Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 202218
Pennagrein
Á sunnudaginn hittust til skrafs og
ráðagerða stofnfélagar í Miðbæjar
samtökunum Akratorgi á Akranesi,
þeir sem áttu heimagengt. „Mik
il stemning er í þessum hóp til að
gera eitthvað skemmtilegt til að
auka lífið í miðbænum. En eitt að
því sem búið er að gera er að taka
viðtal við arkitektinn að Lands
bankahúsinu en samtökunum er
mikið í mun að líf færist í húsið.
Ólafur Páll Gunnarsson tók viðtal
við Ormar Þór Guðmundsson arki
tekt hússins um sögu þess og hugs
anlega framtíð sem Heiðar Mar sá
um að taka upp á myndband,“ seg
ir í tilkynningu. Viðtalið er nú að
gengilegt á Youtube inni á FB síðu
samtakanna.
mm
Stofnfélagar sem komu
saman á sunnudaginn.
Ljósm. Þorri Líndal.
Miðbæjarsamtökin
stilla saman strengi
Um nokkurra ára skeið hafa einstak
lingar og landeigendur í Norðurárdal
í Borgarfirði þurft að verjast ásókn og
ásælni einkafyrirtækja og erlenda bak
hjarla í bújarðir og landsvæði und
ir vindorkuiðnað upp eftir öllum dal.
Markmið þessara verkefna er að þókn
ast örfáum einstaklingum og erlend
um stórfyrirtækjum sem vilja hasla
sér völl á íslenskum orkumarkaði og
fljóta á einkavæðingaröldunni á með
an stjórnvöld sofa einkaaðilar sem
nú vilja grípa gæs á meðan enn ligg
ur ekki fyrir heildaráætlun fyrir vind
orkuvirkjanir og staðsetningar þeirra á
landsvísu. Á meðan enn hefur ekki tek
ist að skapa lagaramma fyrir einkavæð
ingu orkuiðnaðarins í samræmi við að
gengi að fyrirliggjandi landsdreifikerfi
í almannaeigu. Nú síðast er það Múla
virkjun í landi Hvamms en þar eru
fyrirhugaðar þrettán 200 metra háar
vindmyllur til að byrja með.
Náttúran
Norðurárdalur er að stórum hluta á
náttúruminjaskrá. Grábrókargígar eru
friðlýst náttúruvætti. Grábrókarhraun
og Hreðavatn teljast til náttúru
minja, hraunið norðan hreppamarka
allt norður að Bjarnadalsá og Norð
urá sjálf ásamt Hraunsey og fossin
um Glanna eru náttúruminjar. Áin
er heimsþekkt perla allt frá upptök
um á Holtavörðuheiði, enda ein feg
ursta laxveiðiá Evrópu sem enn varð
veitir hinn einstaka villta lax úr Norð
ur Atlantshafi. Náttúrulegar hrygn
ingarstöðvar hans eru ofarlega á daln
um. Þá er fjallafegurð Norðurárdals í
raun einkennismynd og ímynd Vestur
lands þar sem Hvassafell, Grjótháls,
Litla Baula, Hvammsmúli og dýrmæt
ar villtar heiðar ramma inn Baulutind
sem gnæfir yfir Grábrókarhrauni á
náttúruminjaskrá. Allt Hreðavatn telst
einnig til náttúruminja og suðurhlíð
ar Setmúla á milli Kiðár og Brekkuár.
Brekkuárgil, Hestabrekka og Þrimils
dalur eru einstök svæði sökum setlaga
og heildarmynd Norðurárdals er sterk
náttúruímynd Borgarfjarðarhéraðs. Þá
er ótalið heiðalandið upp af afréttar
landi Borgarfjarðar til allra átta. Það er
mikilvægt á heimsvísu. Þá eru auðvitað
ótalin öll þau svæði dalsins sem greini
lega er nauðsynlegt að koma á náttúru
minjaskrá til framtíðar nú þegar ljóst
er að herjað er á þessa náttúruperlu úr
öllum áttum.
Flest Evrópulönd hafa misst víð
erni heiðalandsins undir mannvirki.
