Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 202212 Miðvikudaginn 23. febrúar síð­ astliðinn voru þrjátíu ár liðin frá því að togarinn Krossnes SH 308 fórst á Halamiðum og með honum þrír menn. Togarinn var gerður út frá Grundarfirði og var slysið eðli málsins samkvæmt þungt högg fyr­ ir samfélagið. Á þessum tímamót­ um í síðustu viku hittust eftirlifandi áhafnarmeðlimir og aðstandendur við minnismerki þeirra sem fórust, en það er staðsett í Setbergskirkju­ garði við Grundarfjörð. Athöfnin var falleg og byrjaði á því að Haf­ steinn Garðarsson, sem var skip­ stjóri í þessum örlagaríka túr, fór með nokkur minningarorð áður en séra Aðalsteinn Þorvaldsson sóknarprestur í Grundarfirði tók við. Að lokum fór Sigurður Ólafur Þorvarðarson, sem var stýrimaður á þessum tíma, með sjóferðabænina áður en farið var á Kaffi 59 þar sem boðið var upp á kaffi og kökur. Kom skyndilega halli á skipið Þegar þessi örlagaríki sunnudag­ ur árið 1992 rann upp var skip­ ið að veiðum á Halamiðum, um 44 sjómílur norðvestur af Galtar­ vita. Skipverjar mættu á vakt klukk­ an hálf sjö eins og venjulega. Um áttaleytið var byrjað að hífa inn trollið þegar skipið fór skyndilega að hallast. Skipið hallaðist rólega í bakborða þegar búið var að hífa svolítið inn og svo jókst hallinn. Þá var slakað aðeins en það skipti engu máli. Skipið hélt bara áfram að hallast og nokkrum mínútum síð­ ar var það horfið af yfirborði sjávar. Höfðu nýverið sótt námskeið Þegar tuttugu ár voru liðin frá slysinu birtist ýtarlegt viðtal hér í Skessuhorni við Hafstein Garðars­ son, sem Áslaug Karen Jóhanns­ dóttir skráði. Frændi hennar var skipstjóri á Krossnesi þennan túr. Einnig var rætt við Reyni Trausta­ son stýrimann á Sléttanesi, sem kom að björgun áhafnarmeðlima. Við skulum grípa aðeins niður í frá­ sögnina: Sigurður Ólafur Þorvarðarson var stýrimaður í þessum túr og var uppi í brú þegar þessi atburðarás hófst. Hafsteinn Garðarsson var fyrsti stýrimaður og afleysingaskip­ stjóri og var skipstjóri í þessari ferð en hann var í koju á þessum tíma. „Ég vaknaði við kallið frá Óla Sigga stýrimanni um að allur mannskap­ ur skyldi ræstur því að eitthvað væri að,“ sagði Hafsteinn í febrúar 2012. „Ég fann strax að eitthvað væri að,“ en eftir fimm ár á skipinu var hann farinn að þekkja hreyfingar þess. „Ég henti mér í hvelli í buxur og bol og fór upp. Ég varð að vaða sjó á íbúðaganginum því hurðin út á dekk var opin og það var far­ ið að ganga sjór inn um hana. Ég þurfti að ganga aftur ganginn og upp brattan stiga til að komast upp í brú en hann var orðinn brattari út af hallanum sem kominn var á skip­ ið. Á ganginum mætti ég Hansa sem var að koma upp úr vélinni. Sagði hann engan sjó vera í vélar­ rúminu. Gísli Árnason var í stigan­ um þegar ég kom að honum og ýtti ég honum á undan mér og hjálp­ aði upp.“ Þegar upp í brú var kom­ ið gerði Hafsteinn sér grein fyrir því að Krossnes væri að sökkva, en mikill sjór var kominn inn á dekk­ ið. Hann segir menn hafa haldið ró sinni og gengið skipulega til verks. Námskeið á vegum Slysavarnaskóla Slysavarnafélagsins, sem skipverjar á Krossnesi höfðu nýlega sótt, hafi skilað sér mjög vel við þessar erfiðu aðstæður. „Það myndaðist aldrei nein skelfing. Menn gerðu bara það sem þeir áttu að gera. Þegar ég kom upp í brú voru Óli Siggi stýrimað­ ur og Sævar Gíslason háseti að rétta öllum flotgalla. Gagnsemi nám­ skeiðsins var óumdeilanleg.