Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2022 15
Við leitum að metnaðarfullu fólki í fjölbreytt og eftirsótt sumar
störf í álverinu á Grundartanga. Í boði eru störf af ýmsu tagi við
framleiðslu, raf og vélvirkjun og fleira. Störfin henta öllum
kynjum. Góð laun í boði.
Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt
starfsumhverfi og góðan starfsanda. Framtíðin er spennandi
í álframleiðslu á Íslandi, og mun framþróun í átt að grænni
álfram leiðslu hafa raunveruleg áhrif á útblástur gróður húsa
lofttegunda á heimsvísu.
Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi, Borgarnesi
og af höfuðborgarsvæðinu.
Sumarstarfsfólk í framleiðslu fer á námskeið vegna
vinnuvélaréttinda. Umsóknir og upp lýsingar eru á
www.nordural.is og í síma 430 1000. Öllum um
sóknum verður svarað og trúnaði heitið.
Menntunar- og hæfnikröfur:
18 ára lágmarksaldur
Dugnaður og sjálfstæði
Bílpróf er skilyrði
Mikil öryggisvitund og árvekni
Heiðarleiki og stundvísi
Góð samskiptahæfni
Hreint ál úr íslenskri orku | nordural.is
Jafnlaunaúttekt
PwC 2020
Spennandi
sumarstörf
Djúp lægð gekk yfir landið síð
astliðinn föstudag. Áhrifa henn
ar gætti víða um land. Veðurstofan
hafði áður lýst yfir hættustigi vegna
snjóflóðahættu á sunnanverðum
Vestfjörðum og var það í gildi fram
yfir helgina. Hús voru m.a. rýmd
bæði á Patreksfirði og Tálknafirði.
Mikið mæddi á rekstraraðilum raf
orku og fór rafmagn víða af, með
al annars víða á Vesturlandi, allt
frá Akranesi og norður um. Mik
il truflun varð síðdegis á veitu
kerfum, vatns, fráveitu og hita
veitu Veitna, allt frá Grundarfirði
og austur að Hvolsvöll. Orsökuð
ust þær af höggi á rafdreifikerfið og
spennufalli í kerfi Landsnets vegna
óveðurs og eldinga. Talsvert var
um foktjón. Meðal annars brotn
aði mikið af gleri í gróðurhúsum
á Kleppjárnsreykjum. Björgunar
sveitir voru kallaðar í nokkur verk
efni. Meðal annars til að hefta fok
á fjárhúsþaki í Stafholtstungum,
rúta fór út af veginum í Hálsasveit
í Borgarfirði og þurfti að koma bíl
stjóra og sjö farþegum til hjálpar. Á
laugardaginn var mannskapur kall
aður út til að hreinsa snjó af fjár
húsþaki á Augastöðum í Hálsasveit,
en þakið var að sligast vegna snjó
þyngsla. Sú aðgerð gekk vel.
Þessi lægð var víða öllu snarpari
en sú sem gekk yfir mánudaginn á
undan. Öflugri hviður fylgdu henni
og höfðu íbúar m.a. í Borgarnesi
orð á að þetta hefði verið með verri
aðstæðum þar í langan tíma. Vind
ur var víða um land mjög mikill.
Til marks um lætin sprakk stál
grindarhús í Hafnarfirði og tölu
verð hætta myndaðist af fjúkandi
braki um iðnaðarhverfið. Lokanir
voru víða á vegum. Veðrið gekk svo
niður síðdegis. mm
Enn ein óveðurslægðin síðasta föstudag
Á föstudaginn var björgunarsveitin OK kölluð út vegna rútu sem hafði fokið og þveraði veginn fyrir
neðan Stóra-Ás í Hálsasveit. Sjö farþegar auk ökumanns voru í rútunni. Ekkert amaði að farþegunum,
sem voru erlendir ferðamenn, en vegna veðursins var ákveðið að bíða með að draga rútuna upp þar til
lægði. Björgunarsveitarbílum var stillt upp til að skýla rútunni. Eftir rúmlega tveggja tíma bið hafði lægt
umtalsvert og var rútan þá dregin upp. Ljósm. OK.