Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 20226
Stakk af eftir
Hagkaupsbeyglu
STYKKISH: Seinni part
þriðjudags í liðinni viku hringdi
ökumaður sem var nýbúinn að
versla í Bónus við Borgarbraut
í Neyðarlínuna og tilkynnti um
að hurðin á bílnum hans væri
dælduð. Einhver ökumaður
hafði keyrt á bílinn hans á með
an hann var að kaupa inn og
síðan keyrt af vettvangi. Hon
um til óhapps eru myndavélar
þarna sem ná yfir þetta svæði og
er málið í skoðun. vaks
Fór út af í hálku
HVALFJ.SVEIT: Síðasta mið
vikudagsmorgun var ökumaður
á ferð á Akrafjallsvegi skammt
frá Hvalfjarðargöngum þegar
hann missti stjórn á bílnum
vegna hálku. Bíllinn snerist í
heilan hring á veginum og hafn
aði á hliðinni utan vegar. Öku
maður kvartaði yfir eymslum
og var fluttur með sjúkrabifreið
á HVE á Akranesi til frekari
skoðunar. Dráttarbíll frá Akra
nesi kom og sótti bílinn. -vaks
Þveraði veginn
HVALFJ.SVEIT: Rúta fór
þversum á Hálsasveitarvegi á
föstudaginn í óveðrinu þegar
hún fauk til, snerist á veginum
og þveraði hann. Um var að
ræða litla rútu með sjö erlenda
ferðamenn innanborðs. Björg
unarsveit var kölluð út en engin
slys urðu á fólki. -vaks
Rúða brotnaði á
löggustöðinni
BORGARNES: Það óhapp
varð á föstudaginn að klaki gekk
upp úr fjörunni við lögreglu
stöðina, í suðaustan hvassviðri,
og lenti hann á rúðu á annarri
hæð. Við það brotnaði ytra
glerið. -vaks
Með útrunnið
skírteini
og ölvaður
AKRANES: Á sunnudags
kvöldið var ökumaður stöðvað
ur við almennt umferðareftirlit
og þá kom í ljós að hann þarf
að endurtaka ökuprófið þar sem
hann var með útrunnið ökuskír
teini. Í framhaldinu var hann
handtekinn grunaður um ölvun
við akstur, færður á lögreglu
stöðina og fór mál hans í hefð
bundið ferli. -vaks
Aka of hratt mið-
að við aðstæður
AKRANES: Alls voru tekn
ir á annan tug ökumanna fyrir
of hraðan akstur á einni viku í
umdæminu. Lögregla segir að
allt of margir ökumenn séu að
keyra of hratt á þessum árstíma
því fólk á alltaf að aka miðað
við aðstæður. Ef ekki telst brot
ið alvarlegra. Ökumenn hafa
mælst frá 110 km hraða upp í
130 kílómetra hraða sem er ansi
mikið miðað við færð og veður
undanfarið. Alls voru yfir 300
hraðabrot tekin upp á hraða
myndavélum um allt land þessa
vikuna. -vaks
Styrkja nú
hjálpartækja-
kaup
LANDIÐ: Sjúkratryggingar
Íslands greiða nú styrki
vegna tiltekinna hjálpartækja
til íbúa hjúkrunarheim
ila sem áður hefur verið á
hendi hjúkrunarheimilanna
sjálfra að útvega og greiða
fyrir. Þetta á t.d. við um til
tekin hjálpartæki vegna
öndunarmeðferðar og blóð
rásarmeðferðar, stoðtæki,
stómahjálpar tæki, göngu
grindur, hjólastóla og fylgi
hluti með þeim og tölvur
til sérhæfðra tjáskipta. Heil
brigðisráðherra hefur stað
fest reglugerðir þessa efnis
með gildistöku frá og með 1.
mars sl. Markmið breyting
anna er að bæta og auðvelda
aðgengi íbúanna að hjálpar
tækjum. Að sama skapi létt
ir þetta kostnaði af rekstr
araðilum hjúkrunarheimila
sem nemur allt að 60 millj
ónum króna á ári. Breytingin
felur m.a. í sér að einstak
lingur í heimahúsi sem nýt
ir sér tiltekin hjálpartæki
líkt og hér um ræðir held
ur þeim þegar hann flyt
ur inn á heimilið, í stað þess
að hjúkrunarheimilið útvegi
honum önnur hjálpartæki í
þeirra stað. -mm
Willum Þór Þórsson heilbrigðis
ráðherra ákvað í síðustu viku að
frá og með liðnum föstudegi skyldi
öllum opinberum sóttvarnaaðgerð
um vegna heimsfaraldurs Covid19
aflétt, jafnt innanlands og á landa
mærunum. Þar með féllu brott allar
reglur um takmarkanir á samkom
um og skólahaldi og einnig krafa
um einangrun þeirra sem sýkjast af
Covid19. „Við getum sannarlega
glaðst á þessum tímamótum en ég
hvet fólk engu að síður til að fara
varlega, gæta að persónubundn
um sóttvörnum og halda sig til hlés
finni það fyrir einkennum,“ sagði
heilbrigðisráðherra.
