Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 29 Borgarbyggð – miðvikudagur 2. mars Félag aldraðra í Borgarfjarðardöl- um heldur aðalfund í Brún, Bæjar- sveit kl. 13:30. Almenn aðalfundar- störf og kosningar. Akranes – föstudagur 4. mars ÍA og Hamar mætast í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikið verð- ur í Íþróttahúsinu við Vesturgötu kl. 19:15. Dalabyggð – laugardagur 5. mars Íþróttafélagið Undri ætlar að efna til fótboltamóts fyrir 1.-4. bekk í íþróttahúsinu að Laugum. Mótið hefst kl. 10:00 og verður keppt í fimm manna liðum og hver leikur verður 2x10 mínútur. Akranes – laugardagur 5. mars ÍA og Fjölnir mætast í Akranes- höllinni í Lengjubikar karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 12:00. Ólafsvík – laugardagur 5. mars Víkingur Ó og KH mætast í Lengju- bikar karla í knattspyrnu. Leikið verður á Ólafsvíkurvelli kl. 14:00. Akranes – sunnudagur 6. mars Skallagrímur og Hamar mætast í Akraneshöllinni í Lengjudeild karla í knattspyrnu kl. 16:00. Störf við ræstingar Dagar hf. leita eftir starfsfólki við ræstingar fimm daga vikunnar seinni partinn. Viðkomandi verður að hafa hreint sakavottorð. Upp- lýsingar um starfið veitir gruna@ dagar.is. Óska eftir húsnæði Óska eftir húsi í langtímaleigu á svæði 301, 311 eða 320. Upp- lýsingar í tölvupósti á netfangið tungl@mail.com. Á döfinni Nýfæddir Vestlendingar Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s . barnið! WWW.SKESSUHORN.IS Markaðstorg Vesturlands Smáauglýsingar LEIGUMARKAÐUR ATVINNA Í BOÐI 22. febrúar. Stúlka. Þyngd: 3.988 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Ida Mar- ía Brynjarsdóttir og Eysteinn Örn Stefánsson, Borgarfirði. Ljósmóðir: Guðrún Fema Ágústsdóttir. Verkalýðsfélag Akraness S K E S S U H O R N 2 02 2 Orlofshús VLFA -PÁSKAR – Vikuna 7-15 mars er hægt að sækja um páskavikuna í orlofs- húsunum okkar. Hafið samband við skrifstofu í síma 430-9900 eða með tölvupósti á netfangið vlfa@vlfa.is Við drögum út páskavikuna eftir hádegi þann 16. mars. Hringt verður í þá heppnu samdægurs. -SUMAR – Sumarúthlutun í alla bústaði félagsins er þann 4. apríl 2022. Umsóknartímabilið er 1. - 31. mars. Hægt er að sækja um á félaga- vefnum okkar inni á vlfa.is en þar er einnig hægt að nálgast umsókn sem hægt er að fylla út og koma til okkar á Þjóðbraut 1. Við vekjum sérstaklega athygli á að félagið hefur tekið á leigu orlofsíbúð á Spáni en allar upplýsingar um hana eru komnar á heimasíðuna okkar vlfa.is. Þjóðbraut 1 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | skrifstofa@vlfa.is Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aflaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði. Að stöðva útflutning á óunnum gámafiski, en slíkt myndi skapa fjölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með s ýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og efla atvinnulífið. Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórefla upplýsingaflæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakerfisins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakerfisins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is l l l l l l l l l l l l l l l Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Framkvæmdastjóra Sjávariðjunnar í Rifi Dagur í lífi... Nafn: Alexander Friðþjófur Kristinsson Fjölskylduhagir/búseta: Giftur og eigum fimm börn. Bý í Rifi. Starfsheiti/fyrirtæki: Vinn í Sjáv­ ariðjunni sem framkvæmdastjóri. Áhugamál: Fjölskyldan, golf, ferð­ ast og snjósleðast. Dagurinn: Þriðjudagurinn 1. mars 2022 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði klukkan sjö og auðvitað fékk ég mér lýsi. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Það sem var til. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór um klukkan 7.30 og fór keyrandi. Fyrstu verk í vinnunni? Athuga hvort allt virki. Hvað varstu að gera klukkan 10? Gera við. Hvað gerðirðu í hádeginu? Borðaði saltkjöt og baunir. Hvað varstu að gera klukkan 14? Gera við flökunarvélina. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Pexa við Halldór bróðir út af fiskleysi. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór að sleðast. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Píta og auðvitað eldaði Íris. Hvernig var kvöldið? Bara rólegt, lét strákana læra og slakaði á. Hvenær fórstu að sofa? Klukk­ an 22. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Kíkti á Viðskiptablaðið. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Hvað ég vinn með frá­ bæru fólki. Og konan mín geggjuð. Eitthvað að lokum? Snúðu and­ litinu mót sólinni og þú munt ekki geta séð skuggana. 24. febrúar. Drengur. Þyngd: 2.744 gr. Lengd: 45 cm. Foreldrar: Birgitta Dröfn Þrastardóttir og Matthí- as Haukstein Ólafsson, Akranesi. Ljósmóðir: Guðrún Fema Ágústs- dóttir. 25. febrúar. Drengur. Þyngd: 3.312 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Ylfa Johanna Helgadóttir og Ágúst Guðmann Úlfarsson, Vestmanna- eyjum. Ljósmóðir: Guðrún. Fema Ágústsdóttir. Alexander með Viðari vinnu- félaga sínum í Sjávariðjunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.