í ár
Bæjarfulltrúar á Akranesi hafa ekki enn
þegar þessar línur eru skrifaðar séð til
efni til að svara harðorðu opnu bréfi í
Skessuhorni 26. janúar s.l. frá leiðbein
endum í Fjöliðjunni.
Það sama átti við þegar Emma
starfsmaður í Fjöliðjunni afhenti for
seta bæjarstjórnar undirskriftalista
með um 600 hundruð undirskriftum
einstaklinga sem mótmæltu fyrirhug
uðum flutningi af Dalbraut 10 á fyrstu
hæð í blokk á Dalbraut 8 og uppskipt
um á starfsemi Fjöliðjunnar eða með
yfirskriftinni „Ekkert um okkur, án
okkar“. Lítið um svör.
Bæjarstjórn hélt sig við sama hey
garðshornið, þegar undirskriftalistinn
var birtur/falinn í fundargerð bæjar
stjórnar. Um undirskriftalistann var
ekki fjallað, né hverju hann er að mót
mæla. Hann var settur sem viðhengi
undir dagskrárlið, um stýrihóp sam
félagsmiðstöðvar. Ekki það merkileg
ur hópur sem undirskriftalistinn er að
styðja við, að hann fái sérstakan dag
skrárlið í fundargerð bæjarstjórnar.
Einnig er lögð vinna að þeirra hálfu
að skilgreina, hvar hver og einn er
búsettur. Er bæjarstjórn ekki að selja
Akranes sem góðan stað til að búa á?
Í Skessuhorni 9. febrúar kem
ur grein frá bæjarfulltrúum á Akra
nesi sem ber yfirskriftina „Fjöliðjan
og ný samfélagsmiðstöð.“ Athygli vert
að þau tali sérstaklega um Fjöliðjuna
annars vegar og nýja samfélagsmiðstöð
hins vegar. Þau sjá ekki tilefni til að
svara opnu bréfi leiðbeinanda í Fjöliðj
unni í grein sinni.
Ég vil með nokkrum línum vitna í
eftirfarandi setningar úr grein bæjar
fulltrúa:
• Grein bæjarfulltrúa: „Þessi
ákvörðun kom í kjölfarið á deilum
og ósætti í bæjarstjórn um hvern
ig uppbyggingu Fjöliðjunnar skyldi
háttað eftir brunann sem þar varð
þann 7. maí 2019 og varð til þess að
starfsemin þurfti að flytja tímabund
ið í annað húsnæði.“
Um hvað var deilt? Ekki að
byggingin yrði á Dalbraut 10, það bera
allar samþykktirnar merki um. Vor
uð þið ekki deila um hvort byggja ætti
við núverandi húsnæði sem kostaði um
100 m/kr minna og afhendingartími
yrði á árinu 2023, eða að rífa ætti nú
verandi húsnæði og byggja nýtt á reitn
um með afhendingartíma árið 2024?
• Grein bæjarfulltrúa: „Leitað var
leiðsagnar margra aðila um hvern
ig verkefnum og húsnæðismálum
Fjöliðju framtíðar væri best fyr
ir komið. Sú vinna færði bæjarfull
trúa nær endanlegri ákvörðun um
húsnæðismál og uppbyggingu Fjöl
iðjunnar.“
Hvað voruð þið að gera í 2 ár og 7
mánuði? Voruð þið ekki að leita leið
sagnar fjölda aðila? Allar samþykktirn
ar sem þið gerðuð varðandi staðsetn
ingu voru á Dalbraut 10. Við íbúar
hér á Akranesi eða a.m.k. flestir ger
um kröfu til þess að bæjarfulltrúar séu
þokkalega vakandi þegar þau greiða
atkvæði um tillögur sem eru lagð
ar fram og m.a. vísa til staðsetningar
Fjöliðjunnar á Dalbraut 10.
• Grein bæjarfulltrúa: „Hlutirnir
gerðust hins vegar hratt í desem
ber og í meðförum bæjarstjórnar í
lok vinnu við fjárhagsáætlun víkkaði
hugmyndin um uppbygginguna og
ákveðið var að hugsa stærra og til
lengri tíma. Bæjarstjórn bar sú gæfa
að komast að sameiginlegri niður
stöðu sem allir bæjarfulltrúar eru
ánægðir með og stoltir af.“ (lbr.AÓ)
Eruð þið bæjarfulltrúar virkilega
stoltir af samþykkt ykkar, eftir að hafa
í 2 ár og 7 mánuði haldið vænting
um fatlaðra starfsmanna Fjöliðjunn
ar um að farið væri í uppbyggingu á
Dalbraut 10 og síðan á einum mánuði
farið í bakið á þeim með uppskiptingu
og breyttum staðsetningum án þeirra
aðkomu? Var ekki á þessum 2 árum
og 7 mánuðum hugsað stærra og til
lengri tíma fyrir starfsmenn Fjöliðj
unnar?
