Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 02.03.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 202224 Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds fór fram á laugardaginn. Spilað var á Akranesi og tóku sex sveitir þátt. Gestrisnin var mik­ il á mótinu, því sveit Vopna bar sigur úr býtum með fáheyrð­ um yfirburðum, eða 87,6 stigum. Sveitina skipuðu þeir Matthías Imsland, Ómar Olgeirsson, Stef­ án Jónsson, Ísak Örn Sigurðsson og Gunnar B. Helgason. Sveit Guðmundar Ólafssonar í Lamb­ haga varð í öðru sæti með 48,27 stig, en með Guðmundi spil­ uðu Sveinbjörn Eyjólfsson, Lár­ us Pétursson, Kristján Pétursson og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson. Loks í þriðja sæti með 46,84 stig varð sveit Sveins Hallgrímsson­ ar, en með Vatnshamrabóndan­ um spiluðu makker hans Flemm­ ing Jessen, Sigurður Már Einars­ son og Stefán Kalmansson. mm Stofnfundur Hjólreiðafélags Vestur lands fór fram þriðjudaginn 22.02.2022 á Bara bar í Borgarnesi. Fundarstjóri var Helgi Guðmunds­ son og ritari Dagný Pétursdóttir og fylgdust 30 manns með fundin­ um inni á Live ­ útsendingu. Far­ ið var yfir reglur og hlutverk fé­ lagsins, ungliðastarf, aðstöðu og æfingasvæði, þátttöku í keppnum og mögulegt keppnishald. Einnig var rætt um félagsgjald, inngöngu í Hjólreiðafélag Íslands (HFÍ), styrki við stofnun félagsins, merktan fatn­ að og merki félagsins. Kosið var í stjórn félagsins á fundinum og hana skipa eftirfar­ andi: Guðríður Hlíf Sigfúsdótt­ ir formaður, Dagný Pétursdóttir, Haukur Erlingsson, Reynir Ge­ orgsson og Ragnar Ingi Sigurðs­ son. Varamenn eru Guðgeir Guð­ mundsson og Níels Hermannsson. Þá fékk Þorsteinn Eyþórsson sér­ stakt hrós fyrir að vera sá eini sem kom hjólandi á fundinn. Í viðtali við Skessuhorn um miðj­ an febrúar sagði Guðríður Hlíf að helstu markmiðin með stofnun fé­ lagsins væru að fá fleiri iðkend­ ur í sportið, auka aðstöðu til hjól­ reiða bæði innanhúss og utandyra og einnig að auka fræðslu, halda námskeið, bæta við hjólaleiðum og þar fram eftir götum. „Það eru fullt af skemmtilegum leiðum hérna í kring og viljum við gera þær enn betri og bæta við leiðum. Okkur langar líka að kynna svæðið okk­ ar hérna á Vesturlandi og fá fólk til að staldra lengur við heldur en bara í sjoppunum. Til dæmis í Borgar­ nesi, þá sérðu fullt af fólki með hjól á þakinu keyra hérna í gegnum bæ­ inn, en það er ekkert að koma hing­ að til að hjóla heldur frekar fer það norður eða eitthvað álíka. En ef upplýsingar um hjólaleiðir yrðu að­ gengilegri, þá myndi það kannski stoppa aðeins lengur við í bænum.“ vaks/ Ljósm. af facebook síðu félagsins. Nemendur og kennarar í Fjöl­ brautaskóla Snæfellinga í Grundar­ firði brutu upp skólastarfið með svokölluðum sólardögum 23. og 24. febrúar. Þá var dagskráin frekar óhefðbundin og bryddað upp á ýmsum nýjungum sem varla telst til hefðbundins námsefnis. Til dæm­ is var keppt í hinum ýmsu grein­ um eins og boccia, pílukasti, skák, félagsvist og hinum ýmsu spilum. Krökkunum gafst tækifæri á að spreyta sig í vöfflubakstri, rafíþrótt­ um, klifri og karate svo eitthvað sé nefnt. Sólardagarnir tókust vel og voru þeir kærkomin tilbreyting frá náminu. tfk Steini Eyþórs mætti á hjólinu sínu á fundinn. Hjólreiðafélag Vesturlands stofnað Þrír af fimm í fyrstu stjórn nýstofnaðs Hjólreiðafélags Vesturlands. Frá vinstri: Dagný Pétursdóttir, Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir og Haukur Erlingsson. Gestasveit Vopna gerði góða ferð á Skagann á laugardaginn. Langefstir á Vesturlandsmóti. Ljósm. Sveinbjörn Eyjólfsson. Gestirnir úr Vopna báru sigur úr býtum á Vesturlandsmótinu Þiðrik Viðarsson kennari tók að sér dómgæslu á bocciamótinu og er hér að mæta fjarlægðina þar sem tæpt hefur staðið á milli. Sólardagar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga Nemendur einbeittir í pílukasti sem var vel sótt. Hart var tekist á í þeirri hugarleikfimi sem skákin er. Nemendur kepptu hver á móti öðrum í rafíþróttum og var mikið fjör í rafíþróttahúsinu. Boðið var upp á að prufa klifur í Klifurfelli. Loftur Árni Björgvinsson kennari leikur hér listir sínar með boccia boltana áður en keppni hófst. Nemendur fjölmenntu í boccia og voru mörg lið skráð til keppni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.