Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 20228
Mottumars
er hafinn
Mottumars, árlegt árvekni
og fjáröflunarátak Krabba
meinsfélagsins tileinkað barátt
unni gegn krabbameinum hjá
körlum hófst í gær, 1. mars. Í
Mottumars er tekið höndum
saman í vitundarvakningu um
krabbamein hjá körlum og öfl
un fjár fyrir mikilvægri starf
semi Krabbameinsfélagsins. Í
ár eru karlmenn minntir sér
staklega á að kynna sér hvaða
einkenni geta bent til krabba
meins og þeir hvattir til að leita
fljótt til læknis verði þeir var
ir við þau einkenni. „Krabba
meinsfélagið hefur að mark
miði að fækka þeim sem grein
ast með krabbamein, lækka
dánartíðni þeirra sem grein
ast og bæta lífsgæði þeirra sem
greinast með krabbamein og
fjölskyldna þeirra. Starfsemi fé
lagsins byggir alfarið á styrkj
um einstaklinga og fyrirtækja
og með kaupum á Mottumars
sokkum tekur þú þátt í að fjár
magna krabbameinsrannsóknir,
ráðgjöf og stuðning, fræðslu og
forvarnir,“ segir í tilkynningu.
-mm
Marsrallið hafið
MIÐIN: Stofnmæling botn
fiska á Íslandsmiðum hófst í
gær og stendur yfir næstu þrjár
vikurnar. Fjögur skip taka þátt
í verkefninu; togararnir Breki
VE og Gullver NS og rann
sóknaskipin Árni Friðriks
son og Bjarni Sæmundsson.
Togað verður á tæplega 600
stöðvum á 20500 m dýpi um
hverfis landið. Helsta mark
mið togararalls eru að fylgjast
með breytingum á stofnstærð
um, aldri, fæðu, ástandi og út
breiðslu botnfisktegunda við
landið. Einnig verður sýnum
safnað vegna ýmissa rannsókna,
t.d. á mengunarefnum í sjávar
fangi og mat lagt á magn ýmis
konar rusls á sjávarbotni. -mm
Góufagnaður
eldri borgara
HVALFJ.SV: Í dag, miðviku
daginn 2. mars, verður Góu
fagnaður eldri borgara haldinn
í Miðgarði og hefst skemmt
unin klukkan 17. Veislustjóri
verður Sveinbjörn Grétarsson
eða Bjössi Greifi. Hann spil
ar, syngur og skemmtir gestum
fram á kvöld. Þá kemur Gunn
ar Straumland og kveður vís
ur. Veislumatur frá Galito verð
ur á boðstólum. Miðaverð er
5000 og greiðist við innganginn
en ekki verður posi á staðnum.
Hverjum og einum er frjálst að
koma með sitt eigið söngvatn,
sagði í tilkynningu. -vaks
Aflatölur fyrir
Vesturland
19.-25. febrúar
Tölur (í kílóum) f
rá Fiskistofu
Akranes: 4 bátar.
Heildarlöndun: 3.596.518 kg.
Mestur afli: Venus NS:
1.449.897 kg í einni löndun.
Arnarstapi: Engar landanir á
tímabilinu
Grundarfjörður: 6 bátar.
Heildarlöndun: 388.880 kg.
Mestur afli: Sigurborg SH:
80.514 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 6 bátar.
Heildarlöndun: 203.163 kg.
Mestur afli: Steinunn SH:
54.817 kg í þremur löndunum.
Rif: 10 bátar.
Heildarlöndun: 329.722 kg.
Mestur afli: Bárður SH: 64.371
kg í þremur róðrum.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 117.253 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
100.347 kg í tveimur löndun
um.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Venus NS – AKR: 1.449.897
kg. 25. febrúar.
2. Guðrún Þorkelsdóttir SU
– AKR: 1.066.767 kg. 25. febr
úar.
3. Hákon EA – AKR: 600.308
kg. 24. febrúar.
4. Guðrún Þorkelsdóttir SU
– AKR: 245.370 kg. 22. febrúar.
5. Svanur RE – AKR: 234.176
kg. 22. febrúar.
