Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 202220 Eftir tæplega 37 ára rekstur hár­ snyrtistofunnar Hárhúss Kötlu hefur eigandinn, Katla Hallsdótt­ ir, ákveðið að leggja niður rekstur­ inn og láta húsnæðið í hendur hár­ snyrtistofunnar Hár studio ehf. sem hefur haft aðsetur síðustu ár í næsta húsi á Stillholti 16. Katla hefur þó ekki lagt skærin á hilluna því hún ætlar að leigja aðstöðu hjá eigendum Hár studio, þeim Mar­ ín Rut Elíasdóttur og Helenu Rut Steinsdóttur. Þá verður Lovísa Barðadóttir, sem starfaði hjá Kötlu, einnig með aðstöðu á Hár studio. Blaðamaður Skessuhorns kíkti við á mánudaginn á síðasta degi Hárhúss Kötlu þar sem iðnaðar­ menn voru á fullu svo að hægt yrði að opna daginn eftir með pompi og prakt undir nafni Hár studio. Katla hóf rekstur Hárhúss Kötlu í ágúst árið 1986 í húsnæði á Suðurgötu 85 en flutti tíu árum síðar á Still­ holt 14 og hefur því verið þar með rekstur í tæp 26 ár. En hvað kom til að Katla tók þá ákvörðun að hætta rekstrinum? „Mér fannst kominn tími á að fá yngra fólk á stofuna og minnka við mig í vinnu því mað­ ur er því miður ekkert að yngjast. Þá opnaðist tækifæri fyrir mig því Marín og Helena voru að leita sér að stærra húsnæði því það var orðið of lítið fyrir þeirra starfsemi. Við ræddum saman og þetta small allt hjá okkur á mjög stuttum tíma. Það eru spennandi tímar í hárgreiðsl­ unni á Akranesi og við erum allar mjög spenntar að taka þátt í þessu saman.“ Marín og Helenu líst mjög vel á samstarfið enda þekkjast þær vel. Helena var nemi hjá Kötlu og Mar­ ín var að vinna með þeim í mörg ár á stofunni á sínum tíma. Þá segja þær að það sé frábært tæki­ færi að komast í húsnæði þar sem allt er til alls fyrir hársnyrtistofu. „Eina sem þarf að gera er að breyta þessu eftir okkar höfði og kannski gera þetta aðeins nýtískulegra. Þá er mikill munur að hafa alla þessa glugga sem er mikil breyting fyrir okkur því við vorum áður í glugga­ lausu húsnæði. Þá er þetta geggj­ uð staðsetning hérna og með nóg af bílastæðum sem skiptir einnig mjög miklu máli. Okkur líst rosa­ lega vel á þetta, það er alltaf gam­ an í vinnunni og að fá að hitta fólk. Við hlökkum til að taka á móti nýj­ um og gömlum viðskiptavinum og erum spenntar að komast á nýjan stað með nýjum tækifærum.“ vaks Torgið hárstofa verður opnuð við Akratorg á Akranesi á morgun, fimmtudaginn 3. mars. Það eru þær Ólöf Una Ólafsdóttir og Ína Dóra Ástríðardóttir sem opna stofuna. Þær voru á fullu að undirbúa opn­ un þegar blaðamaður Skessuhorns leit inn til þeirra síðastliðinn mánu­ dag. Ólöf og Ína Dóra eru Skaga­ mönnum vel kunnar en þær hafa báðar starfað um árabil á Hárhúsi Kötlu. „Þar höfum við lengi unnið saman og vitum því að við vinn­ um vel saman,“ segja þær. Ína Dóra ólst upp í Hvalfjarðarsveit en hef­ ur búið á Akranesi síðan hún var 16 ára. Hún lauk námi í hárgreiðslu árið 1999 og starfaði við það fag þar til fyrir fjórum árum þegar hún ákvað að taka smá pásu. Ólöf Una er fædd og uppalin á Akranesi en flutti til Reykjavíkur árið 1993 þar sem hún lærði hárgreiðslu og vann um tíma. Þá flutti hún til Vest­ mannaeyja í tíu ár og rak þar hár­ stofu áður en hún flutti aftur heim á Akranes árið 2009. Rólegt andrúmsloft Hugmyndina segjast þær hafa feng­ ið snemma í desember og eftir það gerðust hlutirnir hratt. „Við höfð­ um augastað á þessu húsi strax frá upphafi og maðurinn hennar Ínu gekk strax í að fá húsnæðið. Þegar það gekk allt upp rúllaði þetta af stað af fullum krafti,“ segir Ólöf Una og Ína Dóra tekur undir það. „Þetta er frábær staðsetning hér við torgið og með útsýni yfir höfnina,“ segir Ína Dóra. Þær segjast vera glaðar að vera komnar í gamla mið­ bænum og langar þær að verða hluti af uppbyggingu hans. Þær verða aðeins tvær saman til að byrja með en möguleiki er á að bæta þriðju manneskjunni við. „Við ætlum bara að vera tvær á meðan við erum að koma okkur af stað. Þetta er lítil stofa og hún verður það alltaf, hús­ næðið býður ekki upp á annað. Við viljum líka leggja upp með að hafa rólegt og notalegt andrúmsloft þar sem fólki líður vel að koma til okk­ ar,“ segja þær. Fyrstar á Noona Spurðar hvort þær bjóði upp á nýj­ ungar, sem ekki eru á Akranesi fyr­ ir, segjast þær vissulega gera það. Bæði eru þær að taka inn nýj­ ar vörur og nýtt bókunarkerfi sem ekki er í boði á öðrum hárstof­ um á Akranesi. „Við erum inni á Noona appinu og erum fyrsta hár­ stofan á Akranesi sem er þar,“ segja þær. En á Noona appinu getur fólk séð hvaða tímar eru lausir og bók­ að sjálft þá tíma sem henta best. „Við erum pínu að stökkva í djúpu laugina með þetta því við erum ekki svo tæknivæddar,“ segir Ólöf Una og hlær. „En þetta er ögrun fyrir okkur og það er mjög já­ kvætt,“ bætir hún svo við. Þær segja að áfram verði þó hægt að bóka í gegnum síma. „Markaðurinn er stærri en bara þeir sem eru á netinu og því er mikilvægt að bjóða fólki líka upp á að hringja til að panta tíma,“ segir Ína Dóra. „Ég hef svo oft lent í því að fólk segi við mig að það sé alltaf á leiðinni að bóka tíma en gleymi því alltaf á opnunartíma. Fólk man þetta á kvöldin en svo líð­ ur dagurinn alltaf án þess að þetta komi upp í hausinn á manni,“ bæt­ ir hún við. Núna getur fólk bókað hvenær sem er sólarhringsins en hægt er að finna Torgið hárstofa á Noona appinu eða fara inn á vef­ síðuna noona.is/torgidharstofa til að bóka tíma. Einnig er hægt að panta tíma í síma 431­1220. Nánari upplýsingar um stofuna má finna á Facebook og Instagram undir nafn­ inu Torgið hárstofa. arg Lovísa, Katla, Marín og Helena á Hár studio. Hárhús Kötlu hættir og Hár studio tekur við Torgið hárstofa stendur við Akratorg á Akranesi. Torgið hárstofa verður opnuð á morgun Ólöf Una Ólafsdóttir og Ína Dóra Ástríðardóttir ætla að opna Torgið hárstofu á Akranesi á morgun, fimmtudaginn 3. mars. Lagt er upp með að hafa rólegt og notalegt andrúmsloft á Torginu hárstofu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.