Sóttvarnalæknir rakti í minnis
blaði til ráðherra hvernig faraldur
inn hefur þróast undanfarið. Dag
lega hafa greinst á milli 2.100 og
2.800 smit en alvarleg veikindi
hafa aftur á móti ekki aukist að
sama skapi. Útbreidd smit valdi þó
miklu álagi á stofnunum. Inniliggj
andi sjúklingum sem greinast með
Covid19 hefur fjölgað, sama máli
gegnir um íbúa á hjúkrunarheimil
um og veikindi og fjarvistir starfs
fólks vegna Covid19 hafa falið í
sér miklar áskoranir við að halda
úti óskertri starfsemi.
Að mati sóttvarnalæknis er víð
tækt samfélagslegt ónæmi gegn
Covid19 helsta leiðin út úr far
aldrinum, eða allt að 80%. Til að
ná því þurfi sem flestir að smit
ast af veirunni þar sem bóluefn
in dugi ekki til, þótt þau veiti góða
vernd gegn alvarlegum veikindum.
Um 110.000 manns hafa greinst
með Covid19 en áætlað er út frá
mótefnamælingum að annar eins
fjöldi einstaklinga hafi smitast án
greiningar. Að þessu gefnu tel
ur sóttvarnalæknir að miðað við
svipaðan fjölda daglegra smita og
undanfarið náist 80% markmið
ið seinni hlutann í mars. Vegna
mikillar útbreiðslu smita og þar
með ónæmis í samfélaginu telji
sóttvarnalæknir skynsamlegt að
aflétta sóttvarnaaðgerðum samtím
is innan lands og á landamærum.
Stjórnvöld þurfi þó að vera reiðu
búin að innleiða sóttvarnaaðgerð
ir á landamærum hratt, ef ný og
hættuleg afbrigði veirunnar komi
fram erlendis.
Fyrstu reglugerðir heilbrigðis
ráðherra um takmarkanir á
samkomum og skólastarfi vegna
heimsfaraldurs Covid19 voru sett
ar fyrir tæpum tveimur árum með
gildistöku 16. mars 2020. Frá þeim
tíma hefur heilbrigðisráðherra sett
166 reglugerðir og auglýsingar
um margvíslegar ráðstafanir vegna
Covid19.
mm/
Matvælastofnun hefur kært til lög
reglu alvarlega vanrækslu á búfé á
nautgripa og sauðfjárbúi á Vestur
landi, en frá þessu var greint á
heimasíðu Matvælastofnunar. Þar
er sagt að um sé að ræða eitt um
fangsmesta og alvarlegasta dýra
velferðarmál sem hefur kom
ið upp hér á landi. „Á þriðja tug
nautgripa og um 200 fjár, auk 5
hænsna, drápust eða voru aflífuð
vegna skorts á fóðri og brynningu.
Vörslusvipting hefur farið fram
á um 300 kindum sem eftir eru á
bænum og þeim tryggð fóðrun og
umhirða og unnið er að ráðstöfun
fjárins,“ segir á vef Matvælastofn
unar. Stofnunin hefur bannað
bóndanum allt dýrahald tímabund
ið þar til dómur fellur í málinu og
hefur öllum hræjum verið fargað á
viðurkenndum urðunarstað. „Búið
hefur þrisvar sinnum fengið eftir
litsheimsókn frá Matvælastofnun á
síðastliðnum sex árum. Ekki komu
fram alvarleg frávik við fóðrun eða
aðbúnað í þeim heimsóknum. Síð
asta reglubundna skoðun fór fram
vorið 2021. Málið er nú til rann
sóknar hjá Lögreglunni á Vestur
landi.“
arg
Hafa kært alvarlega vanrækslu á búfé
Frelsi. Ljósm. Fanney Þorkelsdóttir
Aflétting allra takmarkana
innanlands og á landamærum