Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 202224
Vesturlandsmótið í sveitakeppni
í bridds fór fram á laugardaginn.
Spilað var á Akranesi og tóku sex
sveitir þátt. Gestrisnin var mik
il á mótinu, því sveit Vopna bar
sigur úr býtum með fáheyrð
um yfirburðum, eða 87,6 stigum.
Sveitina skipuðu þeir Matthías
Imsland, Ómar Olgeirsson, Stef
án Jónsson, Ísak Örn Sigurðsson
og Gunnar B. Helgason. Sveit
Guðmundar Ólafssonar í Lamb
haga varð í öðru sæti með 48,27
stig, en með Guðmundi spil
uðu Sveinbjörn Eyjólfsson, Lár
us Pétursson, Kristján Pétursson
og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson.
Loks í þriðja sæti með 46,84 stig
varð sveit Sveins Hallgrímsson
ar, en með Vatnshamrabóndan
um spiluðu makker hans Flemm
ing Jessen, Sigurður Már Einars
son og Stefán Kalmansson.
mm
Stofnfundur Hjólreiðafélags
Vestur lands fór fram þriðjudaginn
22.02.2022 á Bara bar í Borgarnesi.
Fundarstjóri var Helgi Guðmunds
son og ritari Dagný Pétursdóttir
og fylgdust 30 manns með fundin
um inni á Live útsendingu. Far
ið var yfir reglur og hlutverk fé
lagsins, ungliðastarf, aðstöðu og
æfingasvæði, þátttöku í keppnum
og mögulegt keppnishald. Einnig
var rætt um félagsgjald, inngöngu í
Hjólreiðafélag Íslands (HFÍ), styrki
við stofnun félagsins, merktan fatn
að og merki félagsins.
Kosið var í stjórn félagsins á
fundinum og hana skipa eftirfar
andi: Guðríður Hlíf Sigfúsdótt
ir formaður, Dagný Pétursdóttir,
Haukur Erlingsson, Reynir Ge
orgsson og Ragnar Ingi Sigurðs
son. Varamenn eru Guðgeir Guð
mundsson og Níels Hermannsson.
Þá fékk Þorsteinn Eyþórsson sér
stakt hrós fyrir að vera sá eini sem
kom hjólandi á fundinn.
Í viðtali við Skessuhorn um miðj
an febrúar sagði Guðríður Hlíf að
helstu markmiðin með stofnun fé
lagsins væru að fá fleiri iðkend
ur í sportið, auka aðstöðu til hjól
reiða bæði innanhúss og utandyra
og einnig að auka fræðslu, halda
námskeið, bæta við hjólaleiðum og
þar fram eftir götum. „Það eru fullt
af skemmtilegum leiðum hérna í
kring og viljum við gera þær enn
betri og bæta við leiðum. Okkur
langar líka að kynna svæðið okk
ar hérna á Vesturlandi og fá fólk til
að staldra lengur við heldur en bara
í sjoppunum. Til dæmis í Borgar
nesi, þá sérðu fullt af fólki með hjól
á þakinu keyra hérna í gegnum bæ
inn, en það er ekkert að koma hing
að til að hjóla heldur frekar fer það
norður eða eitthvað álíka. En ef
upplýsingar um hjólaleiðir yrðu að
gengilegri, þá myndi það kannski
stoppa aðeins lengur við í bænum.“
vaks/ Ljósm. af facebook
síðu félagsins.
Nemendur og kennarar í Fjöl
brautaskóla Snæfellinga í Grundar
firði brutu upp skólastarfið með
svokölluðum sólardögum 23. og
24. febrúar. Þá var dagskráin frekar
óhefðbundin og bryddað upp á
ýmsum nýjungum sem varla telst til
hefðbundins námsefnis. Til dæm
is var keppt í hinum ýmsu grein
um eins og boccia, pílukasti, skák,
félagsvist og hinum ýmsu spilum.
Krökkunum gafst tækifæri á að
spreyta sig í vöfflubakstri, rafíþrótt
um, klifri og karate svo eitthvað sé
nefnt. Sólardagarnir tókust vel og
voru þeir kærkomin tilbreyting frá
náminu.
tfk
Steini Eyþórs mætti á hjólinu sínu á
fundinn.
Hjólreiðafélag
Vesturlands stofnað
Þrír af fimm í fyrstu stjórn nýstofnaðs
Hjólreiðafélags Vesturlands. Frá
vinstri: Dagný Pétursdóttir, Guðríður
Hlíf Sigfúsdóttir og Haukur Erlingsson.
Gestasveit Vopna gerði góða ferð á Skagann á laugardaginn. Langefstir á Vesturlandsmóti. Ljósm. Sveinbjörn Eyjólfsson.
Gestirnir úr Vopna báru sigur
úr býtum á Vesturlandsmótinu
Þiðrik Viðarsson kennari tók að sér dómgæslu á bocciamótinu og er hér að mæta
fjarlægðina þar sem tæpt hefur staðið á milli.
Sólardagar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Nemendur einbeittir í pílukasti sem var vel sótt.
Hart var tekist á í þeirri hugarleikfimi sem skákin er. Nemendur kepptu hver á móti öðrum í rafíþróttum og var
mikið fjör í rafíþróttahúsinu.
Boðið var upp á að prufa klifur í Klifurfelli.
Loftur Árni Björgvinsson kennari leikur hér listir sínar með
boccia boltana áður en keppni hófst.
Nemendur fjölmenntu í boccia og voru mörg lið skráð til keppni.