Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 25 Það var líf og fjör í Kallabakaríi á Akranesi á áttunda tímanum á mánudaginn þegar blaðamaður Skessuhorns leit þar við í byrjun bolludags. Framleiðsla á allskyns bollum var í fullum gangi í baka­ rí inu og þegar komin biðröð af viðskiptavinum frammi í búð. Allt gekk þetta þó ljúft fyrir sig. Fyrstu bakarar mættu til vinnu klukkan tvö um nóttina og svo kom ann­ ar hópur að auki klukkan fimm. Bakari sem blaðamaður ræddi við sagði að planið fyrir daginn hafi verið að baka um átta þúsund bollur, en það jafngildir ríflega einni bollu á hvern íbúa í bæjar­ félaginu. Vatnsdeigsbollurnar eru langvinsælastar, en með fyllingu og hjúp í allskyns bragðtegund­ um. Sú hefðbundna, með rjóma og sultu og skreytt glassúr, er þó enn sú vinsælasta. mm Vinnsla og frysting loðnuhrogna hófst hjá Brimi hf. á Akranesi á mánudagsmorgun en vinna átti hrognin úr farmi sem Venus NK fékk á Breiðafirði og landaði um helgina. Unnið verður allan sólar­ hringinn á tólf tíma vöktum alla jafnan og áætlað að vertíðin standi yfir í tvær til þrjár vikur. Hópur undir stjórn Arnars Eysteinssonar, bónda í Saurbæ í Dölum, er mættur til starfa í hrognavinnslunni og í hópnum er fólk úr Dölunum, Akra­ nesi og víðar úr landshlutanum. Alls er búið að landa í landinu yfir 400 þúsund tonnum á vertíð­ inni, samkvæmt vef Fiskistofu, en kvótinn telur alls 662 tonn. Hrogn verða einnig fryst í fiskiðjuverum á Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Horna­ firði, Neskaupstað, Vestmannaeyj­ um, Vopnafirði og Þórshöfn. Blaðamaður Skessuhorns fékk að kíkja inn fyrir í loðnuvinnsluna hjá Brim hf. á Akranesi í gær með góð­ fúslegu leyfi verkstjórans Gunnars Hermannssonar og smellti af nokkrum myndum. vaks Venus NS kom með loðnufarm á sunnudagskvöldið á Akranes og hafði þar áður verið á ferðinni tveimur dögum áður. Aflinn fékkst í nót á Breiðafirði og því var sigl­ ingin stutt. Þessi afli úr Venusi var sá fyrsti sem unnin er í hrogna­ frystingu og hófst hún næsta dag. Samkvæmt Marine Traffic voru loðnuskipin eftir helgina á svæðinu frá Vestmannaeyjum og til Breiða­ fjarðar. mm Hrognavinnsla hafin á Akranesi Gera ríflega eina bollu á hvern íbúa Svanur RE kom drekkhlaðinn til löndunar á mánudagskvöldið. Ljósm. GSV. Loðnuskipin landa nú hvert af öðru Venus að bakka að bryggju á sunnudagskvöldið. Ljósm. Guðmundur St Valdimarsson. Dæling að hefjast úr Venusi. Tvö loðnuveiðiskip voru í höfn á Akranesi síðastliðinn föstudag. Þegar myndin var tekin var verið að dæla úr Venusi NS 100, en Guðrún Þorkelsdóttir frá Eskifirði beið átekta. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.