“ Það bara datt! Aðeins tveir skipverjar komust al­ mennilega í flotgalla, hinir voru flestir hálfklæddir í þá og einn var ekki í galla. „Við vorum í bölvuðu basli með gallana. Plastið utan um þá var svo þykkt, það var mjög erfitt að rífa það. Gallinn minn kræktist einhvern veginn í skipstjórastólinn í hraðri atburðarásinni þegar ég var að klæða mig í hann og var því að­ eins kominn í skálmarnar og aðra ermina þegar ég varð að stökkva frá borði. Við fórum þrír út úr brúnni á sama tíma. Hansi var á eftir okk­ ur en ég missti sjónar af honum um leið og við komum út úr brúnni. Skipið var alveg komið á hliðina og við stóðum á hliðinni á stýris­ húsinu. Ég lenti í sjónum þegar ég stökk frá borði en komst strax í björgunarbátinn. Sævar kom síð­ an á eftir mér og lenti ofan á mér. Krossnesið sökk undan fótum okkar Sævars.“ Skipið sökk á ör­ skammri stundu. Hafsteinn segir að einungis þrjár til fjórar mínútur hafi liðið frá því hann vaknaði og þar til hann stökk í sjóinn. „Skip­ ið fór svo hratt á hliðina. Það bara datt!“ segir hann. Sjö menn voru saman í björg­ unarbátnum. Fimm manns vantaði og var faðir Hafsteins meðal þeirra. „Ég sá pabba aldrei og vissi aldrei hvað hefði orðið af honum. Það var gífurlegt högg að sjá hann ekki um borð í bátnum, einnig hina fjóra sem vantaði. Annar björgunarbátur hafði blásið út spölkorn frá okkur en við sáum enga hreyfingu í hon­ um. Vissum því ekki hvort einhver væri um borð í honum fyrr en skot­ ið var upp neyðarblysi frá bátn­ um. Það var mikill léttir að sjá að fleiri hefðu komist í björgunarbát, en við vissum ekki hve margir.“ Einungis einn maður, Guðmund­ ur Reynisson, var um borð í hinum björgunarbátnum. Faðir Hafsteins, Garðar Gunnarsson, var einn á svamli í sjónum. Hann lést árið 2000 vegna veikinda en við skulum grípa aðeins í frásögn af hans upp­ lifun. Björgunarbáturinn kastaðist úr sætinu Garðar Gunnarsson var búinn að stunda sjómennsku í 45 ár, lengst af Minningarathöfn um áhöfn Krossness SH-308 Þrjátíu ár eru liðin frá því skipið fórst á Halamiðum og með því þrír menn Kjartan Elíasson, bróðir Sigmundar, og Sævar Gíslason, sonur Gísla Árnasonar, leggja hér blómsveig að minnisvarða þeirra þriggja er fórust. Eftirlifandi áhafnarmeðlimir sem komu saman þennan dag. F.v. Guðmundur Reynisson, Sævar Gíslason, Sigurður Ólafur Þorvarðarson, Hafsteinn Garðarsson, Guðlaugur Albertsson, Bergvin Sævar Guðmundsson, Jón Snorrason og Kristján Guðmundsson. Þeir Jóhannes Arnberg Sigurðsson og Freyr Guðmundsson voru fjarverandi en sendu sínar hlýjustu kveðjur. Hafsteinn Garðarsson les úr minningarorðum um fallna félaga. Fyrir miðju eru börn Gísla, þau Sævar Gíslason, Herdís Gísladóttir og Gísli Svanur Gíslason en Sigurdís systir þeirra var vant við látin. Aðstandendur og áhöfn stilltu sér upp við minnismerkið á þessum fallega degi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.