Samfelldar heiðar í Evrópu heyra nær
sögunni til. Heiðalöndin víðfeðmu á
Íslandi geyma náttúru og dýralíf sem
er einstakt á veraldarvísu og Borg
firðingar hafa þar stóru verndarhlut
verki að gegna fyrir heiminn. Og ef
verðmiði á að vera á öllu og mæla þarf
land eftir gjaldskrá þá má benda á að
erlendir ferðamenn leita í auknu mæli
til Íslands til að upplifa heiðalandið,
víðernið ósnortna, lyngið, þúfurnar,
stöðuvötnin á hálsum og heiðum til að
njóta og stunda göngur og fjölbreytta
útivist. Sú framtíðartónlist mun bara
verða háværari.
Norðurárdalur státar líka af eins
tökum vötnum; fögrum heiðavötnum
í samfelldri festi niður hálsa eins og
Grjótháls. Nægir að nefna Fiskivatn
á hálsinum ofan við skógræktarbæina
Krók og Sveinatungu. Vindorkuver
sem Qair vill reisa í flasi þessara skóg
ræktarjarða mun einnig breyta land
námsbirkiskóginum í Hvammsmúla í
iðnaðarsvæði. Að setja vindorkuiðnað
arsvæði á þennan stað jafnast á við að
setja upp viðlíka mannvirki á barm Al
mannagjár á sjálfum Þingvöllum.
Mannlíf og
fólk í dalnum
Yfirmenn orkumála í landinu hafa látið
hafa eftir sér að hvergi sé hægt að setja
niður vindorkuvirkjanir í byggð nema
með sátt og samþykki íbúanna sem þar
eru fyrir. Að auki hefur komið fram í
yfirlýsingum frá þeim að nóg rými
sé fyrir vindorkuvöxt á iðnaðarsvæð
um Landsvirkjunar við Sigöldu og
Blönduvirkjun. Þær virkjanir eru hins
vegar í eigu almennings og henta því
illa einkafyrirtækjum sem þessi slag
ur er stöðugt við niður allan Norð
urárdal og auðvitað víðar í sveitum
lands. Aldrei hafa sveitarstjórnaryfir
völd í Borgarbyggð kannað hug íbúa
og landeigenda í Norðurárdal svo full
trúar fólksins megi vinna eftir þeirra
óskum og þörfum. Aldrei hafa þessi
sömu yfirvöld kannað drauma, von
ir og þrár þeirra sem hafa staðið vörð
um dalinn um áratuga skeið, alið þar
upp börn og ræktað land mann fram af
manni – kannað þeirra áform og áætl
anir fyrir dalinn. Og hvað vill fólkið í
dalnum gera? Ef einhver skyldi spyrja.
Fólkið sem á landið, fólkið sem hef
ur ræktað landið og annast það, lifað
og hrærst í dalnum fagra hefur marg
vísleg og fjölbreytt áform sem sum
hver hefur tekið áratugi að undir
byggja. Einhverjir rækta skóglendi,
aðrir vernda land og loka sárum eft
ir aldagamla beitaránauð. Til eru þeir
vilja rækta matjurtir í stórum stíl og
hafa um það áætlanir. Margir hyggja
á náttúrutengda ferðaþjónustu með
heiðalandið í huga og hafa undirbúið
þá atvinnustarfsemi lengi með skóg
rækt og allskyns virðisauka. Aðrir eru
með hefðbundinn búskap. Einhverj
ir skipuleggja hesta og gönguferðir
inn í framtíðina á milli sveita og yfir
einstaka heiðalandið. Heilsuþjónusta,
menningartengd þjónusta, menntun
og náttúruupplifun. Og þá eru það þeir
sem vaka yfir ánni dýrmætu, laxveiðiá á
heimsmælikvarða. Þeir þekkja vel hina
einstöku upplifun við alla hyli árinn
ar, frá ármótum og upp á heiði. Nægir
að nefna þar Krókshyli Norðurár, víð
fræga veiðistaði, sem standa beint á
móti fyrir huguðum vindorkuvirkj
unum. Verðmætahrun verður í þeim
hluta árinnar við að gera þennan hluta
dalsins að orkuiðnaðarsvæði. Það er
skrásett og rannsakað áratugina aftur
í tímann hve gjöfulir þessir hyljir hafa
verið, ekki einasta hvað varðar fiska á
land heldur einnig í ánægjustundum
viðskiptavina sem koma ár eftir ár og
borga veiðileyfi sín til að fá að njóta í
kyrrð og náttúrufegurð dalsins en ekki
undir virkjanamöstrum á iðnaðasvæði.
