Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 27 Pennagrein Pennagrein Í vetur gerði Byggðastofnun samn­ ing við Dalabyggð um verkefnið Brotthættar byggðir. Markmiðið er að aðstoða okkur sem Dali byggja, til að bæta mannlíf á svæðinu, með frumkvæði íbúanna í stafni. Skip­ uð hefur verið verkefnisstjórn, með fulltrúum frá Byggðastofnun, SSV, sveitarfélaginu og íbúum, en það erum við Bjarnheiður og Þorgrím­ ur, sem vorum skipuð af sveitar­ stjórn. Verkefnið er til fjögurra ára. Núna með vorinu ýtum við úr vör verkefninu í Dalabyggð með því að blása til íbúaþings í lok mars, þar sem stefna verkefnisins verð­ ur ákveðin á lýðræðislegan hátt. Einn styrkleika Brothættra byggða er klárlega sú staðreynd að hér er ekki verið að huga að einsleitri at­ vinnuuppbyggingu og ekki endi­ lega atvinnuuppbyggingu yfirleitt, heldur verður skoðað í víðu sam­ hengi hvað þarf til að gera framtíð­ ina góða í Dalabyggð. Hvernig get­ um við sem samfélag hlúð að okkur og hvort öðru? Hvernig gerum við Dalabyggð áhugaverða fyrir yngri borgara og eldri borgara? Hvernig hlúum við að börnum og nýbúum, hvað gerum við okkur til gamans og hvernig viljum við að heimurinn sjái Dalabyggð? Svo skemmtilega vill til að enginn er að fara að troða einhverju upp á íbúana sem þeir vilja ekki. Því það eru íbúar sem leggja línur og for­ gangsraða verkefnum. EN... bara þeir íbúar sem mæta á íbúafund­ inn. Spjall við eldhúsborðið heima veitir því miður engin völd. Því er mikilvægt að ef fólk vill hafa áhrif á einhverju um framtíð Dalabyggð­ ar, þá ætti það að fría helgina 26. og 27. mars og mæta til þings. Til að gera íbúaþingið markvissara þá ætl­ um við undirrituð að halda kjafti og hlusta, í stað þess að skipta okkur of mikið af því hvernig þið sjáið fyrir ykkur framtíðina í Dalabyggð. Það er nú tilbreyting sem verður seint endurtekin og mikilvægt að verða vitni af því! En að öllu gamni slepptu þá leit­ um við til hins almenna íbúa og vel­ unnara Dalabyggðar til að koma og hafa mótandi áhrif á framtíð samfé­ lagsins í Dalabyggð. Til þess að svo megi verða langar okkur að hvetja ykkur til að byrja nú þegar að undir­ búa ykkur fyrir íbúafundinn, ræðið málin í ykkar hópi, skannið lands­ lagið og upphugsið ykkar drauma samfélag. Endilega drífið alla vini og vandamenn með ykkur á íbúa­ þingið, því fleiri, þeim mun meira hafa íbúar og velunnarar að segja. Vonandi getur verkefnið af sér bjartsýni og þann kraft sem gerir Dalabyggð höggþolna og sterka, í stað þess að vera skilgreind brot­ hætt byggð. Við sem sitjum í stjórn verkefnisins fyrir hönd íbúa í Dala­ byggð, hlökkum til að takast á við verkefnið og vinna með ykkur að útfærslu þeirra verkefna sem íbúar ákveða að fara í. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Erpsstöðum Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Jörva Dalabyggð – brothætt byggð? Nú er verið að skoða valkosti um legu nýs þjóðvegar; „Breikkun Vesturlandsvegar „Hvalfjarðargöng – Borgarnes.“ Þetta er nauðsyn­ leg framkvæmd og um að ræða mannvirki sem ætlað er að nýtist til margra áratuga. Hér er um að ræða stofnveg sem er ætlað að bera megin þunga umferðar til Vestur­ lands, Vestfjarða og Norðurlands. Umferð um þennan veg er mik­ il miðað við núverandi veg sem er vegtegund C8 þ.e. tveggja akreina vegur og því löngu tímabært að að­ skilja akstursstefnur. Umferð á veg­ inum frá Hvalfarargöngum og í Borgarnes er um 4200 ADU (Árs­ DagsUmferð) og um 6500 SDU (SumarDagsUmferð). Aukning umferðar fylgir efnahagsástandi þjóðarinnar, dregst saman í krepp­ um og Covid. En þegar heildar­ umferð er skoðuð til lengri tíma þá hefur hún tvöfaldast á 10 ­ 12 árum. Bætt vegasamband, þ.e. góð­ ir vegir og stytting ferðatíma, eyk­ ur umferð. Margir aðrir þættir hafa áhrif á umferð á vegum sem þess­ um, svo sem atvinnusókn, byggða­ þróun jaðarsvæða höfuðborgar­ svæðisins, frístundir í sumarhúsum, ferðamenn bæði erlendir og inn­ lendir. Gera má ráð fyrir að „orku­ skipti“ verði frekar til að auka um­ ferð vegna lægri aksturskostnaðar. Valkostir Nú liggja fyrir tillögur sem VSÓ ráðgjöf hefur unnið fyrir Vega­ gerðina. Tillögurnar allar, sem eru fjórar, gera ráð fyrir að vegur­ inn liggi áfram norðan við Akrafjall og fylgi áfram núverandi vegi upp að Melahverfi. En frá Melahverfi eru tillögur 1a, 1b, 1c sem fylgja núverandi vegi að Borgarfjarðar­ brú en með ólíkum lausnum hvað varðar tengibraut. Tillaga 2 ger­ ir ráð fyrir að vegurinn liggi ofar í landinu allt frá Melahverfi og tengist núverandi vegi á Hafnar­ melum við Narfastaði. Tillögur 1a, 1b, 1c kalla á lagningu tengibrauta við hlið aðalvegarins sem eru eftir tillögum 6.800 m, 7.800 m, 5.700 m að lengd. Tillaga 2 gerir ráð fyr­ ir að tengibrautir verið 2.300 m að lengd. Tengibrautir kosta peninga og skerða land bænda og eftir at­ vikum annarra íbúa, auk kostnað­ ar við nauðsynleg undirgöng fyrir gangandi og akandi (bændur þurfa að komast á og að landi sínu). Þá er að benda á að vegarkafl­ inn áfram um Lyngholt, Skipanes og sérstaklega Skorholtsmela get­ ur verið erfiður á vetrum vegna skafrennings, norðan áttin er sterk þarna og aðdragandi skafrennings langur. Flutningabílstjórar og aðr­ ir hafa oft lent í vandræðum þar og hafa flutningaaðilar séð ástæðu til að setja upp sína eigin veðurstöð á svæðinu til að hafa upplýsingar um veður og aðstæður. Tillaga 2 fer ofar/norðar um þetta land og er hætt við að þarna verið ekki skárra veður við vetraraðstæður. Af hverju ekki Grunnafjörður? Það vekur athygli að ekki er tek­ in með í valkostagreininguna lega Vesturlandsvegar um Grunna­ fjörð! Sérstaklega þegar fyrir ligg­ ur skýrsla sem VSÓ vann fyr­ ir Vegagerðina árið 2009; „Þverun Grunnafjarðar ­ Greinargerð um helstu umhverfisáhrif júní 2009.“ Þar er tekið á helstu umhverfis­ þáttum þeirrar leiðar og því hæg heimatökin að uppfæra þau atriði ef ástæða er til. Almennt eru valkostir hafð­ ir fleiri en færri þegar unnið er að valkostagreiningu. Það ætti ekki að vera vandamál að bæta við leiðinni um Grunnafjörð til að sjá saman­ burð þessara leiða. Sögulega er rétt að nefna að sá valkostur var skoð­ aður við undirbúning Hvalfjarðar­ ganga, en reyndist ekki arðbær á þeim tíma. Umferðin var of lítil á þeim tíma, 1700 ADU. Og ef far­ ið er lengra aftur í tímann, aftur til 1963, þegar þingmenn okkar voru duglegir að berjast fyrir styttingu vegalengda. Enda er til mikils að vinna ef leiðir eru styttar. Jón Árna­ son (S), Þingmaður Vesturlands og for­ maður fjárlaganefndar hjá Við­ reisnarstjórninni, hreyfði þessu máli fyrst er hann bar upp þings­ ályktunartillögu um veg yfir Grunnafjörð. Á Alþingi 1996­1997 fluttu tveir þingmenn af Akranesi, þeir Gísli S. Einarsson og Guðjón Guðmunds­ son „Tillögu til þingsályktunar um brú yfir Grunnafjörð“. Í greinar­ gerðinni eru færð fram rök fyrir til­ lögunni sem eiga vel við í dag, enda framsýnir menn báðir. En eins og áður er nefnt þá var valkosturinn felldur á arðsemi sem ekki var ekki nægjanleg á þeim tíma. Staðan er gjörbreytt í dag umferð hefur margfaldast á síðustu 25 árum. Samlegðaráhrif umferðar Einn megin kosturinn við Grunna­ fjarðarleiðina er að Akranes er komin í „þjóðleið“ og samlegðar­ áhrif umferðar um veginn réttlætir að gera hann strax í 2+2 vegi. Um­ ferð á Akrafjallsvegi Göng ­ Akra­ nes er í dag 3200 ADU. Umferð á Hringvegi Göng ­ Borgarnes 4200 ADU. Samanlagt verður umferð á veginum Göng – Akranes 7400 ADU. Sumarumferð getur verið allt að 10.000 SDU á þessum kafla. Arðsemi ætti að vara góð á þessum valkosti, en þar eru reiknaðir m.a. eftirfarandi þættir: • „Kostnaður“ sem er fyrst og fremst byggingarkostnaður, kostnaður vegna landrýmis og svo viðhaldskostnaður á líftíma vegar­ ins. • Ávinningur. Eða „tekjur“ felast meðal annars í tímasparnaði, minni slysahættu, minni rekstrar­ kostnaði ökutækja, umhverfisþátt­ um (t.d. mengun, hljóðvist og til­ vist búsvæða og náttúrulegs um­ hverfis), bættu umferðarflæði o.fl. Þá eru aðrir þættir sem skipta máli, eðli umferðar og samsetning: Atvinnusókn íbúa á Akranesi er mikil til höfuðborgarsvæðisins og er Akrafjallsvegurinn nú þegar slysahár. Umferðin er með háa toppa, á morgnana og seinnipart­ inn. Áköf umferð og óþols gæt­ ir. Þetta þekkja allir sem hafa ekið um Kjalarnesið fram til þessa. Nú styttist í að þar komi vegur með aðskildar akstursstefnur. Krafa um Sundabraut segir líka sína sögu um umferðarmál inn á höfuðborgar­ svæðið. Það er því brýnt að Vest­ urlandsvegur verði færðir upp í 2+2 frá Göngum á Akranes. Og lagður verði grunnur að því að hægt verði að byggja 2+2 veg upp í Borgarnes eftir því sem umferð eykst. Vegtæknilega er betra að byggja 2+2 veg frá Göngum á Akranes. Það er hægt að byggja hann í friði og án þess að raska mikið undir­ stöðu núverandi vegar þar sem „miðdeilir“ eða frísvæði verður á milli gagnstæðra akstursstefna. En vegurinn er að mestu á mýrlendi og þar er „Heynesmýrin“ dýpst. Veg­ urinn er sagður „fljóta“, því mýrin var ekki ræst fram. Tvöföldun vegarins frá göng­ um á Akranes kallar ekki á flókin gatnamót eða tengibrautir. Ávinn­ ingurinn af 2+2 vegi er margþættur, hnökralaust umferðarflæði, auðvelt að þjónusta veginn bæði að sumri sem vetri án teljandi umferðartafa, stórbætt öryggi vegfarenda. Slysa­ tíðni á Akrafjallsvegi, kafla 51­1, er nú (0,81). Vegtæknilega er Grunnafjarðar­ leiðin betri en núverandi vegstæði Hringvegar, er á flatlendi nán­ ast alla leið og planlega vegarins á engan hátt þvinguð. Melasveitart­ arvegur verður þveraður einu sinni. Vegurinn tengist núverandi vegi við Fiskilæk, kemur inn á beina kaflann um Hafnarmela. Helstu kostir • Grunnafjarðarleið styð­ ur almenningssamgöngur og aðra flutninga á vörum og þjónustu, sem ekki þurfa að leggja lykkju á leið sína til að þjónusta Akranes. • Grunnafjarðarleiðin stytt­ ir leiðina Borgarness – Akranes um 7 km og styttir leiðina að vestan og norðan til höfuðborgarinnar um 1 km. • Vegurinn frá Hvalfjarðar­ göngum um Grundartanga og norður fyrir Akrafjall og um Laxá og Leirá mun þjóna byggðinni vel um ókomin ár. Gott að vera laus við þunga umferðarstrauma um byggð svæði þar sem aðgengi íbúa að sínu nærumhverfi verður ekki skert. • Sameining sveitarfélaga á svæðinu liggur í loftinu, Hval­ fjarðarsveit, Akranes, Skorradalur og Borgarbyggð. Eitt sveitarfélag frá Hvalfirði og upp á Holtavörðu­ heiði og vestur að Haffjarðará. Það gæfi okkur slagkraft í samkeppni við önnur svæði hér á suðvestur­ horninu um fólk og fyrirtæki sem vilja vera með okkur í að byggja upp samfélag sem gott er að búa í og starfa. Þessi vetur hefur sýnt fram á vankanta á búsetu á Suðurlandi, ekki fært á milli Suðurlands og höf­ uðborgarsvæðisins dögum saman. Vesturland stendur vel hvað varð­ ar tengingu við höfuðborgarsvæðið ef við berum gæfu til að velja besta valkostinn, Gunnafjarðarleiðina. • Heilbrigðismálin er nokkuð sem við þurfum að huga að. Heil­ brigðisstofnun Vesturlands með Sjúkrahús Akraness sem kjarna fyr­ ir Vesturland. Vinna þarf að því að efla þá einingu þannig að Vest­ lendingar þurfi ekki „alltaf“ að fara til Reykjavíkur ef þarf að hitta „sér­ fræðing“. Sjö km stytting á Akra­ nes fyrir Vestlendinga er liður í að fá betri þjónustu á Akranesi. Ingvi Árnason Höf. er fyrrverandi svæðisstjóri Vestursvæðis Vegagerðarinnar. Nokkur orð um valkosti við breikkun Vesturlandsvegar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.