-arg
Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólms
síðastliðinn fimmtudag var tekið
fyrir málefni Breiðafjarðarferjunn
ar Baldurs. Umhverfis og sam
göngunefnd Alþingis hafði ósk
að eftir umsögn Stykkishólmsbæj
ar um tillögu til þingsályktunar
um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju.
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar
segist taka undir þingsályktunina
en vill leggja áherslu á umhverfis
væna kosti bæði sem bráðabirgða
lausn og til lengri tíma.
„Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar
vekur athygli á ályktunum Samtaka
sveitarfélaga á Vesturlandi, hvort
sem er stjórnar samtakanna og nú
síðast á haustþingi samtakanna 29.
september 2021 þar sem kom m.a.
fram að nauðsynlegt sé að ríkið
fjárfesti í nýrri og öflugri ferju sem
uppfylli allar nútíma öryggiskröf
ur og hefji siglingar eins fljótt og
verða má, enda sýndi það sig síðast
liðinn vetur að litlu mátti muna að
illa færi þegar núverandi ferja varð
vélarvana á miðjum firðinum,“ seg
ir í umsögn bæjarstjórnar Stykkis
hólmsbæjar. arg
Flutningaskipið Famita kom til
Grundarfjarðar föstudaginn 18.
febrúar og stoppaði í nokkrar
klukkustundir. Uppskipun á salti
hófst um leið og skipið lagðist að
bryggju og var farmurinn fluttur
inn í saltgeymsluna á hafnarsvæð
inu. Það voru starfsmenn Ragnars
og Ásgeirs ehf sem sáu um að koma
saltinu á sinn stað.
tfk
Guðmundur Ingi Guðbrands
son, félags og vinnumarkaðsráð
herra, hefur veitt Vinnumálastofn
un 25 milljóna króna styrk vegna
tilraunaverkefnisins „Vegvís
ir“ sem ætlað er að bæta þjónustu
við ungt fólk í viðkvæmri stöðu,
þ.e. einstaklinga á aldrinum 16
29 ára sem eru ekki í námi, þjálf
un eða starfi (NEET). Markmið
ið með verkefninu er að sporna við
ótímabæru brotthvarfi ungs fólks
af vinnumarkaði en því lengur sem
einstaklingur er óvirkur og án at
vinnu því meiri líkur eru á ótíma
bærri örorku.
„Í verkefninu verður lögð
áhersla á snemmtæka íhlutun og
þverfaglega sýn, sem felst meðal
annars í því að komið verði á form
legu samstarfi þjónustukerfa sem
koma að þjónustu ungs fólks sem
er óvirkt með því að bjóða þessum
hópi að leita á einn stað (e. One
Stop Shop). Þar verður veittur
stuðningur og ráðgjöf, til dæmis í
tengslum við framfærslu, virkniúr
ræði eða aðra einstaklingsbundna
þjónustu. Þannig verði búin til brú
á milli þjónustukerfa sem ætlað er
að tryggja að einstaklingar njóti
samfelldrar þjónustu,“ segir í til
kynningu frá ráðuneytinu.
Vegvísir er afurð samstarfs
hóps sem samanstendur af fulltrú
um frá Heilsugæslunni á höfuð
borgarsvæðinu, Tryggingastofn
un, Velferðarsviði Reykjavíkur
borgar, Vinnumálastofnun og
Virk – Starfsendurhæfingarsjóði
en hópnum var falið að koma
fram með tillögu um aðgerðir til
að auka virkni ungs fólks í óvirkni
(NEET). Vinnumálastofnun fer
með skipulag og framkvæmd verk
efnisins, sem er tilraunaverkefni
til tveggja ára. Verkefnið fellur að
áherslum ríkisstjórnarinnar um að
fjárfesta í fólki og fjölga markvisst
starfstækifærum einstaklinga með
skerta starfsgetu.
mm
„Nauðsynlegt sé að ríkið fjár-
festi í nýrri og öflugri ferju“
Stór og mikil skurðgrafa
er föst á þilfari skipsins
sem sér um að hífa saltið
úr lestinni.
Uppskipun
á salti
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar og Guðmundur Ingi Guðbrands-
son, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Ljósm. Stjórnarráðið.
Vegvísir fyrir ungt fólk
í viðkvæmri stöðu