Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 20228 Mottumars er hafinn Mottumars, árlegt árvekni­ og fjáröflunarátak Krabba­ meinsfélagsins tileinkað barátt­ unni gegn krabbameinum hjá körlum hófst í gær, 1. mars. Í Mottumars er tekið höndum saman í vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og öfl­ un fjár fyrir mikilvægri starf­ semi Krabbameinsfélagsins. Í ár eru karlmenn minntir sér­ staklega á að kynna sér hvaða einkenni geta bent til krabba­ meins og þeir hvattir til að leita fljótt til læknis verði þeir var­ ir við þau einkenni. „Krabba­ meinsfélagið hefur að mark­ miði að fækka þeim sem grein­ ast með krabbamein, lækka dánartíðni þeirra sem grein­ ast og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og fjölskyldna þeirra. Starfsemi fé­ lagsins byggir alfarið á styrkj­ um einstaklinga og fyrirtækja og með kaupum á Mottumars­ sokkum tekur þú þátt í að fjár­ magna krabbameinsrannsóknir, ráðgjöf og stuðning, fræðslu og forvarnir,“ segir í tilkynningu. -mm Marsrallið hafið MIÐIN: Stofnmæling botn­ fiska á Íslandsmiðum hófst í gær og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fjögur skip taka þátt í verkefninu; togararnir Breki VE og Gullver NS og rann­ sóknaskipin Árni Friðriks­ son og Bjarni Sæmundsson. Togað verður á tæplega 600 stöðvum á 20­500 m dýpi um­ hverfis landið. Helsta mark­ mið togararalls eru að fylgjast með breytingum á stofnstærð­ um, aldri, fæðu, ástandi og út­ breiðslu botnfisktegunda við landið. Einnig verður sýnum safnað vegna ýmissa rannsókna, t.d. á mengunarefnum í sjávar­ fangi og mat lagt á magn ýmis­ konar rusls á sjávarbotni. -mm Góufagnaður eldri borgara HVALFJ.SV: Í dag, miðviku­ daginn 2. mars, verður Góu­ fagnaður eldri borgara haldinn í Miðgarði og hefst skemmt­ unin klukkan 17. Veislustjóri verður Sveinbjörn Grétarsson eða Bjössi Greifi. Hann spil­ ar, syngur og skemmtir gestum fram á kvöld. Þá kemur Gunn­ ar Straumland og kveður vís­ ur. Veislumatur frá Galito verð­ ur á boðstólum. Miðaverð er 5000 og greiðist við innganginn en ekki verður posi á staðnum. Hverjum og einum er frjálst að koma með sitt eigið söngvatn, sagði í tilkynningu. -vaks Aflatölur fyrir Vesturland 19.-25. febrúar Tölur (í kílóum) f rá Fiskistofu Akranes: 4 bátar. Heildarlöndun: 3.596.518 kg. Mestur afli: Venus NS: 1.449.897 kg í einni löndun. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 388.880 kg. Mestur afli: Sigurborg SH: 80.514 kg í einni löndun. Ólafsvík: 6 bátar. Heildarlöndun: 203.163 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 54.817 kg í þremur löndunum. Rif: 10 bátar. Heildarlöndun: 329.722 kg. Mestur afli: Bárður SH: 64.371 kg í þremur róðrum. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 117.253 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 100.347 kg í tveimur löndun­ um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Venus NS – AKR: 1.449.897 kg. 25. febrúar. 2. Guðrún Þorkelsdóttir SU – AKR: 1.066.767 kg. 25. febr­ úar. 3. Hákon EA – AKR: 600.308 kg. 24. febrúar. 4. Guðrún Þorkelsdóttir SU – AKR: 245.370 kg. 22. febrúar. 