• Grein bæjarfulltrúa: „Fjöliðjan
er eitt af framsæknustu vinnu-
úrræðum sem til eru á landinu
í dag og án efa eru margir sem
gjarnan vildu hafa slíka starfsemi í
sínu sveitarfélagi. (lbr.AÓ). Hér er
boðið upp á fjölbreytta starfsemi
með fjölbreyttum verkefnum fyr
ir fjölbreyttan hóp fólks, starfið er
einstaklingsmiðað eins og kostur
er.“
Ég skal játa að ég hélt að ég hefði
villst á greinum, þegar ég las þetta
fyrst. Hvernig verða vinnuúrræði að
því sem þau eru í dag? Það er fyr-
ir duglegt og ánægt starfsfólk,
góða leiðbeinendur og stjórnend-
ur á löngum tíma. Það er ekki fyr
ir ákvarðanir ánægðra og stoltra
bæjarfulltrúa. Því verður það enn og
aftur óskiljanlegra að þau sem eiga
stærstan þátt í að byggja upp eitt af
framsæknustu vinnuúrræðum fatl
aðra sem til eru á landinu skuli vera
þau einu sem ekki máttu koma að
feluleiknum við niðurbrot á þessum
framsæknu vinnuúrræðum.
En hvers vegna að brjóta
Fjöliðjuna upp?
Í valkostagreiningu sem unnin var af
bæjarstjóra og allir aðrir en stjórn
endur, leiðbeinendur, starfsmenn og
flestir aðstandendur starfsmanna í
Fjöliðjunni fengu að koma að eða voru
spurðir álits á segir m.a:
• Við frekari skoðun í skipulags og
umhverfisráði hafa komið fram efa
semdir um fjárhagslegan ávinn-
ing af uppbyggingu Fjöliðjunnar
á Dalbraut 10 vegna stærðar lóð
ar og áhrifa á heildarskipulag Dal
brautarreits (lbr.AÓ).
• Dalbrautarreitur hefur verið gjöf-
ull í tekjuöflun og skiptir verulegu
máli í að afla Akraneskaupstað sér-
tekna (lbr.AÓ).
Þétting byggðar með öflun sér-
tekna virðist vera lykill bæjarfulltrúa
við ósjálfbærum rekstri Akraneskaup
staðar og elta þau þar Reykjavíkur
borg. Staðsetning Fjöliðjunnar á Dal
braut 10 er farartálmi á þeirri leið.
Hvað var þá til ráða? Hugmynda
smiðir bæjarstjórnar fóru á hugarflug,
niðurstaðan; Samfélagsmiðstöð, sem
byggir á hugmyndafræði um samfé-
lag án aðgreiningar, segir í samþykkt
bæjarstjórnar.
Hvað er samfélag án aðgreiningar?
„Samfélag sem gerir ráð fyrir að
kraftar allra nýtist, að raddir allra
heyrist og að fólk fái að blómstra
á sínum forsendum er samfélag
án aðgreiningar.“ (Tilvitnun í grein
HBH í mbl. 18.04.2015). Að radd
ir allra heyrist og fólk fái að blómstra
á sínum forsendum, en ekki forsend
um/röddum bæjarfulltrúa, ráðsmanna
í notendaráði og þeirra embættis
manna sem komu að málinu og sem
hlusta ekki á þessar raddir. Frístund,
sem í eru nemendur úr neðstu bekkj
um grunnskóla og starfsmenn Fjöliðju
sem eru á aldrinum 18+ eða í vinnu
þar alla sína ævi eða meðan þau hafa
getu til, er það samfélag án aðgrein
ingar.
Í grein á heimasíðu Akraneskaup
staðar segir: „Fjöliðjan hefur verið
einn opnasti vinnustaður á Akra-
nesi með miklum heimsóknum dag
lega. Þessi samfélagslega þátttaka
allra starfsmanna hefur verið mikil-
vægur og verðmætur þáttur í allri
starfsemi og vinnustaðamenningu
Fjöliðjunnar.“ Hér horfum við til
Fjöliðjunnar fyrir niðurbrot, vinnu
staður sem þverskurður Skagamanna
og fleiri heimsækja þar m.a. endur
vinnsluna/ flöskumóttökuna, er þetta
ekki líkara samfélagi án aðgreiningar
bæjarfulltrúar?
