Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 202230
Hver er
uppáhaldsbollan þín?
Spurning
vikunnar
(Spurt á Akranesi)
Bryndís Jóna Hilmarsdóttir
„Berlínarbolla.“
Herdís Magnúsdóttir
„Snickers bollan í Kallabakaríi.“
Auður Freydís Þórsdóttir
„Gamla góða gerbollan með
rjóma og sultu.“
Berglind Erla Engilbertsdóttir
„Bollan mín sem er með bræddu
toblerone, rjóma og jarðarberj
um.“
Ásrún Ösp Jóhannesdóttir
„Karlinn minn.“
Íþróttamaður vikunnar
Íþróttamaður vikunnar er nýlegur liður hjá
Skessuhorni. Þar leggjum við fyrir tíu spurn
ingar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á
öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunn
ar að þessu sinni er gönguskíðakonan Elísa Rún
úr Reykhólasveit.
Nafn: Elísa Rún Vilbergsdóttir.
Fjölskylduhagir? Ég á heima á sveitabæ með
mömmu, pabba og tveimur systrum mínum.
Amma mín og afi búa líka í næsta húsi.
Hver eru þín helstu áhugamál? Teikna/mála
og ljósmyndun.
Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um
þessar mundir? Ég vakna og fer í skólann,
borða morgunmatinn í skólanum. Eftir skóla
kem ég heim, klæði mig í skíðafötin og fer á æf
ingu. Það tekur sirka 45 mínútur að keyra þang
að og æfingin tekur eina og hálfa til tvær klukku
stundir. Þegar ég kem heim fæ ég mér kvöldmat,
læri og fer að sofa.
Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar?
Kosturinn minn er að ég er dugleg að ná mark
miðunum mínum en ég get stundum verið óþol
inmóð.
Hversu oft æfir þú í viku? Þrisvar til fjórum
sinnum.
Hver er þín fyrirmynd í íþróttum? Raggi
þjálfarinn minn.
Af hverju valdir þú gönguskíði? Af því að
frændi minn var á skíðum, ég prufaði og fannst
það gaman og hélt áfram.
Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir?
Pabbi minn.
Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við
þína íþrótt? Veðrið getur verið mjög leiðinlegt
og kalt, en félagsskapurinn er skemmtilegur og
er mikill stuðningur frá liðsfélögum mínum.
Pabbi er fyndnastur
Knattsyrnulið Kára lék gegn Víði
í Lengjubikarnum á föstudags
kvöldið og fór leikurinn fram í
Akraneshöllinni. Kári komst yfir
á 26. mínútu með marki frá Ingi
mar Elí Hlynssyni og mínútu síðar
dró til tíðinda þegar Arnór Björns
son, leikmaður Víðis, fékk beint
rautt spjald. Andri Júlíusson bætti
við öðru marki fyrir Kára fyrir
hálfleik en Víðir minnkaði mun
inn á 54. mínútu með marki Stef
áns Birgis Jóhannessonar. Það var
svo ekki fyrr en á síðustu mínútu
leiksins sem Ellert Lár Hannesson
innsiglaði sigurinn, lokastaðan 31
fyrir Kára.
Skagamenn léku gegn Breiða
bliki á laugardagskvöldið á Kópa
vogsvelli. Heimamenn komust yfir
strax á fimmtu mínútu með marki
Kristins Steindórssonar en Guð
mundur Tyrfingsson jafnaði metin
fyrir ÍA á 17. mínútu. Breiðablik
missti Elfar Frey Helgason af velli
með rautt spjald eftir rúmlega hálf
tíma leik en það kom ekki að sök
því í seinni hálfleik skoruðu Blikar
tvö mörk. Fyrst skoraði Benedikt
Warén mark fimm mínútum fyr
ir leikslok en fékk síðan sitt ann
að gula spjald og þar með rautt
rétt áður en Höskuldur Gunn
laugsson bætti við þriðja markinu
á lokamínútunni úr víti, niðurstað
an 31 fyrir Breiðabliki.
Það var ansi fjörugur fyrri hálf
leikur sem var boðið upp á á
sunnudag þegar KFS og Víking
ur Ólafsvík mættust í Akranes
höllinni. Víkingur var kominn í
30 eftir tæpar 25 mínútur með
tveimur mörkum frá Bjarti Bjarma
Bjarkasyni og sjálfsmarki leik
manns KFS. Vestmannaeyingar
lögðu þó ekki árar í bát og voru
búnir að jafna fyrir leikhlé með
mörkum frá Daníel Má Sigmars
syni, Frans Sigurðssyni og Ásgeiri
Elíassyni. Það var síðan fyrrnefnd
ur Frans sem skoraði fjórða mark
KFS í byrjun seinni hálfleiks í
ótrúlegum markaleik og lokatölur
43 fyrir KFS. vaks
Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum
hófst á fimmtudaginn þegar keppt
var í fjórgangi í Faxaborg, reiðhöll
inni í Borgarnesi. Siguroddur
Pétursson og Eyja frá Hrísdal sigr
uðu í A úrslitum og liðaplattinn fór
til liðs Söðulsholt að þessu sinni.
Úrslitin urðu þessi:
A – úrslit
Siguroddur Pétursson og Eyja frá
Hrísdal með einkunnina 7,167
Randi Holaker og Þytur frá Skáney
með einkunnina 7,033
Anna Björk Ólafsdóttir og Flug
ar frá Morastöðum með einkunn
ina 6,867
Guðmar Þór Pétursson og Skandall
frá Varmalæk 1 með einkunnina
6,833
Friðdóra Friðriksdóttir og Bylur
frá Kirkjubæ með einkunnina 6,667
B – úrslit
Iðunn Svansdóttir og Karen frá
Hríshóli 1 með einkunnina 6,6
Daníel Jónsson og Amor frá
Reykjavík með einkunnina 6,6
Haukur Bjarnason og Ísar frá Skán
ey með einkunnina 6,567
Harpa Dögg Bergmann Heiðars
dóttir og Þytur frá Stykkishólmi
með einkunnina 6,567
Ragnheiður Þorvaldsdótt
ir og Hrímnir frá Hvammi 2 með
einkunnina 6,367.
arg/ Ljósm. Josefina Morell
Laugardaginn 19. febrúar fór fram
Bikarglíma Íslands. Glímufélag
Dalamanna átti þar fimm kepp
endur. Jóhanna Vigdís Pálmadótt
ir sigraði með fullt hús stiga í flokki
16 ára stúlkna en Kristín Ólína
Guðbjartsdóttir nældi í þriðja sætið
í flokki 15 ára stúlkna. Guðbjört
Lóa Þorgrímsdóttir sigraði tvö
falt, bæði í +65 kg og opnum flokki
kvenna.
Meðfylgjandi myndir eru af
keppendunum, annarsvegar stúlk
unum og hinsvegar Guðbjörtu Lóu
og öðrum í opnum flokki.
mm
Siguroddur og Eyja frá
Hrísdal sigurvegarar
Sigursælar í
Bikarglímu Íslands
Mikael Hrafn Helgason, leikmaður Víkings, mundar skotfótinn í leiknum.
Ljósm. mm
Sigur hjá Kára en tap hjá ÍA og
Víkingi Ó í Lengjubikarnum