5. Svanur RE – AKR: 234.176 kg. 22. febrúar. -arg Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólms síðastliðinn fimmtudag var tekið fyrir málefni Breiðafjarðarferjunn­ ar Baldurs. Umhverfis­ og sam­ göngunefnd Alþingis hafði ósk­ að eftir umsögn Stykkishólmsbæj­ ar um tillögu til þingsályktunar um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar segist taka undir þingsályktunina en vill leggja áherslu á umhverfis­ væna kosti bæði sem bráðabirgða­ lausn og til lengri tíma. „Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar vekur athygli á ályktunum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, hvort sem er stjórnar samtakanna og nú síðast á haustþingi samtakanna 29. september 2021 þar sem kom m.a. fram að nauðsynlegt sé að ríkið fjárfesti í nýrri og öflugri ferju sem uppfylli allar nútíma öryggiskröf­ ur og hefji siglingar eins fljótt og verða má, enda sýndi það sig síðast­ liðinn vetur að litlu mátti muna að illa færi þegar núverandi ferja varð vélarvana á miðjum firðinum,“ seg­ ir í umsögn bæjarstjórnar Stykkis­ hólmsbæjar. arg Flutningaskipið Famita kom til Grundarfjarðar föstudaginn 18. febrúar og stoppaði í nokkrar klukkustundir. Uppskipun á salti hófst um leið og skipið lagðist að bryggju og var farmurinn fluttur inn í saltgeymsluna á hafnarsvæð­ inu. Það voru starfsmenn Ragnars og Ásgeirs ehf sem sáu um að koma saltinu á sinn stað. tfk Guðmundur Ingi Guðbrands­ son, félags­ og vinnumarkaðsráð­ herra, hefur veitt Vinnumálastofn­ un 25 milljóna króna styrk vegna tilraunaverkefnisins „Vegvís­ ir“ sem ætlað er að bæta þjónustu við ungt fólk í viðkvæmri stöðu, þ.e. einstaklinga á aldrinum 16­ 29 ára sem eru ekki í námi, þjálf­ un eða starfi (NEET). Markmið­ ið með verkefninu er að sporna við ótímabæru brotthvarfi ungs fólks af vinnumarkaði en því lengur sem einstaklingur er óvirkur og án at­ vinnu því meiri líkur eru á ótíma­ bærri örorku. „Í verkefninu verður lögð áhersla á snemmtæka íhlutun og þverfaglega sýn, sem felst meðal annars í því að komið verði á form­ legu samstarfi þjónustukerfa sem koma að þjónustu ungs fólks sem er óvirkt með því að bjóða þessum hópi að leita á einn stað (e. One Stop Shop). Þar verður veittur stuðningur og ráðgjöf, til dæmis í tengslum við framfærslu, virkniúr­ ræði eða aðra einstaklingsbundna þjónustu. Þannig verði búin til brú á milli þjónustukerfa sem ætlað er að tryggja að einstaklingar njóti samfelldrar þjónustu,“ segir í til­ kynningu frá ráðuneytinu. Vegvísir er afurð samstarfs­ hóps sem samanstendur af fulltrú­ um frá Heilsugæslunni á höfuð­ borgarsvæðinu, Tryggingastofn­ un, Velferðarsviði Reykjavíkur­ borgar, Vinnumálastofnun og Virk – Starfsendurhæfingarsjóði en hópnum var falið að koma fram með tillögu um aðgerðir til að auka virkni ungs fólks í óvirkni (NEET). Vinnumálastofnun fer með skipulag og framkvæmd verk­ efnisins, sem er tilraunaverkefni til tveggja ára. Verkefnið fellur að áherslum ríkisstjórnarinnar um að fjárfesta í fólki og fjölga markvisst starfstækifærum einstaklinga með skerta starfsgetu. mm „Nauðsynlegt sé að ríkið fjár- festi í nýrri og öflugri ferju“ Stór og mikil skurðgrafa er föst á þilfari skipsins sem sér um að hífa saltið úr lestinni. Uppskipun á salti Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar og Guðmundur Ingi Guðbrands- son, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Ljósm. Stjórnarráðið. Vegvísir fyrir ungt fólk í viðkvæmri stöðu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.