Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 31
Snæfell og AþenaUMFK áttust
við á laugardaginn í 1. deild kvenna
í körfuknattleik og fór leikurinn
fram í Stykkishólmi. Fyrir fram
var búist við hörkuleik enda bæði
lið í efri hluta deildarinnar, Snæfell
með 20 stig og Aþena með 16 stig
og liðin í harðri baráttu um sæti í
úrslitakeppninni. Sú varð raunin
og meira en það því það var nán
ast jafnt á öllum tölum allan tím
ann. Um miðjan fyrsta leikhluta var
staðan 9:6 fyrir Snæfelli en þá tók
Snæfell smá kipp og komst í 17:10.
Aþena svaraði með næstu sex stig
um og staðan 17:16 fyrir heima
konum við flautið. Snæfell byrjaði
betur í öðrum leikhluta, reyndar
var það Sianni Martin sem tók sig
til og skoraði níu stig í röð og kom
Snæfelli í þægilega stöðu, 26:16.
Hið unga lið Aþenu var ekki á því
að gefast upp og hafði jafnað metin
um miðjan leikhlutann, 28:28. Bar
áttan hélt áfram fram að hálfleik
en Snæfell átti síðasta orðið með
þriggja stiga körfu Rebekku Ránar
Karlsdóttur og hafði sex stiga for
ystu í hálfleik, 40:34.
Í þriðja leikhluta mætti Aþena
grimmt til leiks, spilaði góða vörn
og Snæfell að sama skapi spilaði
slakan sóknarleik. Um miðjan leik
hlutann komst Aþena yfir 46:48
og hafði síðan eins stigs forystu,
51:52, þegar fjórði og síðasti leik
hluti hófst. Aþena byrjaði þar betur,
komst í 53:60 fljótlega en síðan náði
Snæfell að minnka muninn eftir því
sem á leið á leikinn. Þegar aðeins
30 sekúndur voru eftir lagði Snæfell
af stað í sókn tveimur stigum und
ir og freistaði þess að jafna metin
eða komast yfir. Sianni Martin tap
aði þar boltanum og í kjölfarið virt
ist hún meiðast illa. Var leikurinn
stöðvaður í dágóðan tíma á meðan
gert var að sárum hennar og þurfti
að kalla til sjúkrabíl. Eftir langt hlé
fékk Aþena boltann og í þeirra síð
ustu sókn braut Rebekka Rán á
Elektru Mjöll, leikmanni Aþenu,
sem var síðan ísköld á punktinum
og setti bæði skotin niður. Snæfell
tók leikhlé en tíminn var of naum
ur og síðasta skot Rebekku Ránar
var varið. Tíminn rann síðan út og
ansi mikilvægur sigur Aþenu á erf
iðum útivelli, lokastaðan 70:74 Aþ
enu í vil.
Staðan í deildinni er þannig að
Ármann er efstur með 30 stig, ÍR
er í öðru sæti með 26 stig og svaka
barátta er framundan um hin tvö
lausu sætin í úrslitakeppninni. Snæ
fell er með 20 stig í þriðja sætinu
og næst eru Þór Akureyri, Aþena
og KR öll með 18 stig og eiga öll
inni einn leik á Snæfell.
Stigahæstar í liði Snæfells voru
þær Sianni Martin með 41 stig,
Rebekka Rán var með 13 stig og
Preslava Koleva með 8 stig og 12
fráköst. Hjá Aþenu var Violet Mor
row með 22 stig og 16 fráköst, El
ektra Mjöll Kubrzeniecka með 12
stig og þær Thea Ólafía Jónsdótt
ir og Tanja Ósk Brynjarsdóttir með
11 stig hvor.
Næstu leikir þessara liða eru þeir
að Aþena átti leik í gærkvöldi við
Stjörnuna á Jaðarsbökkum á Akra
nesi en honum var ekki lokið þegar
Skessuhorn fór í prentun.Snæfell
fer í Grafarvoginn í dag og leikur
þar við B lið Fjölnis en leikurinn
hefst klukkan 20.30.
vaks
Síðasta sunnudag lauk keppni á Ís
landsmóti einstaklinga 2022 með
forgjöf í keilu. Dagurinn hófst á því
að undanúrslit sex efstu úr hvor
um flokki voru leikin en spilað var
í svokölluðu Round Robin, þ.e. all
ir við alla. Eftir það fóru þrjú efstu
úr hvorum flokki í úrslitaviður
eignirnar, spilaður var einn leikur
og féll sá sem var með lægsta skorið
úr keppni. Að lokum var hreinn úr
slitaleikur milli þeirra tveggja sem
eftir voru.
Svavar Steinn Guðjónsson úr
KFR sigraði Arnór Inga Bjarka
son úr ÍR í úrslitum með 235
gegn 226 en það var Matthías
Leó Sigurðsson úr ÍA sem varð
í 3. sæti hjá körlunum. Hjá kon
unum vann Hafdís Eva Lauf
dal Pétursdóttir úr ÍR Elvu Rós
Hannesdóttur úr ÍR með 256
gegn 169 í úrsltum en Halldóra
Íris Ingvarsdóttir úr ÍR varð í 3.
sætinu.
vaks
Körfuknattleikskonan Rebekka
Rán Karlsdóttir hefur verið valin
Íþróttamaður Snæfells fyrir árið
2021. Þetta var tilkynnt á sunnu
daginn í hálfleik Snæfells og Ár
manns í 2. deild karla. Rebekka
Rán er fyrirliði Snæfells sem leik
ur í 1. deild kvenna og er ein af
máttarstólpum liðsins. Hún er fyr
irmynd innan vallar sem utan, frá
bær liðsmaður og enn betri körfu
boltakona, segir í tilkynningu frá
körfuknattleiksdeild Snæfells.
vaks
Álftanes og ÍA áttu
st við í 1. deild karla í
körfuknattleik á föstu
daginn og fór leikurinn
fram í Forsetahöll
inni syðra. Heimamenn
komust fljótlega í 12:2 í
leiknum og Skagamenn
hálf ráðvilltir en stað
an eftir fyrsta leikhluta
var 30:18 Álftanesi í vil.