Aðkeyptar umsagnir
Það bar vott um óvönduð vinnubrögð
og eða þekkingarskort þegar aðkeyptu
verkfræðingarnir frá Eflu tilgreindu
á kynningarfundi fyrir viðskiptavin
sinn Qair fyrirbæri sem þeir kölluðu
myndatökustaði. Staðsetning þessara
svokölluðu myndatökustaða sem Efla
valdi fyrir viðskiptavininn Qair var
í hæsta máta hlutdræg. Myndatöku
staðirnir sem Efla kaus að kalla svo
voru sjónarhorn valin víða niður dal
og í næstu sveitum til að sýna dæmi
um hvaðan iðnaðar og vindorku
svæði Hvammsmúla myndu sjást. Sýn
ing þessi var haldin fyrir íbúa og land
eigendur til að fegra og smækka hið
risavaxna vindorkuver sem Qair, við
skiptavinur Eflu, vill reisa í Hvamms
múla. Sem dæmi um hlutdrægni má
nefna að á meðan Efluteymið lagði á
sig að fara niður að Kleppjárnsreykj
um í annarri sveit til að sýna hvern
ig Hvammsvirkjun liti út þaðan – þá
höfðu þessir aðkeyptu umsagnaraðil
ar ekki fyrir því að fara yfir þjóðveg
inn andspænis Hvammsvirkjun til þess
að sýna myndatökustaðinn Krók og þá
ásýnd sem myndi blasa við skógræktar
jörðunum Króki og Sveinatungu svo
ekki sé minnst á laxveiðiána Norðurá,
spölkorn frá iðnaðarsvæðinu fyrirhug
aða.
Og af því að verkfræðingarnir frá
Eflu, landeigendur í Hvammi og vind
myllubraskarar Qair þekkja ekki hina
einstöku veiðistaði á efra svæði Norð
urár vita ekki hvað veiðistaðirnir
sem munu standa undir risamöstrum
virkjunnar þeirra heita og hafa heitið
í gegnum aldirnar, þá er rétt að þau
örnefni fylgi hér: Laxalá, NeðriFerju
hylur, EfriFerjuhylur, Þvottahylur,
Litlufossar, Poki, Króksfoss, Gljúfrin
og Klapparhylur og áfram mætti telja
upp í heiðina og einnig niður dalinn
fagra. Hvergi í keyptu umsögninni frá
Eflu eru teiknuð upp tengikerfi fyr
ir raflínur inn á landskerfi almennings
frá vindmyllunum stóru. Það eru við
bótar risamannvirki sem koma vænt
anlega eftirá.
Lýðræðishalli
Virkjanir sem tilgreindar eru á vef
Orkustofnunar og innan Ramma
áætlunar eru þar líklega margar í
mikilli óþökk landeigenda. Þar er til
dæmis svokölluð Hálsvirkjun á veg
um Zephyr, þrettán síðna skýrsla um
það hvernig hægt er að sölsa undir sig
annarra manna lönd fyrir eigin hags
muni. Lukkuriddarar fengu að kanna
virkjanakosti í Krókslandi, gerðu svo
um það skýrslu og lögðu fram og land
eigendur höfnuðu svo þessum virkj
anahugmyndum alfarið og þar við
sat. Skýrslan fór samt áfram og var
lögð fram eins og raunhæf hugmynd
að virkjanakosti á vef Orkustofnunar
og sem tillaga í Rammaáætlun. Orku
stofnun er í eigu allrar þjóðarinnar og
þar með almennings, okkar allra. Hún
er ekki í eigu Qair, Zephyr og annarra
erlendra einkafyrirtækja með íslenska
fyrirgreiðslumenn. Þó fást þær upp
lýsingar út úr stofnuninni að hlutverk
OS sé að samhæfa aðgerðir á milli
einkafyrirtækja og ríkisvalds. Þar með
er hagur einstaklinga fyrir borð bor
inn og landeigendur lesa um áform
um stórvirkjun á sínu eignarlandi á
vef OS. Þarna er mikill lýðræðishalli
sem endurspeglast svo aftur í áform
um í Hvammsmúla þar sem einstak
lingar þurfa að taka saman höndum til
að verjast einkafyrirtækjum í sveitar
innrás með verkfræðistofur og stjórn
vald í vinnu.
