Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 21 Miðvikudagskynningar á verkefnum Svæðisgarðsins Ragnhildur Sigurðardóttir heldur stuttar hádegiskynningar á verkefnum Svæðisgarðsins. Kynningarnar verða í beinni útsendingu á Facebook-síðu Svæðisgarðsins næstkomandi miðvikudaga og standa yfir frá kl. 12:00 - 12:15. Upptökur af kynningum verða aðgengi- legar á Facebook eftir útsendingu. Meira um starf Svæðisgarðsins á snaefellsnes.is og snæfellsnes.is. Fyrirhugaðar kynningar: 2. mars Svæðismörkun Snæfellsness 9. mars Markaðssetning ábyrgra matvæla af Snæfellsnesi 16. mars Fyrirmyndarútivistarstígar á Snæfellsnesi 23. mars Umhverfisvæn nýsköpun fyrir ungt fólk 30. mars Snæfellsness UNESCO Vistvangur/Man and Biosphere 6. apríl Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, starfið 2014 - 2022 13. apríl Gestastofa Snæfellsness 20. apríl Samstarf um ferðaþjónustu á Snæfellsnesi FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2021 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Þriðjudagur 15.mars Miðvikudagur 16. mars Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK ES SU H O R N 2 02 2 Fjölskyldutónleikar með Svav­ ari Knúti & Valgerði Jónsdóttur bæjar listamanni Akraness 2021 verða í Akraneskirkju laugardaginn 5. mars klukkan 17:00. Tónleikarn­ ir eru liður í Barnamenningarhátíð Vökudaga og eru styrktir af Akra­ neskaupstað. Fresta þurfti skemmt­ uninni í nóvember síðastliðnum vegna samkomutakmarkana, en nú er lag. „Fögnum æskunni og fyllum kirkjuna af börnum, söng og gleði,“ segir í tilkynningu. Aðgangur er ókeypis og allir vel­ komnir. mm Fyrir nokkrum árum fór í gang verk efnið Egla tekur til hendinni. Um er að ræða átak til að vekja athygli á skaðsemi plasts fyrir líf­ ríkið og hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr notk­ un á einnota plasti. Í samstarfi við Ölduna í Borgarnesi, sem er vinnu­ staður fyrir fólk með skerta starfs­ getu, voru saumaðir fjölnota pokar sem lágu frammi í verslunum og fólk gat fengið að láni í stað þess að kaupa einnota burðarplastpoka. Mikið vatn hefur nú runnið til sjávar, og einnota burðarplastpokar eru ekki lengur sjáanlegir í versl­ unum. Þó hefur verið ákveðið að leggja til fleiri poka að láni þar sem verkefnið vakti mikla lukku á sín­ um tíma. Aldan hefur nú saumað fleiri poka sem liggja nú frammi í Hyrnutorgi í Borgarnesi og er öll­ um íbúum velkomið að fá lánaða poka óháð því hvaða verslun er far­ ið í. Þetta kemur fram á heimasíðu Borgarbyggðar. Umrætt verkefni hóf göngu sína árið 2017 og voru allar stofnanir sveitarfélagsins heimsóttar á sín­ um tíma til þess að vekja athygli á skaðsemi plasts fyrir lífríkið og okkur sjálf. Stofnanirnar hafa Þessar duglegu stelp­ ur á myndinni söfn­ uðu 15.245 krónum til styrktar Rauða krossin­ um með því að ganga í hús í Borgarnesi. Á myndinni eru frá vinstri: Guðrún Anna, Birta Mjöll, Anna Björk og Agla Dís. Á myndina vantar Rögnu sem hjálpaði einnig til við söfnunina. Rauði kross­ inn í Borgarnesi þakkar þeim fyrir stuðninginn. mm Nú þegar lægðirnar ganga yfir landið hver af annarri er mikilvægt að fylgjast vel með veðri og vind­ um áður en haldið er af stað út úr húsi. Auk hefðbundinna veður­ stöðva hjá Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni er að finna einka­ reknar veðurstöðvar víðs vegar í landshlutanum. Elmar Snorrason á Leirá í Hvalfjarðarsveit heldur utan um upplýsingar frá nokkrum einka­ reknum veðurstöðvum í Borgar­ firði og Hvalfjarðarsveit og hægt er að fylgjast með þeim á vefsíðunni ellisnorra.net. mm Heima-Skagi fyrir börnin næsta laugardag Veðurstöðvar sem allir geta fylgst með Styrktu Rauða krossinn með að ganga í hús Pokar að láni í Hyrnutorgi í Borgarnesi markvisst verið að draga úr notk­ un á einnota vörum og er starfsfólk hugmyndaríkt þegar kemur að nýt­ ingu úrgangs sem efniviðar til ým­ issa nota. vaks Merkið „Egla tekur til hendinni,“ er hannað af Heiði Hörn Hjartardóttur á Bjargi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.