Þessi slaka byrjun ÍA varð
þeim að falli í leiknum
því þeir voru síst lakari
það sem eftir lifði leiks. Í
öðrum leikhluta voru þeir sterkari
en heimamenn og náðu að minnka
muninn niður í þrjú stig með mik
illi baráttu þegar tæplega þrjár
mínútur voru til hálfleiks, 42:39
og spenna komin í leikinn. En eft
ir það náði Álftanes ágætis kafla og
staðan í hálfleik 51:43 þeim í vil.
Baráttan hélt áfram í þriðja leik
hluta, ÍA náði að minnka muninn
í tvö stig fljótlega en síðan tóku
heimamenn góða rispu og voru
komnir með tólf stiga forystu um
miðjan leikhlutann. ÍA neitaði að
gefast upp og náði að minnka mun
inn í þrjú stig en Álftanes átti síð
an góðan sprett og staðan
72:63 fyrir fjórða og síð
asta leikhlutann. Þar voru
heimamenn vel á varð
bergi, hleyptu ÍA aldrei
of nálægt og uppskáru
að lokum líklegast sann
gjarnan sigur, lokatölur
96:83 Álftanesi í hag.
Stigahæstir í liði ÍA
voru Cristopher Clover
með 24 stig, Lucien
Christofis var með 19
stig og Aron Elvar Dags
son með 11 stig og 11
fráköst. Hjá Álftanesi var Cedrick
Bowen með 29 stig, Sinisa Bilic
með 24 stig og Friðrik Anton Jóns
son með 21 stig og 10 fráköst.
Næsti leikur ÍA er gegn Hamri
föstudaginn 4. mars á Akranesi og
hefst leikurinn klukkan 19:15
vaks
Skallagrímur og Haukar mættu
st í 1. deild karla í körfuknattleik á
föstudaginn og fór leikurinn fram í
Fjósinu í Borgarnesi. Haukar voru
fyrir leikinn í efsta sæti deildar
innar ásamt Hetti frá Egilsstöð
um en þessi tvö lið eru nánast ör
ugg um að komast upp í Subway
deildina þegar mótinu lýkur í lok
mars. Skallagrímur situr sem fastast
í sjöunda sætinu og hefur nú tap
að þremur leikjum í röð í deildinni.
Heimamenn byrjuðu þó ágæt
lega í leiknum í gær og voru með
15:9 forystu eftir rúmlega fimm
mínútna leik. En þá hrökk allt í
baklás og gestirnir skoruðu sext
án stig gegn aðeins tveimur stig
um heimamanna það sem eftir lifði
fyrsta leikhluta og staðan allt í einu
orðin 17:25 Haukum í vil. Haukar
slepptu ekki takinu í öðrum leik
hluta, herjuðu vel á heimamenn og
juku forskotið enn meir, staðan í
hálfleik 32:56 fyrir gestina.
Um miðjan þriðja leikhluta voru
Haukar komnir með 26 stiga for
ystu og ljóst að sigurinn væri í höfn
en aðeins spurning hvað hann yrði
stór. Þegar flautað var til loka þriðja
leikhluta var staðan orðin 59:91
og allt útlit fyrir að heimamenn
yrðu rassskelltir af gestunum. En
Skallagrímur náði að halda í við
Hauka í fjórða leikhluta, bæði lið
skoruðu 20 stig hvort og lokatölur
leiksins 79:111 fyrir Hauka.
Stigahæstir í liði Skallagríms
voru þeir Simun Kovac með 18 stig,
Arnar Smári Bjarnason var með 14
stig og Ólafur Þorri Sigurjónsson
með 12 stig. Hjá Haukum var Jer
emy Smith með 26 stig, Jose Aldina
með 20 stig og 15 stoðsendingar og
Bragi Guðmundsson með 18 stig.
Næsti leikur Skallagríms var úti
leikur gegn Hamri frá Hveragerði í
gærkvöldi, en hann var ekki hafinn
þegar Skessuhorn fór í prentun.
vaks
Skallagrímur átti ekki
möguleika gegn Haukum
Skagamenn stóðu í Álftnesingum
Rebekka Rán ásamt Hjörleifi Kristni Hjörleifssyni og Maríu Ölmu Valdimarsdóttur
úr aðalstjórn Snæfells við verðlaunaafhendinguna. Ljósm. sá.
Rebekka Rán er Íþrótta-
maður Snæfells 2021
Þrír efstu í karlaflokki: Arnór Ingi, Svavar Steinn og Matthías Leó.
Ljósm. Guðjón Júl.
Matthías Leó þriðji á
Íslandsmótinu í keilu
Það var ansi hart barist um hvern
bolta í Stykkishólmi í leiknum.
Ljósm. sá
Aþena með sigur á Snæfelli í hörkuleik