Stutt er síðan annað fyrirtæki
hugðist reisa vindorkuvirkjun neðar
á Grjóthálsi. Íbúar dalsins þurftu að
sameinast til að verjast þeim áformum
rétt eins og nú þegar næsta fyrirtæki
fer af stað nokkrum kílómetrum ofar
í þessum fallega dal í alfaraleið sem
geymir náttúruímynd Borgarfjarðar.
Það er lýðræðishalli þegar íbúar þurfa
aftur og aftur að verjast sama ágangin
um, rétt eins og verið sé að þreyta lax
og landa honum í algjörri uppgjöf.
Einstaklingar, landeigendur og hags
munaaðilar víðsvegar um Norðurárdal
verða þráfalt fyrir yfirgangi og ásælni
og reyna að verjast af mismiklu þreki.
Stjórnvaldið, svo sem Orkustofnun og
sveitarstjórnir, vinna með einkafyrir
tækjum og framkvæmdavaldi. Þarna
er regluverkið rammskakkt. Samfé
lagsstofnanir eiga að gæta hagsmuna
einstaklinga og landeigenda líka, ekki
bara stórfyrirtækja í sókn. Auk þess
sem löggjafarvaldið verður að fara
í saumana á þessum skipulagsmál
um einkavirkjana áður en farið er um
sveitir til að buga og misbjóða heima
fólki og bíða þess svo að tengja sig við
dreifikerfi í almannaeigu.
Skógræktarjörðin
Krókur
Í þrjátíu ár hefur skógrækt verið
stunduð í Króki og er jörðin um þús
und hektarar. Þegar skógarbændur
komu þar fyrst að árið 1987 var landið
örfoka og ofbeitt. Upphófst öflugt
ræktunarstarf í samvinnu við Vestur
landsskóga og á 35 árum hefur tekist að
rækta fagran skóg á stóru svæði undir
heiðinni auk þess að loka landi, vernda
land og græða. Markmið þessa fyrir
tækis hefur ávallt verið að skapa skil
yrði fyrir næstu kynslóð, búa til tæki
færi sem vinna með náttúrunni en ekki
á móti henni, skapa komandi kynslóð
um skilyrði til áframhaldandi ræktunn
ar jafnt fyrir náttúru sem manneskjur,
búa til tækifæri en ekki eyða þeim. Það
hefur ekki alltaf verið auðvelt, síður en
svo. Króksbændur hafa þurft að verja
sína búgrein og sitt ræktunarstarf fyr
ir miklum ágangi sauðfjár og staðið í
stöðugum málaferlum við sveitarfélag
sem ágirnist landið fyrir hönd sauð
fjárbænda. Króksbændur vinna nú að
því með Landsneti að finna leið fyrir
Holtavörðulínu í gegnum skógræktar
landið og nú síðustu ár hafa vindorku
riddarar herjað á landeigendur með
beinum og óbeinum hætti. Það er mál
að linni. Það eina sem skógarbændum
undir heiðinni hefur gengið til undan
farna áratugi er að rækta landið sitt fyrir
næstu kynslóð að taka við.
Samfélag sem keyrir á græðgi vinnur
aldrei fyrir næstu kynslóð en aðeins fyr
ir augnablikið og skyndigróðann. Kosn
ingar eru framundan til sveitastjórna og
bráðnauðsynlegt að hver einasti fram
bjóðandi geri grein fyrir sinni framtíða
sýn í þessum málum. Atkvæði hljóta svo
að falla eftir því.
Það er skýlaus krafa að fallið verði frá
áformum um að Norðurárdalur verði
iðnaðarsvæði fyrir orkuver. Stefnumót
un og áætlanir um stórtækar breytingar
á landssvæðum undir virkjanir verða að
fara fram hjá löggjafanum með fulltingi
orkufyrirtækja í almannaeigu en ekki
heima í héröðum við eldhúsborð mis
þrekmikilla einstaklinga á móti auðkýf
ingum og einkafyrirtækjum úti í heimi.
Norðurárdalur er ekki virkjanavöll
ur. Hann er náttúruperla á heimsvísu
og átakanlegt að þurfa að taka þetta
samtal árið 2022.
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Höf. er rithöfundur og leiðsögumað-
ur, Króki, Norðurárdal
Að berjast við vindmyllur
Áform einkafyrirtækja fyrir vindorkuiðnað í Norðurárdal
Yfirlitsmynd tekin úr skógrækt Króks og niður að bæjarhúsunum. Hvammsmúli fjær.