Þétting byggðar – Dalbrautarreitur
Fjöliðjan Dalbraut 10. Sértekjur –
Markmið og úrvinnsla valkostagrein
ingarinnar við skoðun, var að fá fjár
hagslega niðurstöðu sem leiddi af sér
að Fjöliðjan yrði að fara af Dalbraut
10 og þar yrði reist blokk/ fjölbýlishús
í staðinn. Við þessa vinnu yrði að halda
trúnaði, svo stjórnendum, leiðbein
endum, starfsmönnum Fjöliðju og nær
öllum aðstandendum yrði haldið utan
hennar.
Fulltrúum í skipulags og um
hverfisráði lá svo mikið á að þau sam
þykktu á fundi 21. febrúar sl. að leggja
til við bæjarráð að Dalbraut 10 yrði
rifinn. Snúa hnífnum í sári starfsfólks
Fjöliðjunnar, svo þeirra draumsýn um
að á Akranesi væru til aðilar sem hlust
uðu á þau.
Hvert er stefnt með
þéttingu byggðar?
Dalbrautarreitur (sjá mynd) er svæði
sem stefna bæjarstjórnar er að þétta
byggð á og afla sértekna samkvæmt ný
samþykktri fjárhagsáætlun. Í byrjun árs
2017 var auglýst breyting á aðal og
deiliskipulagi neðri hluta Dalbrautar
reits (Dalbr. 2 – 8). Athugasemdir bár
ust frá fjölda íbúa við Dalbraut. Tek
ið var tillit til lítils hluta athugasemda.
Síðan hófst bútasaumurinn árið 2020,
breytingin sem gerð var 2017 á Dal
braut 6, var aftur færð nær í upphaf
legu útgáfuna.
Eftirfarandi
upplifun íbúa
á Dalbraut
sem gerði í
annað sinn
athugasemd
við tillögu að breytingu segir: „Með
þessu er ekki annað að heyra en að bæj
aryfirvöld ætli að ganga á bak orða
sinna og falla frá þeim breytingum sem
búið var að gera og samþykkja og snúa
að Dalbraut 6 til að koma til móts við
athugasemdir íbúa og færa bygginguna
aftur til fyrra skipulags. Þetta er að okk
ar mati í hæsta máta óeðlileg vinnu-
brögð og dónaskapur í garð íbúa Dal
brautar“ (lbr.AÓ). Erum við ekki að sjá
þetta núna gagnvart fötluðum íbúum
Akraness sem vinna í Fjöliðjunni? Bæj
arfulltrúar ganga á bak orða sinna til
2 ára og 7 mánaða. Bútasaumur vegna
Dalbrautar 8 er í ferli hjá bæjarstjórn.
Hver verða næstu svæði í þéttingu
byggðar með byggingu háhýsa?
Ægisbrautarreitur, Landsbankahús
við Akratorg (væntanlega rifið) og þétt
byggð í gamla bæjarhlutanum, íþrótta
svæðið á Jaðarsbökkum (tekið í bútum
án heildarskipulags) ekki ennþá verið
tekin afstaða til tillagna í hugmynda
samkeppni á síðasta ári og fleira?
Einn er þó sá staður sem byggð
verður ekki þétt eins fram kemur í eft
irfarandi bókun fulltrúa Sjálfstæðis
flokksins við afgreiðslu fjárhagsáætl
unar: „Þá hefur verið fallið frá upp
byggingu íbúðarkjarna í Jörundarholti
og bæjarstjórn einsett sér það verkefni
að finna kjarnanum nýja staðsetningu
í sátt við samfélagið og þá sem málið
varða.“ Bæjarfulltrúar mega þó eiga
það að þau hlusta á suma íbúa Akra
ness.
Á fundi sem haldinn var í hús
næði Fjöliðjunnar á Smiðjuvöll
um sl. miðvikudag með aðstandend
um, starfsmönnum, leiðbeinendum
og stjórnendum Fjöliðjunnar, gat ég
þess að á yfir 50 ára ferli mínum í af
skiptum af pólitík og sem embættis
maður Akraneskaupstaðar og stofn
ana hans hefði ég aldrei upplifað
aðra eins niðurlægingu og fötluð
um starfsmönnum Fjöliðjunnar væri
sýndur þessa dagana. Á fundinum
voru bæjarstjóri og sviðstjóri velferð
ar og mannréttindasviðs, en enginn
bæjarfulltrúi sem hefðu haft gott af
því að hlusta á aðstandendur starfs
manna. Sum vilja bara ekki hlusta.
Er ekki kominn tími á nýtt fram-
boð óháð stjórnmálaflokkum,
framboð sem er fyrir alla bæjarbúa?
Andrés Ólafsson
Framhald af viðbót við – opið bréfi til bæjarstjórnar