Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 202228 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna Pennagrein Klifur - tónlist - námskeið - afmæli - hópafjör Fjölskyldutímar á sunnudögum 11-14 Afþreyingarsetur á Akranesi smidjuloftid.is GJ málun ehf málningarþjónusta Akravellir 12 - Hvalfj arðarsveit sími 896 2356 301 Akranes gardjons@visir.is Garðar Jónsson málarameistari 1990-2020 30 ár Meðfylgjandi er svar sveitar- stjórnar Hvalfjarðarsveitar við opnu bréfi Ólafs Óskarsson- ar f.h. eigenda sumarhúsasvæð- is í landi Beitistaða, sem birtist í Skessuhorni 16. febrúar 2022. Frá árinu 2019 hefur verið unnið að gerð nýs aðalskipulags í Hval­ fjarðarsveit sem nú hefur ver­ ið kynnt fyrir íbúum, fyrirtækjum, nágrannasveitarfélögum og op­ inberum hagsmunaaðilum líkt og lög gera ráð fyrir. Samhliða þessari vinnu hafa fulltrúar sveitarfélags­ ins ítrekað kallað eftir framtíðarsýn Vegagerðarinnar á legu þjóðvegar 1 í gegnum Hvalfjarðarsveit, enda er það eitt af hlutverkum Vegagerðar­ innar að móta tillögur í samgöngu­ málum og leggja fram. Skemmst er frá því að segja að lengst af voru viðbrögð ekki mikil þó vel hafi ver­ ið tekið í erindið. Vegagerðin hefur nú loks sett þessa vinnu af stað og er nú að kynna sínar fyrstu tillögur sem VSÓ ráðgjöf hefur unnið fyrir Vegagerðina. Það er að okkar mati mjög jákvætt að sú vinna sé hafin og að Vegagerðin hafi nú kynnt sínar frumtillögur og óski eftir athugasemdum og ábendingum frá íbúum við þær svo snemma í ferl­ inu. Það auðveldar ráðgjöfum og Vegagerðinni að taka tillit til þeirra. Þessar frumtillögur voru kynnt­ ar fyrir sveitarstjórn og umhverfis­, skipulags­ og náttúruverndarnefnd í desember sl., eða nokkuð áður en þær voru birtar á vef sveitarfélags­ ins íbúum til kynningar. Fram kom á kynningu Vegagerðarinnar með sveitarstjórn að þessi vinna væri á frumstigi og ekki sé t.d. farið að meta umhverfisáhrif þeirra tillagna sem fram eru komnar sem og fjöl­ marga aðra þætti. Vegagerðin hef­ ur á þessu stigi ekki óskað umsagn­ ar sveitarfélagsins á þessum frum­ tillögum. Það er sveitarstjórn ljóst að áskor­ un er falin í því að finna þjóðvegi 1 stað í umhverfi Hvalfjarðarsveit­ ar, hvort sem það er þar sem nú­ verandi þjóðvegur liggur, á þegar röskuðu svæði, eða á nýju órösk­ uðu svæði. Sveitarstjórn telur jafn­ framt að við val á legu þjóðvegarins þurfi einnig að huga að legu nýrra Hvalfjarðarganga sem mun án efa skipta miklu máli því staðsetning nýs gangamunna hefur mikil áhrif á heildarvegalengdir þjóðvegarins. Það er því skoðun sveitarstjórnar að eðlilegt sé að skoða þessar fram­ kvæmdir heildstætt þ.e. ný Hval­ fjarðargöng og legu þjóðvegarins í gegnum Hvalfjarðarsveit. Grunnafjarðarleið Það er sú leið sem bréfritari legg­ ur til að verði bætt við sem val­ kosti. Í aðalskipulögum Leirár­ og Melahrepps og Skilmanna­ hrepps, tveimur af fjórum þeim sveitarfélögum sem í dag mynda Hvalfjarðarsveit, var gert ráð fyr­ ir veglínu yfir Grunnafjörð. Við afgreiðslu þeirra aðalskipulaga komu fram athugasemdir frá Umhverfisstofnun og Skipulags­ stofnun þess efnis að Grunna­ fjörður væri friðlýstur og sam­ þykkt Ramsar svæði. Sá hluti að­ alskipulaganna sem snéri að fyr­ irhugaðri veglínu var því ekki staðfestur af ráðherra. Áður­ nefnd veglína var því felld út við gerð núgildandi aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar. Til áréttingar má geta þess að Grunnafjörður var friðlýstur árið 1994 og er svæðið friðland. Til­ gangur friðlýsingarinnar er að vernda landslag og lífríki svæðis­ ins, sér í lagi fuglalíf sem er mjög mikið í firðinum. Árið 1996 var svæðið samþykkt sem Rams­ ar svæði og er því verndað sam­ kvæmt samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi. Grunnafjörður er eina Ramsar svæðið á Íslandi sem liggur að sjó. Umhverfisvitund hefur sem betur fer aukist mjög á undan­ förnum árum og nauðsyn þess að vernda líffræðilega fjölbreytni og sérkenni. Sveitarstjórn Hval­ fjarðarsveitar lítur á það sem skyldu sína að standa við þær al­ þjóðlegu skuldbindingar sem fel­ ast í samþykkt um Grunnafjörð sem Ramsar svæði sem og frið­ lýsingu fjarðarins með verndun bæði landslags og lífríkis hans. Bréfritari fullyrðir að það sé mat ýmissa ráðamanna og annarra ótilgreindra aðila að þetta sé besti kostur fyrir þjóðveg 1 í Hvalfjarðarsveit, bæði fyrir sveitarfélagið og önnur sveitar­ félög á Vesturlandi. Því er til að svara að Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa unnið góða vinnu við gerð samgönguáætl­ unar Vesturlands þar sem áhersl­ ur sveitarfélaga í samgöngu­ málum á Vesturlandi eru sett­ ar fram í einni áætlun. Endur­ skoðun þeirrar áætlunar stendur nú yfir og hefur Hvalfjarðarsveit átt fulltrúa í þeirri vinnu. Því fer fjarri að í þeirri vinnu eða annars staðar sé ákall eða þrýstingur af hálfu nágrannasveitarfélaga eft­ ir vegi um Grunnafjörð. Það er að minnsta kosti alls ekki upplif­ un sveitarstjórnarfulltrúa Hval­ fjarðarsveitar að svo sé. Það gera sér hins vegar allir grein fyr­ ir nauðsyn þess að byggja upp þjóðveg 1 í gegnum sveitarfélag­ ið, ekki síst öðrum íbúum á Vest­ urlandi til hagsbóta og öryggis. Það er mat sveitarstjórnar að við ákvörðun á legu þjóðvegar 1 í gegnum Hvalfjarðarsveit þurfi að líta til margra þátta og í því felist margvíslegar áskoranir. Það er skoðun sveitarstjórnar að það sé verkefni Vegagerðarinnar að finna og leggja til bestu lausn­ ina í þeim efnum í samráði við sveitarstjórn og íbúa sveitarfé­ lagsins. Sveitarstjórn vill að lokum hvetja bréfritara, sem og aðra íbúa, að senda sínar athugasemd­ ir eða ábendingar við framkomn­ ar frumtillögur Vegagerðarinnar. Hægt er að nálgast tillögurnar á vefsjá VSÓ á heimasíðu Hval­ fjarðarsveitar. Með vinsemd og virðingu, Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Svar við lesendabréfinu – Björgum sveitinni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.